Eurovision 2005 - Dagur 4 - Frábær blaðamannafundur Pjetur Sigurðsson skrifar 14. maí 2005 00:01 Í dag var önnur æfing Selmu Björnsdóttir á sviðinu í Kiev og nú notaði hún handheldan hljóðnema í stað þess sem var hengdur á höfuð hennar. Það er nú skemmst frá því að segja að hún rúllaði fjórum sinnum í gegnum lagið og tókst það mjög vel. Það var talsvert mikið af blaðamönnum á staðnum og er óhætt að segja að Selma fékk frábærar viðtökur hjá þeim. Það er því ljóst að lagið verður flutt með þessum hætti. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á þátttöku Regínu bakraddasöngkonu, því hún sést ekki á sviðinu, enda er hún ekki á því. Hún stendur upp á palli inn í horni í svartamyrkri og er eins og stúlka sem rekin hefur verið að heiman. Þetta er þó meðvituð ákvörðun til að leggja áherslu á hið frábæra dansatriði sem íslensku stúlkurnar fara með á sviðinu. Miðað við frammistöðuna í dag, þá er það ekki Selmu að kenna né dönsurum og bakrödd, ef að íslenska lagið fær ekki brautargengi í komandi kosningum. Þá var komið að blaðamannafundinum sem var hreint út sagt frábær og hef ég nú setið þá nokkra hér. Selma fór á kostum bæði í tilsvörum, auk þess sem hún söng þrjú lög. Þar á meðal söng hún "All out of luck", þar sem hún söng viðlagið á þýsku og einnig söng hún Króatískt lag. Þetta vakti mikla lukku og reyndar fær íslenski hópurinn mikla athygli hér í Kiev, hvað svo sem það þýðir þegar að kosningum kemur, en það í það minnsta skaðar ekki. Selma átti þessa menn með húð og hári. Selma mun ekki æfa formlega fyrr en á miðvikudag, en þá verður öll dagskráin keyrð í gegn tvívegis í búningum og með endanlegri lýsingu. Af öðrum málum verð ég að nefna þátttöku Íslandsvinarins Angelicu frá Hvíta Rússlandi, en hún kom til Íslands á dögunum. Hún er gift eldri manni, rússneskum milljónamæringi af dýrari gerðinni, sem eys peningum í baráttu hennar til að vinna þessa keppni og gæti alveg tekist það. Gallinn er sá að hún getur ekki sungið fyrir fimmaur og meira segja ég heyri það. Hún býr á lystisnekkju hér í borg, tók með sér heilt tonn af kynningarefni og það líður ekki sá dagur sem kynningarefni ekki í pósthólfinu hjá mér og öðrum blaðamönnum. Þá heldur hún miklar veislur á degi hverjum um borð í snekkjunni, þar sem flýtur allt í brennivíni og matur er ekki af skornum skammti. Þetta hef ég eftir nokkuð traustum heimildum, en þegar allt er skoðað og hvernig þessi mál virka öll sömul, þá gæti hún alveg unnið, en hún getur samt ekki sungið. Af öðrum sem eiga bágt með að syngja, þá er það aumingja írska fermingarbarnið sem fengið var til að syngja hér ásamt systur sinni. Rosalega vorkenni ég þeim dreng. Hann á bágt með að syngja og á enn verr með að dansa. Þetta var öðruvísi hér á árum áður, hjá þessari miklu Eurovision þjóð, en það hefur engin þjóð unnið keppnina eins oft. Það var eins og mann grunaði að það er ekki allt með felldu hér í borg og berast nú þær fregnir að maður þurfi að passa sig á veskjum á götunum. Þannig er mál með vexti að einhverjir óprúttnir borgarbúar stunda það að skilja eftir tóm vexti á götunum og þegar einhver tekur það upp koma nokkrir menn og spyrja um veskið. Þegar maður afhendir það þá segja þeir að það hafi verið fullt af peningum og vilja fá þá og það strax. Þá getur orðið fátt um svör, sérstaklega þegar tungumálavandræðin eru eins og þau eru. Þetta hefur þó ekki komið fyrir mig enn og ég mun ekki beygja mig eftir neinum veskjum í þessu landi. Ætli maður fari ekki að segja þetta gott í dag, enda komið kvöld. Það þó vel verið að kíki í einn kaldan á heimleiðinni, enda laugardagskvöld hér sem annars staðar. Það er engin dagskrá hjá íslenska hópnum á morgun, en á mánudaginn ætla ég með Selmu og félögum í skoðunarferð. Kveðja frá Kiev Ps. Ég er enn að spá í þetta norska lag og það kæmi mér ekki á óvart að ísraelska lagið muni fara nokkuð langt í þessari keppni. Munið það. Eurovision Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Í dag var önnur æfing Selmu Björnsdóttir á sviðinu í Kiev og nú notaði hún handheldan hljóðnema í stað þess sem var hengdur á höfuð hennar. Það er nú skemmst frá því að segja að hún rúllaði fjórum sinnum í gegnum lagið og tókst það mjög vel. Það var talsvert mikið af blaðamönnum á staðnum og er óhætt að segja að Selma fékk frábærar viðtökur hjá þeim. Það er því ljóst að lagið verður flutt með þessum hætti. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á þátttöku Regínu bakraddasöngkonu, því hún sést ekki á sviðinu, enda er hún ekki á því. Hún stendur upp á palli inn í horni í svartamyrkri og er eins og stúlka sem rekin hefur verið að heiman. Þetta er þó meðvituð ákvörðun til að leggja áherslu á hið frábæra dansatriði sem íslensku stúlkurnar fara með á sviðinu. Miðað við frammistöðuna í dag, þá er það ekki Selmu að kenna né dönsurum og bakrödd, ef að íslenska lagið fær ekki brautargengi í komandi kosningum. Þá var komið að blaðamannafundinum sem var hreint út sagt frábær og hef ég nú setið þá nokkra hér. Selma fór á kostum bæði í tilsvörum, auk þess sem hún söng þrjú lög. Þar á meðal söng hún "All out of luck", þar sem hún söng viðlagið á þýsku og einnig söng hún Króatískt lag. Þetta vakti mikla lukku og reyndar fær íslenski hópurinn mikla athygli hér í Kiev, hvað svo sem það þýðir þegar að kosningum kemur, en það í það minnsta skaðar ekki. Selma átti þessa menn með húð og hári. Selma mun ekki æfa formlega fyrr en á miðvikudag, en þá verður öll dagskráin keyrð í gegn tvívegis í búningum og með endanlegri lýsingu. Af öðrum málum verð ég að nefna þátttöku Íslandsvinarins Angelicu frá Hvíta Rússlandi, en hún kom til Íslands á dögunum. Hún er gift eldri manni, rússneskum milljónamæringi af dýrari gerðinni, sem eys peningum í baráttu hennar til að vinna þessa keppni og gæti alveg tekist það. Gallinn er sá að hún getur ekki sungið fyrir fimmaur og meira segja ég heyri það. Hún býr á lystisnekkju hér í borg, tók með sér heilt tonn af kynningarefni og það líður ekki sá dagur sem kynningarefni ekki í pósthólfinu hjá mér og öðrum blaðamönnum. Þá heldur hún miklar veislur á degi hverjum um borð í snekkjunni, þar sem flýtur allt í brennivíni og matur er ekki af skornum skammti. Þetta hef ég eftir nokkuð traustum heimildum, en þegar allt er skoðað og hvernig þessi mál virka öll sömul, þá gæti hún alveg unnið, en hún getur samt ekki sungið. Af öðrum sem eiga bágt með að syngja, þá er það aumingja írska fermingarbarnið sem fengið var til að syngja hér ásamt systur sinni. Rosalega vorkenni ég þeim dreng. Hann á bágt með að syngja og á enn verr með að dansa. Þetta var öðruvísi hér á árum áður, hjá þessari miklu Eurovision þjóð, en það hefur engin þjóð unnið keppnina eins oft. Það var eins og mann grunaði að það er ekki allt með felldu hér í borg og berast nú þær fregnir að maður þurfi að passa sig á veskjum á götunum. Þannig er mál með vexti að einhverjir óprúttnir borgarbúar stunda það að skilja eftir tóm vexti á götunum og þegar einhver tekur það upp koma nokkrir menn og spyrja um veskið. Þegar maður afhendir það þá segja þeir að það hafi verið fullt af peningum og vilja fá þá og það strax. Þá getur orðið fátt um svör, sérstaklega þegar tungumálavandræðin eru eins og þau eru. Þetta hefur þó ekki komið fyrir mig enn og ég mun ekki beygja mig eftir neinum veskjum í þessu landi. Ætli maður fari ekki að segja þetta gott í dag, enda komið kvöld. Það þó vel verið að kíki í einn kaldan á heimleiðinni, enda laugardagskvöld hér sem annars staðar. Það er engin dagskrá hjá íslenska hópnum á morgun, en á mánudaginn ætla ég með Selmu og félögum í skoðunarferð. Kveðja frá Kiev Ps. Ég er enn að spá í þetta norska lag og það kæmi mér ekki á óvart að ísraelska lagið muni fara nokkuð langt í þessari keppni. Munið það.
Eurovision Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein