Gunnar fær engan stuðning eigin varaþingmanns 14. maí 2005 00:01 Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar. Á heimasíðu Frjálslynda flokksins tjáir Sigurlín Margrét sig um brotthvarf Gunnars úr flokknum. "Mér varð eins og flestum brugðið, get svo sem vel ímyndað mér að jafnavel harðasta sjálfstæðismanni hafi líka verið brugðið, sér í lagi miðað við málflutning hans í garð Sjálfstæðismanna og stjórnliða almennt á þingi, síðustu daga," segir Sigurlín Margrét. Hún segir það almenna skoðun að svona eigi menn ekki að gera. Nái sannfæring þeirra ekki að samræmast þeirri stefnu sem þeir voru kosnir á þing fyrir, eigi þeir einfaldlega að segja af sér og bíða eftir næstu umferð í nýjum flokki, þar sem sannfæring þeirra sameinist stefnu þess flokks sem þeir hafa valið sér. "Kjósendur hér í Suðvesturkjördæmi gáfu Gunnari umboð með atkvæði sínu til að berjast gegn viðloðandi stefnu í fiskveiðimálum, sem og öðrum málum sem ekki er var full sátt um. Ég lít svo á að þingsætið sé eign kjósenda í Suðvesturkjördæmi, ekki persónuleg eign Gunnars. Mér finnst hann þar með engan rétt hafa til að ráðstafa því eftir eigin geðþótta, - jafnvel þó hann hafi skipt um skoðun," segir Sigurlín Margrét á heimasíðu Frjálslynda flokksins. "Staða mín eftir brotthvarf Gunnars Örlygssonar úr Frjálslynda flokkinum er sú að ég er enn réttkjörin varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæminu. Með þetta í huga og ef sú staða kemur upp að ég komi inn ef Gunnar forfallast, þá mun ég koma inn sem varaþingmaður Frjálslynda flokksins. Það hefur ekki hvarflað að mér að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn, mér fyndist ég væri að svíkja kjósendur ef ég gerði það og ætla mér ekki að gera það", segir Sigurlín Margrét. Sjá nánar á heimasíðu Frjálslynda flokksins Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar. Á heimasíðu Frjálslynda flokksins tjáir Sigurlín Margrét sig um brotthvarf Gunnars úr flokknum. "Mér varð eins og flestum brugðið, get svo sem vel ímyndað mér að jafnavel harðasta sjálfstæðismanni hafi líka verið brugðið, sér í lagi miðað við málflutning hans í garð Sjálfstæðismanna og stjórnliða almennt á þingi, síðustu daga," segir Sigurlín Margrét. Hún segir það almenna skoðun að svona eigi menn ekki að gera. Nái sannfæring þeirra ekki að samræmast þeirri stefnu sem þeir voru kosnir á þing fyrir, eigi þeir einfaldlega að segja af sér og bíða eftir næstu umferð í nýjum flokki, þar sem sannfæring þeirra sameinist stefnu þess flokks sem þeir hafa valið sér. "Kjósendur hér í Suðvesturkjördæmi gáfu Gunnari umboð með atkvæði sínu til að berjast gegn viðloðandi stefnu í fiskveiðimálum, sem og öðrum málum sem ekki er var full sátt um. Ég lít svo á að þingsætið sé eign kjósenda í Suðvesturkjördæmi, ekki persónuleg eign Gunnars. Mér finnst hann þar með engan rétt hafa til að ráðstafa því eftir eigin geðþótta, - jafnvel þó hann hafi skipt um skoðun," segir Sigurlín Margrét á heimasíðu Frjálslynda flokksins. "Staða mín eftir brotthvarf Gunnars Örlygssonar úr Frjálslynda flokkinum er sú að ég er enn réttkjörin varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæminu. Með þetta í huga og ef sú staða kemur upp að ég komi inn ef Gunnar forfallast, þá mun ég koma inn sem varaþingmaður Frjálslynda flokksins. Það hefur ekki hvarflað að mér að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn, mér fyndist ég væri að svíkja kjósendur ef ég gerði það og ætla mér ekki að gera það", segir Sigurlín Margrét. Sjá nánar á heimasíðu Frjálslynda flokksins
Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira