Kærir kjörstjórn Samfylkingarinnar 12. maí 2005 00:01 Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum eftir að upp komst að átt hafði verið við kjörskrár og upplýsingar sendar út í heimildarleysi. Starfsmaðurinn hefur kært málið til Persónuverndar á þeirri forsendu að farið hafi verið í gegnum tölvupóst hans í heimildarleysi. Sandra Franks, varaþingmaður og formaður Samfylkingarfélags Álftaness, var starfsmaður tímabundið á skrifstofu Samfylkingarinnar þar til 27 apríl. Hún hafði verið ráðin út maímánuð en var látin fara eftir að hún sendi kjörskrá út í tölvupósti af skrifstofunni á sitt persónulega netfang. Kjörskráin liggur alla jafna frammi á flokksskrifstofunni en er eingöngu fyrir starfsmenn skrifstofu á tölvutæku formi með símanúmerum og heimilisföngum og hana má ekki senda út. Sandra fellst á að sendingin hafi verið brot á vinnureglum en segist ekki hafa brotið trúnað eða gert neitt annað sem réttlæti brottrekstur. Eingöngu hafi vakað fyrir henni að vinna á heimili sínu vegna mikils vinnuálags á skrifstofunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð uppi fótur og fit í stuðningsliði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar þekkt framsóknarkona í Reykjavík fékk símaskilaboð frá starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar þar sem henni var boðið í sumarfagnað. Framsóknarkonan hafði fallist á að ganga í Samfylkinguna til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu, ef nafn hennar kæmi hvergi fram. Stuðningsfólkinu þótti víst að átt hefði verið við kjörskrána og farið var að rannsaka málið. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að ýmsar athugasemdir hafi borist sem hafi bent til leka úr kjörskrá en hann vildi ekki ræða neitt eitt tilvik. Þrátt fyrir að starfskonan á skrifstofunni hefði brotið vinnureglur var ekki hægt að sanna á hana trúnaðarbrot. Hún segist sjálf hafa boðið starfsmönnum flokksins að skoða tölvupóst sinn heima fyrir til að sanna að gögnin hafi ekki verið send víðar, en því hafi verið hafnað. Hún hafi samt sem áður verið látin taka pokann sinn vegna málsins. Konan hefur nú kært framkvæmdastjóra og kjörstjórn flokksins til Persónuverndar fyrir að hafa farið í trúnaðargögn án hennar vitundar. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum eftir að upp komst að átt hafði verið við kjörskrár og upplýsingar sendar út í heimildarleysi. Starfsmaðurinn hefur kært málið til Persónuverndar á þeirri forsendu að farið hafi verið í gegnum tölvupóst hans í heimildarleysi. Sandra Franks, varaþingmaður og formaður Samfylkingarfélags Álftaness, var starfsmaður tímabundið á skrifstofu Samfylkingarinnar þar til 27 apríl. Hún hafði verið ráðin út maímánuð en var látin fara eftir að hún sendi kjörskrá út í tölvupósti af skrifstofunni á sitt persónulega netfang. Kjörskráin liggur alla jafna frammi á flokksskrifstofunni en er eingöngu fyrir starfsmenn skrifstofu á tölvutæku formi með símanúmerum og heimilisföngum og hana má ekki senda út. Sandra fellst á að sendingin hafi verið brot á vinnureglum en segist ekki hafa brotið trúnað eða gert neitt annað sem réttlæti brottrekstur. Eingöngu hafi vakað fyrir henni að vinna á heimili sínu vegna mikils vinnuálags á skrifstofunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð uppi fótur og fit í stuðningsliði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar þekkt framsóknarkona í Reykjavík fékk símaskilaboð frá starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar þar sem henni var boðið í sumarfagnað. Framsóknarkonan hafði fallist á að ganga í Samfylkinguna til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu, ef nafn hennar kæmi hvergi fram. Stuðningsfólkinu þótti víst að átt hefði verið við kjörskrána og farið var að rannsaka málið. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að ýmsar athugasemdir hafi borist sem hafi bent til leka úr kjörskrá en hann vildi ekki ræða neitt eitt tilvik. Þrátt fyrir að starfskonan á skrifstofunni hefði brotið vinnureglur var ekki hægt að sanna á hana trúnaðarbrot. Hún segist sjálf hafa boðið starfsmönnum flokksins að skoða tölvupóst sinn heima fyrir til að sanna að gögnin hafi ekki verið send víðar, en því hafi verið hafnað. Hún hafi samt sem áður verið látin taka pokann sinn vegna málsins. Konan hefur nú kært framkvæmdastjóra og kjörstjórn flokksins til Persónuverndar fyrir að hafa farið í trúnaðargögn án hennar vitundar.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira