Kærir kjörstjórn Samfylkingarinnar 12. maí 2005 00:01 Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum eftir að upp komst að átt hafði verið við kjörskrár og upplýsingar sendar út í heimildarleysi. Starfsmaðurinn hefur kært málið til Persónuverndar á þeirri forsendu að farið hafi verið í gegnum tölvupóst hans í heimildarleysi. Sandra Franks, varaþingmaður og formaður Samfylkingarfélags Álftaness, var starfsmaður tímabundið á skrifstofu Samfylkingarinnar þar til 27 apríl. Hún hafði verið ráðin út maímánuð en var látin fara eftir að hún sendi kjörskrá út í tölvupósti af skrifstofunni á sitt persónulega netfang. Kjörskráin liggur alla jafna frammi á flokksskrifstofunni en er eingöngu fyrir starfsmenn skrifstofu á tölvutæku formi með símanúmerum og heimilisföngum og hana má ekki senda út. Sandra fellst á að sendingin hafi verið brot á vinnureglum en segist ekki hafa brotið trúnað eða gert neitt annað sem réttlæti brottrekstur. Eingöngu hafi vakað fyrir henni að vinna á heimili sínu vegna mikils vinnuálags á skrifstofunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð uppi fótur og fit í stuðningsliði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar þekkt framsóknarkona í Reykjavík fékk símaskilaboð frá starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar þar sem henni var boðið í sumarfagnað. Framsóknarkonan hafði fallist á að ganga í Samfylkinguna til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu, ef nafn hennar kæmi hvergi fram. Stuðningsfólkinu þótti víst að átt hefði verið við kjörskrána og farið var að rannsaka málið. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að ýmsar athugasemdir hafi borist sem hafi bent til leka úr kjörskrá en hann vildi ekki ræða neitt eitt tilvik. Þrátt fyrir að starfskonan á skrifstofunni hefði brotið vinnureglur var ekki hægt að sanna á hana trúnaðarbrot. Hún segist sjálf hafa boðið starfsmönnum flokksins að skoða tölvupóst sinn heima fyrir til að sanna að gögnin hafi ekki verið send víðar, en því hafi verið hafnað. Hún hafi samt sem áður verið látin taka pokann sinn vegna málsins. Konan hefur nú kært framkvæmdastjóra og kjörstjórn flokksins til Persónuverndar fyrir að hafa farið í trúnaðargögn án hennar vitundar. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Sjá meira
Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum eftir að upp komst að átt hafði verið við kjörskrár og upplýsingar sendar út í heimildarleysi. Starfsmaðurinn hefur kært málið til Persónuverndar á þeirri forsendu að farið hafi verið í gegnum tölvupóst hans í heimildarleysi. Sandra Franks, varaþingmaður og formaður Samfylkingarfélags Álftaness, var starfsmaður tímabundið á skrifstofu Samfylkingarinnar þar til 27 apríl. Hún hafði verið ráðin út maímánuð en var látin fara eftir að hún sendi kjörskrá út í tölvupósti af skrifstofunni á sitt persónulega netfang. Kjörskráin liggur alla jafna frammi á flokksskrifstofunni en er eingöngu fyrir starfsmenn skrifstofu á tölvutæku formi með símanúmerum og heimilisföngum og hana má ekki senda út. Sandra fellst á að sendingin hafi verið brot á vinnureglum en segist ekki hafa brotið trúnað eða gert neitt annað sem réttlæti brottrekstur. Eingöngu hafi vakað fyrir henni að vinna á heimili sínu vegna mikils vinnuálags á skrifstofunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð uppi fótur og fit í stuðningsliði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar þekkt framsóknarkona í Reykjavík fékk símaskilaboð frá starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar þar sem henni var boðið í sumarfagnað. Framsóknarkonan hafði fallist á að ganga í Samfylkinguna til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu, ef nafn hennar kæmi hvergi fram. Stuðningsfólkinu þótti víst að átt hefði verið við kjörskrána og farið var að rannsaka málið. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að ýmsar athugasemdir hafi borist sem hafi bent til leka úr kjörskrá en hann vildi ekki ræða neitt eitt tilvik. Þrátt fyrir að starfskonan á skrifstofunni hefði brotið vinnureglur var ekki hægt að sanna á hana trúnaðarbrot. Hún segist sjálf hafa boðið starfsmönnum flokksins að skoða tölvupóst sinn heima fyrir til að sanna að gögnin hafi ekki verið send víðar, en því hafi verið hafnað. Hún hafi samt sem áður verið látin taka pokann sinn vegna málsins. Konan hefur nú kært framkvæmdastjóra og kjörstjórn flokksins til Persónuverndar fyrir að hafa farið í trúnaðargögn án hennar vitundar.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent