Fangar fara einir í flug 9. maí 2005 00:01 Fangar eru yfirleitt sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fanganum er þá fylgt á flugvöllinn, flugmiði keyptur og séð til þess að hann fari í flugið en honum ekki fylgt inn í flugvélina. Tekið er á móti fanganum við lendingu og honum fylgt í fangelsið en að öðru leyti er hann fylgdarlaus um borð. Flugstjórinn er látinn vita þegar fangi er sendur með vélinni og hefur komið fyrir að flugstjóri hafi neitað að flytja eftirlitslausan fanga. Misbrestur hefur þó orðið á því að flugstjóri hafi verið látinn vita. Samkvæmt upplýsingum frá Erlendi S. Baldurssyni, deildarstjóra Fangelsismálastofnunar, er metið hverju sinni af yfirstjórn viðkomandi fangelsis í samráði við Fangelsisismálastofnun hvort fylgja þurfi föngum milli landshluta eða hvort hægt sé að senda þá fylgdarlausa í flugi. "Þetta fer eftir því hvort ástæða er til að ætla að það þurfi einhvern með þeim. Ef ekki þá eru þeir keyrðir út á flugvöll af fangaflutningsmönnum og tekið á móti þeim við komu. Ef ástæða er til að ætla að þeir geti ekki ferðast eins og venjulegt fólk þá er fylgdarmaður sendur með þeim," segir hann. Undir þetta tekur Guðmundur Gíslason fangelsisstjóri: "Eftirlitslausir flutningar tíðkast þegar um mjög rólega einstaklinga er að ræða þar sem ekki er ástæða til að ætla að þeir verði til neinna vandræða." Fangaflutningarnir hafa nær undantekningalaust gengið vandræðalítið, að sögn Erlendar, "en eins og annars staðar getur komið upp eitt og eitt dæmi þar sem einhver leiðindi verða. Þetta hefur viðgengist í mörg ár og aldrei skapast nein veruleg vandræði," segir Guðmundur. Á Akureyri eru yfirleitt vistaðir menn með stutta dóma, til dæmis fyrir umferðarlagabrot eða þjófnað, og eru þeir fimm til sex þegar flest er. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Fangar eru yfirleitt sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fanganum er þá fylgt á flugvöllinn, flugmiði keyptur og séð til þess að hann fari í flugið en honum ekki fylgt inn í flugvélina. Tekið er á móti fanganum við lendingu og honum fylgt í fangelsið en að öðru leyti er hann fylgdarlaus um borð. Flugstjórinn er látinn vita þegar fangi er sendur með vélinni og hefur komið fyrir að flugstjóri hafi neitað að flytja eftirlitslausan fanga. Misbrestur hefur þó orðið á því að flugstjóri hafi verið látinn vita. Samkvæmt upplýsingum frá Erlendi S. Baldurssyni, deildarstjóra Fangelsismálastofnunar, er metið hverju sinni af yfirstjórn viðkomandi fangelsis í samráði við Fangelsisismálastofnun hvort fylgja þurfi föngum milli landshluta eða hvort hægt sé að senda þá fylgdarlausa í flugi. "Þetta fer eftir því hvort ástæða er til að ætla að það þurfi einhvern með þeim. Ef ekki þá eru þeir keyrðir út á flugvöll af fangaflutningsmönnum og tekið á móti þeim við komu. Ef ástæða er til að ætla að þeir geti ekki ferðast eins og venjulegt fólk þá er fylgdarmaður sendur með þeim," segir hann. Undir þetta tekur Guðmundur Gíslason fangelsisstjóri: "Eftirlitslausir flutningar tíðkast þegar um mjög rólega einstaklinga er að ræða þar sem ekki er ástæða til að ætla að þeir verði til neinna vandræða." Fangaflutningarnir hafa nær undantekningalaust gengið vandræðalítið, að sögn Erlendar, "en eins og annars staðar getur komið upp eitt og eitt dæmi þar sem einhver leiðindi verða. Þetta hefur viðgengist í mörg ár og aldrei skapast nein veruleg vandræði," segir Guðmundur. Á Akureyri eru yfirleitt vistaðir menn með stutta dóma, til dæmis fyrir umferðarlagabrot eða þjófnað, og eru þeir fimm til sex þegar flest er.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira