Segir samráð haft við íbúa 1. maí 2005 00:01 Þétting byggðar í Reykjavík veldur víða óánægju þar sem íbúar vilja yfirleitt fremur útsýni og græn svæði en að það sé þrengt að húsum þeirra. Formaður skipulagsnefndar borgarinnar segir unnið að málum í samráði við íbúa. Íbúar við Gullengi í Grafarvogi og Íbúasamtök Grafarvogs eru ósáttir við fyrirhugaða byggingu og benda á að útsýni úr íbúðunum á svæðinu hverfi ef blokkir verða byggðar þar. Þá benda þeir á að helst vilji þeir græn svæði því þau séu síður en svo nógu víða á svæðinu. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, segir það koma nokkuð á óvart að einhver hluti íbúa, sem stígi fram í fréttum, skuli tala fyrir því að við Gullengi verði bensínstöð í samræmi við aðalskipulag. Það samráð sem haft hafi verið við íbúa á svæðinu á frumstigi hafi bent til þess að jafnvel þó að ýmsir vildu helst sjá grænt svæði á umræddum stað væri nokkur samhljómur meðal íbúa um að reisa fremur íbúðir en bensínstöð og bílastæði fyrir stóra bíla eins og núverandi skipulag geri ráð fyrir. En er þá ekkert að marka aðalskipulag Reykjavíkurborgar og geta menn hringlað til með þau eins og mönnum sýnist? Dagur neitar því og segir sérstakar leikreglur gilda um það hvernig farið skuli með skipulagið. Menn setji fram grunnhugmyndir sem séu bornar undir hagsmunaaðila sem búi á svæðinu og þeim gefist kostur á að gera sínar athugasemdir. Síðan sé unnið úr þeim og málið auglýst. Þar sé þetta mál statt núna. Ekki er um einsdæmi að ræða en í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá óánægðum íbúum við Sóltún, Mánatún og Borgartún en þeir mótmæla fyrirhugaðri 12 hæða byggingu sem ekki var gert ráð fyrir í skipulagi sem samþykkt var árið 2002. Dagur segir að reynt hafi verið finna turninum stað á reitnum þannig að hann skyggi ekki á umhverfið og verði ekki til lýta en almennt telji borgaryfirvöld að það sé til góða fyrir svæðið að fjölga íbúðum þar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Þétting byggðar í Reykjavík veldur víða óánægju þar sem íbúar vilja yfirleitt fremur útsýni og græn svæði en að það sé þrengt að húsum þeirra. Formaður skipulagsnefndar borgarinnar segir unnið að málum í samráði við íbúa. Íbúar við Gullengi í Grafarvogi og Íbúasamtök Grafarvogs eru ósáttir við fyrirhugaða byggingu og benda á að útsýni úr íbúðunum á svæðinu hverfi ef blokkir verða byggðar þar. Þá benda þeir á að helst vilji þeir græn svæði því þau séu síður en svo nógu víða á svæðinu. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, segir það koma nokkuð á óvart að einhver hluti íbúa, sem stígi fram í fréttum, skuli tala fyrir því að við Gullengi verði bensínstöð í samræmi við aðalskipulag. Það samráð sem haft hafi verið við íbúa á svæðinu á frumstigi hafi bent til þess að jafnvel þó að ýmsir vildu helst sjá grænt svæði á umræddum stað væri nokkur samhljómur meðal íbúa um að reisa fremur íbúðir en bensínstöð og bílastæði fyrir stóra bíla eins og núverandi skipulag geri ráð fyrir. En er þá ekkert að marka aðalskipulag Reykjavíkurborgar og geta menn hringlað til með þau eins og mönnum sýnist? Dagur neitar því og segir sérstakar leikreglur gilda um það hvernig farið skuli með skipulagið. Menn setji fram grunnhugmyndir sem séu bornar undir hagsmunaaðila sem búi á svæðinu og þeim gefist kostur á að gera sínar athugasemdir. Síðan sé unnið úr þeim og málið auglýst. Þar sé þetta mál statt núna. Ekki er um einsdæmi að ræða en í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá óánægðum íbúum við Sóltún, Mánatún og Borgartún en þeir mótmæla fyrirhugaðri 12 hæða byggingu sem ekki var gert ráð fyrir í skipulagi sem samþykkt var árið 2002. Dagur segir að reynt hafi verið finna turninum stað á reitnum þannig að hann skyggi ekki á umhverfið og verði ekki til lýta en almennt telji borgaryfirvöld að það sé til góða fyrir svæðið að fjölga íbúðum þar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira