Styðja ekki samgönguáætlun 12. apríl 2005 00:01 Tveir stjórnarþingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í dag að þeir myndu ekki styðja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, annar vegna svika á kosningaloforðum, hinn vegna misskiptingar vegafjár milli þéttbýlis og dreifbýlis. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mátti sitja undir orraríð þegar þingmenn ræddu framlög til samgöngumála næstu fjögur árin. Umræðan snerist að verulegu leyti um niðurskurð til vegagerðar, sem á þremur árum nemur 5,7 miljörðum króna. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ráðstöfunina alranga á meðan ástandið væri jafnviðkvæmt og víða væri úti á landsbyggðinni. Þetta væri byggðafjandsamlegur niðurskurður sem kæmi alvarlega við þær. Samgönguráðherra varði gjörninginn á þann hátt að benda á að miðað við aðstæður í efnahagsmálum lægi það alveg fyrir að ríkisstjórnin hefði komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gæta hófs í umsvifum í efnahagskerfinu vegna þeirra miklu framkvæmda sem væru við uppbygggingu orkufreks iðnaðar um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði óþolandi að samgöngumál skyldi vera eini málaflokkurinn sem væri undir þetta settur, að hann væri dreginn sundur eins og harmonikkubelgur en þó oftar þjappað harkalega saman til að uppfylla einhverja sálræna þörf og sýnd um það að menn væru að sýna ábyrgð í efnahagsmálum. „Þetta er bara rugl. Í 950 milljarða hagkerfi, hverju breytir þetta þó að dreifðar almennar framkvæmdir af þessu tagi fái að hafa sinn gang?“ spurði Steingrímur. Hörðust var gagnrýnin úr stjórnarliðinu sjálfu því framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson kvaðst ekki styðja niðurskurðinn. Hann sagði að það gengi ekki í vegamálum að lofa stöðugt fyrir kosningar og skera það svo niður eftir þær. „Ég vil beina því til ríkisstjórnarinnar, virðulegi forseti, að hún hætti þessum skollaleik. Það er ekki á okkur stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar leggjandi að standa undir því að verja ríkisstjórnina, útskýra þessar gerðir sem eru á þennan veg. Menn verða einfaldlega að standa við það sem þeir segja, hafa þrek til þess að bera málið til enda út kjörtímabilið það sem þeir ákveða að gera fyrir kosningar. Annað gengur ekki.“ Sjálfstæðismaðurinn Gunnar Birgisson lýsti einnig andstöðu sinni en á öðrum forsendum. Höfuðborgarsvæðið sæti á hakanum. Hann sagði enn fremur að ef einhverjir væru að tala um misskiptingu fjármuna þá ætti hún sér stað í samgönguáætlun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Tveir stjórnarþingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í dag að þeir myndu ekki styðja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, annar vegna svika á kosningaloforðum, hinn vegna misskiptingar vegafjár milli þéttbýlis og dreifbýlis. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mátti sitja undir orraríð þegar þingmenn ræddu framlög til samgöngumála næstu fjögur árin. Umræðan snerist að verulegu leyti um niðurskurð til vegagerðar, sem á þremur árum nemur 5,7 miljörðum króna. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ráðstöfunina alranga á meðan ástandið væri jafnviðkvæmt og víða væri úti á landsbyggðinni. Þetta væri byggðafjandsamlegur niðurskurður sem kæmi alvarlega við þær. Samgönguráðherra varði gjörninginn á þann hátt að benda á að miðað við aðstæður í efnahagsmálum lægi það alveg fyrir að ríkisstjórnin hefði komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gæta hófs í umsvifum í efnahagskerfinu vegna þeirra miklu framkvæmda sem væru við uppbygggingu orkufreks iðnaðar um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði óþolandi að samgöngumál skyldi vera eini málaflokkurinn sem væri undir þetta settur, að hann væri dreginn sundur eins og harmonikkubelgur en þó oftar þjappað harkalega saman til að uppfylla einhverja sálræna þörf og sýnd um það að menn væru að sýna ábyrgð í efnahagsmálum. „Þetta er bara rugl. Í 950 milljarða hagkerfi, hverju breytir þetta þó að dreifðar almennar framkvæmdir af þessu tagi fái að hafa sinn gang?“ spurði Steingrímur. Hörðust var gagnrýnin úr stjórnarliðinu sjálfu því framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson kvaðst ekki styðja niðurskurðinn. Hann sagði að það gengi ekki í vegamálum að lofa stöðugt fyrir kosningar og skera það svo niður eftir þær. „Ég vil beina því til ríkisstjórnarinnar, virðulegi forseti, að hún hætti þessum skollaleik. Það er ekki á okkur stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar leggjandi að standa undir því að verja ríkisstjórnina, útskýra þessar gerðir sem eru á þennan veg. Menn verða einfaldlega að standa við það sem þeir segja, hafa þrek til þess að bera málið til enda út kjörtímabilið það sem þeir ákveða að gera fyrir kosningar. Annað gengur ekki.“ Sjálfstæðismaðurinn Gunnar Birgisson lýsti einnig andstöðu sinni en á öðrum forsendum. Höfuðborgarsvæðið sæti á hakanum. Hann sagði enn fremur að ef einhverjir væru að tala um misskiptingu fjármuna þá ætti hún sér stað í samgönguáætlun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira