Kona sem lifði af 12. apríl 2005 00:01 "Ég er kona sem lifði af," sagði Svava Björnsdóttir, verkefnisstjóri Blátt áfram, sem er forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Svava sagði sögu sína á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi á börnum og unglingum í gær. Hún var á aldrinum 4 - 10 ára, þegar stjúpi hennar beitti hana andlegu og líkamlegu kynferðisofbeldi. Hann misnotaði líka tvíburasystur hennar. "Á hverju kvöldi reyndi ég að halda mér vakandi til að verja mig. En ég sofnaði á verðinum og vaknaði við það að hann var byrjaður. Þá fór ég úr líkamanum og horfði á mig og það sem var að gerast úr fjarlægð. Ég var bara lítið barn og elskaði foreldra mína," sagði hún í erindi sínu á ráðstefnunni. "Mér fannst ég vera ljót, skítug og vond stelpa og að þetta væri allt mér að kenna. Þögnin var að gera út af við mig. Ég þráði ekkert heitara heldur en að fjölskyldan sæi mig eins og ég var." En það gerðist ekki, svo Svava varð að velja. Hún varð að velja milli sín og fjölskyldunnar. Hún valdi sig. Hún lýsti þeim tilfinningaátökum sem ólguðu innra með henni á unglingaárunum. Ótti, sorg, einmanaleiki, kvíði, óöryggi, skömm, - og svo röddin í höfðinu. Sjálfsásökunarröddin sem níddi hana niður og olli því að hún hataði sjálfa sig fyrir þetta allt saman og kenndi sér um. Hún fór að drekka, átti í mörgum samböndum en varaðist að treysta nokkrum eða gefa færi á að hún yrði særð. Þess vegna eyðilagði hún alltaf sambönd þar sem útlit var fyrir að væntumþykja, traust og virðing gætu skapast. "Í mínu tilfelli, þar sem ég trúði því að ég væri sökudólgurinn, brást ég við með því að fara í fullkomnunarhlutverk. Ég gaf hvergi færi á mér," sagði hún. Í dag er hún gift og á þrjú börn. Hún hefur barist af alefli gegn kynferðisofbeldi í 12 ár, frá því hún opnaði "á flóðið" og fór að tala og vinna í sínum málum. Frásögn hennar er framlag til að opna umræðuna og hjálpa fólki. Enn er langt í land en hún berst ótrauð áfram. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
"Ég er kona sem lifði af," sagði Svava Björnsdóttir, verkefnisstjóri Blátt áfram, sem er forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Svava sagði sögu sína á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi á börnum og unglingum í gær. Hún var á aldrinum 4 - 10 ára, þegar stjúpi hennar beitti hana andlegu og líkamlegu kynferðisofbeldi. Hann misnotaði líka tvíburasystur hennar. "Á hverju kvöldi reyndi ég að halda mér vakandi til að verja mig. En ég sofnaði á verðinum og vaknaði við það að hann var byrjaður. Þá fór ég úr líkamanum og horfði á mig og það sem var að gerast úr fjarlægð. Ég var bara lítið barn og elskaði foreldra mína," sagði hún í erindi sínu á ráðstefnunni. "Mér fannst ég vera ljót, skítug og vond stelpa og að þetta væri allt mér að kenna. Þögnin var að gera út af við mig. Ég þráði ekkert heitara heldur en að fjölskyldan sæi mig eins og ég var." En það gerðist ekki, svo Svava varð að velja. Hún varð að velja milli sín og fjölskyldunnar. Hún valdi sig. Hún lýsti þeim tilfinningaátökum sem ólguðu innra með henni á unglingaárunum. Ótti, sorg, einmanaleiki, kvíði, óöryggi, skömm, - og svo röddin í höfðinu. Sjálfsásökunarröddin sem níddi hana niður og olli því að hún hataði sjálfa sig fyrir þetta allt saman og kenndi sér um. Hún fór að drekka, átti í mörgum samböndum en varaðist að treysta nokkrum eða gefa færi á að hún yrði særð. Þess vegna eyðilagði hún alltaf sambönd þar sem útlit var fyrir að væntumþykja, traust og virðing gætu skapast. "Í mínu tilfelli, þar sem ég trúði því að ég væri sökudólgurinn, brást ég við með því að fara í fullkomnunarhlutverk. Ég gaf hvergi færi á mér," sagði hún. Í dag er hún gift og á þrjú börn. Hún hefur barist af alefli gegn kynferðisofbeldi í 12 ár, frá því hún opnaði "á flóðið" og fór að tala og vinna í sínum málum. Frásögn hennar er framlag til að opna umræðuna og hjálpa fólki. Enn er langt í land en hún berst ótrauð áfram.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira