Vilja endurskoða takmarkanir 12. apríl 2005 00:01 "Þessar eignarhaldstakmarkanir koma ekki frá okkur. Þær eru hluti af málamiðlun við hina fulltrúana í nefndinni og erum við í Samfylkingunni sömu skoðunar varðandi eignarhaldstakmarkanir á fjölmiðlum og áður," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. "Frumvarpsvinnan, lagasmíðin sjálf, er öll eftir. Til þess að pólitísk sátt ríki um frumvarpið þarf að koma til samstarf allra flokka við samningu þess. Frumvarpið getur aldrei verið samhljóða skýrslunni því það er verulegt verk eftir við að koma þessum frumniðurstöðum í lagatexta," segir Mörður. "Við vonum að frumvarpið verði þannig orðað að lög um eignarhald á fjölmiðlum verði skaðlaus en þau verða örugglega gagnslaus," segir Mörður. Hann bendir á að nefndin nefni mörk um takmörkun á eignarhaldi við 25 prósent hjá fjölmiðlum sem náð hafa þriðjungs markaðshlutdeild en nefndin segi um leið að hæfileg mörk séu mikið álitamál. "Samfylkingin tekur undir það, mörkin eru mikið álitamál. Miðað við þessi mörk telst arfur Valtýs Stefánssonar ritstjóra og dætra hans, Helgu og Huldu, í Morgunblaðinu vera sérstök samþjöppun auðs sem stefni fjölbreytni og fjölræði í voða. Það er í fyrsta sinn í gjörvallri fjölmiðlaumræðu íslenskri sem þessi tilteknu hlutabréf eru talin sérlega hættuleg. Þetta bendir til þess að það þurfi að skoða þessar prósentutölur miklu betur," segir Mörður. "Við erum reiðubúin til að ganga til samstarfs á grundvelli þessarar skýrslu - en skýrslan er auðvitað ekki frumvarp. Ég vona að stjórnarflokkarnir haldi áfram að þróast í þessu máli og sjái að lokum að sennilega þurfum við engar svona takmarkanir. Að minnsta kosti þarf að skoða þessar tölur, það sjáum við af dæminu frá Morgunblaðinu," segir Mörður. Hann bendir á að þriðjungs markaðshlutdeild sé ekki mikil á Íslandi þótt hún sé mikil í Evrópu. "Það eru ekki miklir peningar í því að hafa 33 prósenta markaðshlutdeild á Íslandi. Það sést til dæmis með Fréttablaðinu sem náði þessari markaðshlutdeild á nokkrum vikum en fór samt á hausinn. Það verður að bera þessar prósentutölur við stöðuna og reynsluna í íslenskri fjölmiðlun og það á eftir að gera," segir Mörður. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
"Þessar eignarhaldstakmarkanir koma ekki frá okkur. Þær eru hluti af málamiðlun við hina fulltrúana í nefndinni og erum við í Samfylkingunni sömu skoðunar varðandi eignarhaldstakmarkanir á fjölmiðlum og áður," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. "Frumvarpsvinnan, lagasmíðin sjálf, er öll eftir. Til þess að pólitísk sátt ríki um frumvarpið þarf að koma til samstarf allra flokka við samningu þess. Frumvarpið getur aldrei verið samhljóða skýrslunni því það er verulegt verk eftir við að koma þessum frumniðurstöðum í lagatexta," segir Mörður. "Við vonum að frumvarpið verði þannig orðað að lög um eignarhald á fjölmiðlum verði skaðlaus en þau verða örugglega gagnslaus," segir Mörður. Hann bendir á að nefndin nefni mörk um takmörkun á eignarhaldi við 25 prósent hjá fjölmiðlum sem náð hafa þriðjungs markaðshlutdeild en nefndin segi um leið að hæfileg mörk séu mikið álitamál. "Samfylkingin tekur undir það, mörkin eru mikið álitamál. Miðað við þessi mörk telst arfur Valtýs Stefánssonar ritstjóra og dætra hans, Helgu og Huldu, í Morgunblaðinu vera sérstök samþjöppun auðs sem stefni fjölbreytni og fjölræði í voða. Það er í fyrsta sinn í gjörvallri fjölmiðlaumræðu íslenskri sem þessi tilteknu hlutabréf eru talin sérlega hættuleg. Þetta bendir til þess að það þurfi að skoða þessar prósentutölur miklu betur," segir Mörður. "Við erum reiðubúin til að ganga til samstarfs á grundvelli þessarar skýrslu - en skýrslan er auðvitað ekki frumvarp. Ég vona að stjórnarflokkarnir haldi áfram að þróast í þessu máli og sjái að lokum að sennilega þurfum við engar svona takmarkanir. Að minnsta kosti þarf að skoða þessar tölur, það sjáum við af dæminu frá Morgunblaðinu," segir Mörður. Hann bendir á að þriðjungs markaðshlutdeild sé ekki mikil á Íslandi þótt hún sé mikil í Evrópu. "Það eru ekki miklir peningar í því að hafa 33 prósenta markaðshlutdeild á Íslandi. Það sést til dæmis með Fréttablaðinu sem náði þessari markaðshlutdeild á nokkrum vikum en fór samt á hausinn. Það verður að bera þessar prósentutölur við stöðuna og reynsluna í íslenskri fjölmiðlun og það á eftir að gera," segir Mörður.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira