Erfiður dagur hjá Auðuni 1. apríl 2005 00:01 Það er óhætt að segja að Auðun Georg hafi átt erfiðan fyrsta dag í vinnunni sem hann hefur nú reyndar ákveðið að taka ekki við. Hinn nýi fréttastjóri fréttatofu Útvarpsins mætti til vinnu laust eftir klukkan níu í morgun. Skömmu áður hafði einn af yfirmönnum stofnunarinnar, Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri, gert þeim fjölmiðlamönnum sem biðu komu fréttastjórans það ljóst að þeir væru ekki velkomnir í húsið. Jón sagði fréttamenn óvelkomna og þegar hann var inntur eftir skýringu sagði hann að það væri af því hann segði það. Þá var hann aftur spurður hvers vegna fréttamenn mættu ekki vera í húsinu og þá sagði hann að árið 2000 hefðu allar myndatökur verið bannaðar innanhúss í Ríkisútvarpshúsinu nema með leyfi og þá væri áætlaður fundur í húsinu sem fréttamenn væru óvelkomnir á. Klukkan rétt rúmlega níu kom svo nýi fréttastjórinn til vinnu í leigubíl. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla að ræða það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Auðun Georg vildi í morgun ekki gangast við því að hafa rætt við formann útvarpsráðs í gær en í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins tveimur tímum síðar viðurkenndi hann að hafa rætt við formanninn í gær eftir að hafa í byrjun viðtals neitað að hafa hitt hann. Auðun fór fyrst á fund útvarpsstjóra í morgun en fór síðan til fundar við starfsmenn fréttastofu. Hann sagðist gera sér grein fyrir óánægjunni með ráðningu hans og að fólk væri tortryggið í hans garð. Hann sagði verkefni sitt að eyða því og byggja upp traust í sinn garð. Og hann sagði síðan: „Þið ykkar sem treystið mér ekki og treystið ykkur ekki til þess að starfa undir minni stjórn og undir mér, ég bara virði ákvörðun ykkar ef þið viljið hætta störfum, en ég vona að svo verði ekki." Auðun Georg sagðist hafa talað við fréttamenn og blaðamenn á öðrum miðlum í þeim tilgangi að koma inn og redda málunum, af hræðslu við að Ríkisútvarpið mundi hreinlega leggjast af og að þar yrði bara spilaður Bach, eins og hann orðaði það, en undirstrikaði að hann mundi gera vel við það fólk sem ynni vinnu sína af heiðarleika, sanngirni og trúmennsku. Um þessi orð segir í ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis sem forseta Alþingis var afhent í morgun eftir að fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla til að fylgjast með umræðu um málið: „Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum.“ Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Það er óhætt að segja að Auðun Georg hafi átt erfiðan fyrsta dag í vinnunni sem hann hefur nú reyndar ákveðið að taka ekki við. Hinn nýi fréttastjóri fréttatofu Útvarpsins mætti til vinnu laust eftir klukkan níu í morgun. Skömmu áður hafði einn af yfirmönnum stofnunarinnar, Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri, gert þeim fjölmiðlamönnum sem biðu komu fréttastjórans það ljóst að þeir væru ekki velkomnir í húsið. Jón sagði fréttamenn óvelkomna og þegar hann var inntur eftir skýringu sagði hann að það væri af því hann segði það. Þá var hann aftur spurður hvers vegna fréttamenn mættu ekki vera í húsinu og þá sagði hann að árið 2000 hefðu allar myndatökur verið bannaðar innanhúss í Ríkisútvarpshúsinu nema með leyfi og þá væri áætlaður fundur í húsinu sem fréttamenn væru óvelkomnir á. Klukkan rétt rúmlega níu kom svo nýi fréttastjórinn til vinnu í leigubíl. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla að ræða það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Auðun Georg vildi í morgun ekki gangast við því að hafa rætt við formann útvarpsráðs í gær en í viðtali við fréttamann Ríkisútvarpsins tveimur tímum síðar viðurkenndi hann að hafa rætt við formanninn í gær eftir að hafa í byrjun viðtals neitað að hafa hitt hann. Auðun fór fyrst á fund útvarpsstjóra í morgun en fór síðan til fundar við starfsmenn fréttastofu. Hann sagðist gera sér grein fyrir óánægjunni með ráðningu hans og að fólk væri tortryggið í hans garð. Hann sagði verkefni sitt að eyða því og byggja upp traust í sinn garð. Og hann sagði síðan: „Þið ykkar sem treystið mér ekki og treystið ykkur ekki til þess að starfa undir minni stjórn og undir mér, ég bara virði ákvörðun ykkar ef þið viljið hætta störfum, en ég vona að svo verði ekki." Auðun Georg sagðist hafa talað við fréttamenn og blaðamenn á öðrum miðlum í þeim tilgangi að koma inn og redda málunum, af hræðslu við að Ríkisútvarpið mundi hreinlega leggjast af og að þar yrði bara spilaður Bach, eins og hann orðaði það, en undirstrikaði að hann mundi gera vel við það fólk sem ynni vinnu sína af heiðarleika, sanngirni og trúmennsku. Um þessi orð segir í ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins til Alþingis sem forseta Alþingis var afhent í morgun eftir að fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla til að fylgjast með umræðu um málið: „Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum.“
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira