Milliríkjadeilur í miðborginni 30. mars 2005 00:01 Rússneski sendiherrann hefur virt að vettugi tilmæli borgaryfirvalda um að stöðva umfangsmiklar framkvæmdir á lóð sendiráðsins við Garðastræti í miðborg Reykjavíkur. Sendiráðið er að reisa 400 fermetra, sjö metra hátt hús, með sprengjuheldri viðbyggingu sem nota á til að opna póst. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, staðfesti að borgaryfirvöld hefðu fengið vitneskju um framkvæmdirnar eftir ábendingar frá nágrönnum í desember. "Rússarnir byrjuðu á verkinu í óleyfi því þeir töldu sig ekki þurfa að fara að íslenskum lögum, sem er ekki rétt hjá þeim. Þeir höfðu ekki sótt um byggingarleyfi og því fór ég fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar," segir Magnús. Hann staðfestir að Rússarnir hafi ekki orðið við þeirri beiðni. Lóð sendiráðsins er rússneskt yfirráðasvæði og því hafa íslensk yfirvöld ekki leyfi til að fara inn á lóðina. "Utanríkismálaráðuneytið hefur haft milligöngu í málinu og fylgst með því ef til vandræða kemur, en það getur alveg orðið," segir Magnús. Nágrannar sendiráðsins eru ósáttir við bygginguna og telja húsið svo stórt og fyrirferðarmikið að það muni fylla upp í baklóðina. Fjallað verður um málið á fundi skipulags- og byggingarnefndar á miðvikudag. "Ef byggingarleyfi verður ekki veitt verða Rússarnir að fjarlægja það sem þegar hefur verið reist. Þetta er rússneskt yfirráðasvæði og mun utanríkisráðuneytið því þurfa að taka þátt í að leysa málið," segir Magnús. Ef byggingarleyfi verður hins vegar veitt og nágrannar kæra það til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er ekki líklegt að nefndin telji sér fært að úrskurða í málinu. "Ekki miðað við fyrri úrskurði nefndarinnar," segir Magnús. "Áður hafa þrjú mál komið til kasta nefndarinnar, tvö vegna bandaríska sendiráðsins og eitt vegna hins kínverska. Nefndin vísaði málunum frá á grundvelli svokallaðs úrlendisréttar, sem þýðir að nefndin telur sig ekki hafa lögsögu yfir lóðunum," segir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Rússneski sendiherrann hefur virt að vettugi tilmæli borgaryfirvalda um að stöðva umfangsmiklar framkvæmdir á lóð sendiráðsins við Garðastræti í miðborg Reykjavíkur. Sendiráðið er að reisa 400 fermetra, sjö metra hátt hús, með sprengjuheldri viðbyggingu sem nota á til að opna póst. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, staðfesti að borgaryfirvöld hefðu fengið vitneskju um framkvæmdirnar eftir ábendingar frá nágrönnum í desember. "Rússarnir byrjuðu á verkinu í óleyfi því þeir töldu sig ekki þurfa að fara að íslenskum lögum, sem er ekki rétt hjá þeim. Þeir höfðu ekki sótt um byggingarleyfi og því fór ég fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar," segir Magnús. Hann staðfestir að Rússarnir hafi ekki orðið við þeirri beiðni. Lóð sendiráðsins er rússneskt yfirráðasvæði og því hafa íslensk yfirvöld ekki leyfi til að fara inn á lóðina. "Utanríkismálaráðuneytið hefur haft milligöngu í málinu og fylgst með því ef til vandræða kemur, en það getur alveg orðið," segir Magnús. Nágrannar sendiráðsins eru ósáttir við bygginguna og telja húsið svo stórt og fyrirferðarmikið að það muni fylla upp í baklóðina. Fjallað verður um málið á fundi skipulags- og byggingarnefndar á miðvikudag. "Ef byggingarleyfi verður ekki veitt verða Rússarnir að fjarlægja það sem þegar hefur verið reist. Þetta er rússneskt yfirráðasvæði og mun utanríkisráðuneytið því þurfa að taka þátt í að leysa málið," segir Magnús. Ef byggingarleyfi verður hins vegar veitt og nágrannar kæra það til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er ekki líklegt að nefndin telji sér fært að úrskurða í málinu. "Ekki miðað við fyrri úrskurði nefndarinnar," segir Magnús. "Áður hafa þrjú mál komið til kasta nefndarinnar, tvö vegna bandaríska sendiráðsins og eitt vegna hins kínverska. Nefndin vísaði málunum frá á grundvelli svokallaðs úrlendisréttar, sem þýðir að nefndin telur sig ekki hafa lögsögu yfir lóðunum," segir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira