Umferð mikil en gekk að mestu vel 28. mars 2005 00:01 Umferðin var nokkuð mikil á þjóðvegum landsins nú um páskana en hún gekk að mestu vel. Margir notuðu páskafríið til ferðalaga og var umferð á þjóðvegum landsins mikil enda færð og veður með besta móti. Sigurður Helgason hjá Umferðastofu hefur fylgst með umferðinni um síðustu daga. Hann segist hafa verið í sambandi við lögreglu víða um land og frést hafi af einu alvarlegu slysi, við Gufuskála á Snæfellsnesi, en þar fyrir utan séu engar fregnir af slysum og tiltölulega fáar fréttir af óhöppum sem sé mjög gleðilegt. Aðspurður hvar umferðin hafi verið mest segir Sigurður það hafi verið í kringum þá staði þar sem sérstakar samkomur hafi verið. Lögreglan á Ísafirði hafi sagt að mikil umferð hafi verið þar í nágrenninu og þar hafi hún verið með eftirlit og kannað ástand ökumanna. Þá hafi verið töluverð umferð í kringum Akureyri og þar hafi verið mikil umferð í gær. Því dreifist umferðin meira en oft áður þegar fríið sé langt. Sigurður segir enn fremur að töluverð umferð hafi verið í Borgarfirði en heldur minni í Árnessýslu en oft áður. Alltaf eru einhverjir sem ekki virða umferðarlögin og er algengast að fólk aki of hratt, spenni ekki bílbeltin og tali í farsíma á ferð. Sigurður segir fjölmörg brot koma upp þegar eftirlitið sé meira en um venjulega helgi. Aðspurður hvað þeir sem ekki séu lagðir af stað heim eigi að hafa í huga segir Sigurður að þeir verði að gefa sér góðan tíma, gæta að hraðanum og fara mjög gætilega í framúrakstur og reyni hann ekki nema þeir séu fullkomlega vissir um að þeir komist heilu og höldnu fram úr bílnum án þess að hitta fyrir einhvern sem komi á móti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Umferðin var nokkuð mikil á þjóðvegum landsins nú um páskana en hún gekk að mestu vel. Margir notuðu páskafríið til ferðalaga og var umferð á þjóðvegum landsins mikil enda færð og veður með besta móti. Sigurður Helgason hjá Umferðastofu hefur fylgst með umferðinni um síðustu daga. Hann segist hafa verið í sambandi við lögreglu víða um land og frést hafi af einu alvarlegu slysi, við Gufuskála á Snæfellsnesi, en þar fyrir utan séu engar fregnir af slysum og tiltölulega fáar fréttir af óhöppum sem sé mjög gleðilegt. Aðspurður hvar umferðin hafi verið mest segir Sigurður það hafi verið í kringum þá staði þar sem sérstakar samkomur hafi verið. Lögreglan á Ísafirði hafi sagt að mikil umferð hafi verið þar í nágrenninu og þar hafi hún verið með eftirlit og kannað ástand ökumanna. Þá hafi verið töluverð umferð í kringum Akureyri og þar hafi verið mikil umferð í gær. Því dreifist umferðin meira en oft áður þegar fríið sé langt. Sigurður segir enn fremur að töluverð umferð hafi verið í Borgarfirði en heldur minni í Árnessýslu en oft áður. Alltaf eru einhverjir sem ekki virða umferðarlögin og er algengast að fólk aki of hratt, spenni ekki bílbeltin og tali í farsíma á ferð. Sigurður segir fjölmörg brot koma upp þegar eftirlitið sé meira en um venjulega helgi. Aðspurður hvað þeir sem ekki séu lagðir af stað heim eigi að hafa í huga segir Sigurður að þeir verði að gefa sér góðan tíma, gæta að hraðanum og fara mjög gætilega í framúrakstur og reyni hann ekki nema þeir séu fullkomlega vissir um að þeir komist heilu og höldnu fram úr bílnum án þess að hitta fyrir einhvern sem komi á móti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira