Refsing þyngd í Skeljungsráninu 21. mars 2005 00:01 Hæstiréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var sakfelldur fyrir að standa fyrir Skeljungsráninu svokallaða árið 1995. Maðurinn áfrýjaði dómi undirréttar og bar fyrir sig að framburður vitna í málinu hefði verið ómarktækur. Dómurinn komst að þveröfugri niðurstöðu og þyngdi refsivist mannsins um sex mánuði. Maðurinn þarf að afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Maðurinn var fundinn sekur fyrir héraðsdómi um að hafa árið 1995 við annan mann ráðist á og rænt tvo starfsmenn olíufélagsins Skeljungs sem voru á leið í banka að leggja inn fjármuni í eigu fyrirtækisins. Mennirnir flýðu í bíl þriðja mannsins með tæplega sex milljóna króna ránsfeng. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök þrátt fyrir að hafa tvívegis áður játað sök við yfirheyrslur lögreglu. Sagðist hann hafa gefið skýrslu í bæði skiptin af ótta við varðhald en dómurinn tók skýringar mannsins ekki gildar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert sem fram hefði komið rýrði sönnunargildi játningar mannsins nema síður væri og bætti þess vegna sex mánuðum við tveggja ára fangelsisdóm héraðsdóms. Þótti sannað fyrir Hæstarétti eins og í héraði að glæpur mannsins hefði verið þaulskipulagður og ránið að öllu leyti ófyrirleitið auk þess sem gjörningsmennirnir hefðu beitt annað fórnarlambið ofbeldi. Átti maðurinn sér því engar málsbætur að mati Hæstaréttar enda áður hlotið fjórum sinnum dóma vegna fíkniefnabrota og var dómurinn því þyngdur um sex mánuði. Enn fremur var manninum gert að greiða kröfu Sjóvár-Almennra um skaðabætur að upphæð tæplega sex milljónir króna. Hæstiréttur gerði athugasemdir við að felldur var niður stór hluti málsgagna án samráðs við verjendur mannsins enda slíkt andstætt lögum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var sakfelldur fyrir að standa fyrir Skeljungsráninu svokallaða árið 1995. Maðurinn áfrýjaði dómi undirréttar og bar fyrir sig að framburður vitna í málinu hefði verið ómarktækur. Dómurinn komst að þveröfugri niðurstöðu og þyngdi refsivist mannsins um sex mánuði. Maðurinn þarf að afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Maðurinn var fundinn sekur fyrir héraðsdómi um að hafa árið 1995 við annan mann ráðist á og rænt tvo starfsmenn olíufélagsins Skeljungs sem voru á leið í banka að leggja inn fjármuni í eigu fyrirtækisins. Mennirnir flýðu í bíl þriðja mannsins með tæplega sex milljóna króna ránsfeng. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök þrátt fyrir að hafa tvívegis áður játað sök við yfirheyrslur lögreglu. Sagðist hann hafa gefið skýrslu í bæði skiptin af ótta við varðhald en dómurinn tók skýringar mannsins ekki gildar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert sem fram hefði komið rýrði sönnunargildi játningar mannsins nema síður væri og bætti þess vegna sex mánuðum við tveggja ára fangelsisdóm héraðsdóms. Þótti sannað fyrir Hæstarétti eins og í héraði að glæpur mannsins hefði verið þaulskipulagður og ránið að öllu leyti ófyrirleitið auk þess sem gjörningsmennirnir hefðu beitt annað fórnarlambið ofbeldi. Átti maðurinn sér því engar málsbætur að mati Hæstaréttar enda áður hlotið fjórum sinnum dóma vegna fíkniefnabrota og var dómurinn því þyngdur um sex mánuði. Enn fremur var manninum gert að greiða kröfu Sjóvár-Almennra um skaðabætur að upphæð tæplega sex milljónir króna. Hæstiréttur gerði athugasemdir við að felldur var niður stór hluti málsgagna án samráðs við verjendur mannsins enda slíkt andstætt lögum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira