Auðun hafði engin mannaforráð 15. mars 2005 00:01 "Auðun Georg hefur meiri reynslu almennt séð í rekstrarmálum heldur en nokkur annar af umsækjendum," sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í Kastljóssviðtali í fyrrakvöld. Heimildir Fréttablaðsins innan Marel segja að starf Auðuns Georgs fyrir Marel í Asíu var í því fólgið að samræma starfsemi umboðsfyrirtækja Marel í Suðaustur-Asíu. Eina söluskrifstofa Marel í Suðaustur-Asíu er í Taílandi en annars hefur fyrirtækið umboðsfyrirtæki á sínum vegum á svæðinu. Auðun Georg hafði umsjón með sölustarfi umboðsfyrirtækjanna og var staðsettur hér á Íslandi. Hann fór ekki með nein bein mannaforráð heldur hafði samskipti við umboðsmenn og sjálfstæð fyrirtæki. Auðun Georg fór ekki með rekstur fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu, þótt hann hafi haft milligöngu um samningagerð. Meirihluti útvarpsráðs lagði mikið upp úr því að fréttastjóri Ríkisútvarpsins hefði reynslu af rekstri, samkvæmt því sem fram kom í máli Markúsar Arnar. "Auðun Georg hefur verið forstöðumaður eins framsæknasta fyrirtækis á Íslandi sem hefur verið að sækja fram á erlendum mörkuðum og alþjóðasviðinu. Hann hefur verið starfandi sem markaðsstjóri fyrir Marel í fjarlægari Austurlöndum og ég tel það nú að það sé viðbót í þekkingarbrunninn hérna inni í Ríkisútvarpinu [...]. Útvarpsráðið hefur lagt höfuðáherslu á það, vegna fjárhagslegrar útkomu fréttastofu Útvarpsins að undanförnu, þar sem árvisst hefur verið farið fram úr áætlunum, að það verði að fá þarna til forystu mann sem að getur tekið á þessu rekstrarlega dæmi," sagði Markús Örn. "Auðun Georg hefur verið að stýra þessari starfsemi fyrir þetta stóra fyrirtæki sem er orðið alþjóðlegt fyrirtæki og hefur verið að sækja út á erlendum mörkuðum, fyrir nátttúrlega hönd forystu þess," sagði Markús Örn jafnframt. Þegar Markús Örn var spurður hvort hann teldi Auðun Georg vera með meiri rekstrarreynslu heldur en til dæmis Jóhann Hauksson, sem hefur stýrt Rás 2 með um 180 milljónir í veltu og 40-50 manns undir sinni stjórn, sagðist hann ekki efast um það. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Auðun Georg í gær. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
"Auðun Georg hefur meiri reynslu almennt séð í rekstrarmálum heldur en nokkur annar af umsækjendum," sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í Kastljóssviðtali í fyrrakvöld. Heimildir Fréttablaðsins innan Marel segja að starf Auðuns Georgs fyrir Marel í Asíu var í því fólgið að samræma starfsemi umboðsfyrirtækja Marel í Suðaustur-Asíu. Eina söluskrifstofa Marel í Suðaustur-Asíu er í Taílandi en annars hefur fyrirtækið umboðsfyrirtæki á sínum vegum á svæðinu. Auðun Georg hafði umsjón með sölustarfi umboðsfyrirtækjanna og var staðsettur hér á Íslandi. Hann fór ekki með nein bein mannaforráð heldur hafði samskipti við umboðsmenn og sjálfstæð fyrirtæki. Auðun Georg fór ekki með rekstur fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu, þótt hann hafi haft milligöngu um samningagerð. Meirihluti útvarpsráðs lagði mikið upp úr því að fréttastjóri Ríkisútvarpsins hefði reynslu af rekstri, samkvæmt því sem fram kom í máli Markúsar Arnar. "Auðun Georg hefur verið forstöðumaður eins framsæknasta fyrirtækis á Íslandi sem hefur verið að sækja fram á erlendum mörkuðum og alþjóðasviðinu. Hann hefur verið starfandi sem markaðsstjóri fyrir Marel í fjarlægari Austurlöndum og ég tel það nú að það sé viðbót í þekkingarbrunninn hérna inni í Ríkisútvarpinu [...]. Útvarpsráðið hefur lagt höfuðáherslu á það, vegna fjárhagslegrar útkomu fréttastofu Útvarpsins að undanförnu, þar sem árvisst hefur verið farið fram úr áætlunum, að það verði að fá þarna til forystu mann sem að getur tekið á þessu rekstrarlega dæmi," sagði Markús Örn. "Auðun Georg hefur verið að stýra þessari starfsemi fyrir þetta stóra fyrirtæki sem er orðið alþjóðlegt fyrirtæki og hefur verið að sækja út á erlendum mörkuðum, fyrir nátttúrlega hönd forystu þess," sagði Markús Örn jafnframt. Þegar Markús Örn var spurður hvort hann teldi Auðun Georg vera með meiri rekstrarreynslu heldur en til dæmis Jóhann Hauksson, sem hefur stýrt Rás 2 með um 180 milljónir í veltu og 40-50 manns undir sinni stjórn, sagðist hann ekki efast um það. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Auðun Georg í gær.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira