Mikilvægt hjá Val 13. október 2005 18:54 Valsmenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í gær og komu sér í efri helming deildarinnar á nýjan leik. Eyjamenn eru á miklu skriði en Haukar halda toppsætinu eftir útisigur á Víkingum. Um hörkurimmu var að ræða í viðureign Vals og HK. Heimamenn á Hlíðarenda höfðu frumkvæðið allan tímann og fóru á endanum með sætan 32-30 sigur af hólmi þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki. Pálmar Pétursson varði 19 skot í marki Vals en hjá HK gerði Björgvin Gústafsson gott um betur og varði heil 22 skot. Svavar Vignisson átti stórleik fyrir Eyjamenn í gær og réðu varnarmenn KA lítið sem ekkert við hann. Svavar skoraði 10 mörk í leiknum en næstur kom Titi Kalandaze með 7 mörk. Með sigrinum skaust ÍBV upp í þriðja sæti deildarinnar og er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Víkingar sýndu Haukum eflaust meiri mótspyrnu en þeir bjuggust við og hefðu heimamenn með smá heppni náð að velgja Haukum meira undir uggum ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Andra Stefans Guðrúnarsonar. Þröstur Helgason átti stjörnuleik fyrir Víking og skoraði 12 mörk. ÍR-ingar byrjuðu gríðarlega vel á heimavelli gegn Þór og komust í 9-2 á upphafsmínútunum. Það bil náðu gestirnir frá Akureyri aldrei að brúa almennilega þó svo að ekki hafi munað nema tveimur mörkum á liðunum í lokin, 32-30, nýkrýndum bikarmeisturum ÍR í vil. FH fékk heimavallaréttinn Síðasta umferðin í DHL-deild kvenna var leikin í gær og mesta spennan fyrirfram var í leik Vals og FH sem fram fór á Hlíðarenda því ljóst var að sigurvegarinn í leiknum fengi heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn stóð svo sannarlega undir væntingum því að hann var hnífjafn og spennandi. Þegar 2 sekúndur voru eftir fengu FH-ingar vítakast og var það Dröfn Sæmundsdóttir sem fékk það erfiða verkefni að stíga á punktinn. Dröfn gerði engin mistök, skoraði örugglega úr vítinu og kórónaði þannig stórleik sinn með sínu 13 marki. Með sigrinum tryggði FH sér fjórða sætið í deildinni og hefur liðið því heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en þar mætir liðið einmitt Valskonum. Og af leiknum í gær að dæma er víst að einvígi liðanna í úrslitakeppninni mun verða hin besta skemmtun. Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Gróttu/KR á útivelli, 21-30. Haukar mæta Fram í úrslitakeppninni. ÍBV, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar, sigraði botnlið Fram og mætir Víkingi. Síðasta einvígi 8-liða úrslitanna verður síðan á milli Stjörnunnar og Gróttu/KR. Íslenski handboltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sjá meira
Valsmenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í gær og komu sér í efri helming deildarinnar á nýjan leik. Eyjamenn eru á miklu skriði en Haukar halda toppsætinu eftir útisigur á Víkingum. Um hörkurimmu var að ræða í viðureign Vals og HK. Heimamenn á Hlíðarenda höfðu frumkvæðið allan tímann og fóru á endanum með sætan 32-30 sigur af hólmi þar sem markverðir beggja liða voru í aðalhlutverki. Pálmar Pétursson varði 19 skot í marki Vals en hjá HK gerði Björgvin Gústafsson gott um betur og varði heil 22 skot. Svavar Vignisson átti stórleik fyrir Eyjamenn í gær og réðu varnarmenn KA lítið sem ekkert við hann. Svavar skoraði 10 mörk í leiknum en næstur kom Titi Kalandaze með 7 mörk. Með sigrinum skaust ÍBV upp í þriðja sæti deildarinnar og er liðið nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Víkingar sýndu Haukum eflaust meiri mótspyrnu en þeir bjuggust við og hefðu heimamenn með smá heppni náð að velgja Haukum meira undir uggum ef ekki hefði verið fyrir góðan leik Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Andra Stefans Guðrúnarsonar. Þröstur Helgason átti stjörnuleik fyrir Víking og skoraði 12 mörk. ÍR-ingar byrjuðu gríðarlega vel á heimavelli gegn Þór og komust í 9-2 á upphafsmínútunum. Það bil náðu gestirnir frá Akureyri aldrei að brúa almennilega þó svo að ekki hafi munað nema tveimur mörkum á liðunum í lokin, 32-30, nýkrýndum bikarmeisturum ÍR í vil. FH fékk heimavallaréttinn Síðasta umferðin í DHL-deild kvenna var leikin í gær og mesta spennan fyrirfram var í leik Vals og FH sem fram fór á Hlíðarenda því ljóst var að sigurvegarinn í leiknum fengi heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn stóð svo sannarlega undir væntingum því að hann var hnífjafn og spennandi. Þegar 2 sekúndur voru eftir fengu FH-ingar vítakast og var það Dröfn Sæmundsdóttir sem fékk það erfiða verkefni að stíga á punktinn. Dröfn gerði engin mistök, skoraði örugglega úr vítinu og kórónaði þannig stórleik sinn með sínu 13 marki. Með sigrinum tryggði FH sér fjórða sætið í deildinni og hefur liðið því heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en þar mætir liðið einmitt Valskonum. Og af leiknum í gær að dæma er víst að einvígi liðanna í úrslitakeppninni mun verða hin besta skemmtun. Haukar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Gróttu/KR á útivelli, 21-30. Haukar mæta Fram í úrslitakeppninni. ÍBV, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar, sigraði botnlið Fram og mætir Víkingi. Síðasta einvígi 8-liða úrslitanna verður síðan á milli Stjörnunnar og Gróttu/KR.
Íslenski handboltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sjá meira