Hrísgrjónapílaf með saffran 11. mars 2005 00:01 Mannfólk hefur að því er virðist alla tíð haft þörf fyrir krydd í tilveruna og saffran er krydd sem hefur verið dýrmætt og eftirsótt frá örófi alda. Þessir dularfullu, fagurrauðu þræðir eru þurrkaðar frævur saffranplöntunnar. Nú á tímum eru frævur plöntunnar ennþá handtíndar á sama máta og gert var fyrir þúsundum ára. Úr 75.000 plöntum fæst 1/2 kíló af saffrani. Fornar heimildir eru til um neyslu saffrans hjá Grikkjum, Rómverjum og Egyptum. Þeir notuðu kryddið vegna sterks litar þess, höfugrar angan, sérstaks bragðs, ætlaðs lækningarmáttar, og örugglega ekki hvað síst vegna orðspors þess sem ástarvaka. Hér er fljótlegur réttur fyrir þá sem vilja reyna forn vísindi á föstudagskvöldi.250 g hrísgrjón400 ml fisk- eða grænmetissoð (úr teningi)100 g smjörsalt1 msk. möndlur (hýðislausar)1 msk. pistasíu kjarnar3 msk. frosnar grænar baunirSaffran (nokkrir þræðir)200 g útvatnaður saltfiskur Hellið sjóðandi vatni yfir hrísgrjónin og látið þau standa þar til vatnið hefur kólnað og sigtið þá vatnið frá. Á meðan hrísgrjónin liggja í bleyti útbúið þá soð úr teningi og hellið um leið örlitlu heitu vatni yfir saffranþræðina. Skerið saltfiskinn í tætlur. Bræðið smjörið á pönnu og steikið hrísgrjónin í því nokkra stund. Hrærið vel í á meðan. Bætið því næst soði, saffrani (ásamt vökvanum), möndlum, baunum og saltfiski út í. Látið suðuna koma upp, saltið ögn, og eldið yfir lágum hita í um 10 mínútur. Bætið þá pistasíuhnetunum út í. Takið pönnuna af hitanum, setjið lok á og vefjið stykki um pönnuna til þéttingar. Látið standa í 20 til 30 mínútur. Berið fram með góðu brauði og grænu salati. Heilsa Matur Uppskriftir Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Mannfólk hefur að því er virðist alla tíð haft þörf fyrir krydd í tilveruna og saffran er krydd sem hefur verið dýrmætt og eftirsótt frá örófi alda. Þessir dularfullu, fagurrauðu þræðir eru þurrkaðar frævur saffranplöntunnar. Nú á tímum eru frævur plöntunnar ennþá handtíndar á sama máta og gert var fyrir þúsundum ára. Úr 75.000 plöntum fæst 1/2 kíló af saffrani. Fornar heimildir eru til um neyslu saffrans hjá Grikkjum, Rómverjum og Egyptum. Þeir notuðu kryddið vegna sterks litar þess, höfugrar angan, sérstaks bragðs, ætlaðs lækningarmáttar, og örugglega ekki hvað síst vegna orðspors þess sem ástarvaka. Hér er fljótlegur réttur fyrir þá sem vilja reyna forn vísindi á föstudagskvöldi.250 g hrísgrjón400 ml fisk- eða grænmetissoð (úr teningi)100 g smjörsalt1 msk. möndlur (hýðislausar)1 msk. pistasíu kjarnar3 msk. frosnar grænar baunirSaffran (nokkrir þræðir)200 g útvatnaður saltfiskur Hellið sjóðandi vatni yfir hrísgrjónin og látið þau standa þar til vatnið hefur kólnað og sigtið þá vatnið frá. Á meðan hrísgrjónin liggja í bleyti útbúið þá soð úr teningi og hellið um leið örlitlu heitu vatni yfir saffranþræðina. Skerið saltfiskinn í tætlur. Bræðið smjörið á pönnu og steikið hrísgrjónin í því nokkra stund. Hrærið vel í á meðan. Bætið því næst soði, saffrani (ásamt vökvanum), möndlum, baunum og saltfiski út í. Látið suðuna koma upp, saltið ögn, og eldið yfir lágum hita í um 10 mínútur. Bætið þá pistasíuhnetunum út í. Takið pönnuna af hitanum, setjið lok á og vefjið stykki um pönnuna til þéttingar. Látið standa í 20 til 30 mínútur. Berið fram með góðu brauði og grænu salati.
Heilsa Matur Uppskriftir Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira