Grunur um skattsvik á stöðunum 5. mars 2005 00:01 Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum. Um 30 manns tóku þátt í aðgerðunum, 20 starfsmenn skattrannsóknarstjóra og 10 lögreglumenn sem gættu öryggis og aðstoðuðu við haldlagningu gagna. Grunur leikur á fíkniefnadreifingu sums staðar, vændisstarfsemi jafnvel og stórfelldum skattsvikum. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri segir að embættið standi fyrir átaki gegn svartri atvinnustarfsemi og hafi að þessu sinni valið þá atvinnugrein sem talin er mikil áhættuatvinnugrein. Aðgerðirnar hafi snúist um það að kanna hvort duldar rekstartekjur væri að finna á stöðunum og hvort starfsmenn fengju dulin laun, en oft fari þetta saman í þessum bransa. Skattrannsóknarstjóri segir of snemmt að segja til um árangur aðgerðanna. Hann segir aðspurður ekki hægt að segja til um um hversu mikla fjármuni sé að ræða á þessu stigi málsins og reyndar sé óvíst hvort embættið muni gefa það upp. Nú verði farið yfir þau gögn sem hald hafi verið lagt á og unnið úr þeim en það muni taka nokkra mánuði. Aðspurður hvort svikin nemi tugum eða hundruðum milljóna króna segist Skúli ekkert geta sagt til um það. Fíkniefnalögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Spurður hvort staðfestur grunur sé á því að vændi og fíkniefnasala sé stunduð á einhverjum staðanna segir Skúli að hann vilji ekki tjá sig um það en hann segir þó að ef eitthvað slíkt komi í ljós verði því beint til hlutaðeigandi yfirvalda. Hann segir lögreglumennina sem tóku þátt í aðgerðunum hafa fyrst og fremst verið starfsmönnum skattrannsóknarstjóra til halds og trausts og til að tryggja að allt færi eðlilega fram. Þegar hann var inntur eftir því hvort starfsmönnunum hefði verið ógnað sagði Skúli að það hefði verið lítið um það, allt hefði gengið greiðlega fyrir sig og samkvæmt þeim áætlunum sem embættið hefði haft. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum. Um 30 manns tóku þátt í aðgerðunum, 20 starfsmenn skattrannsóknarstjóra og 10 lögreglumenn sem gættu öryggis og aðstoðuðu við haldlagningu gagna. Grunur leikur á fíkniefnadreifingu sums staðar, vændisstarfsemi jafnvel og stórfelldum skattsvikum. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri segir að embættið standi fyrir átaki gegn svartri atvinnustarfsemi og hafi að þessu sinni valið þá atvinnugrein sem talin er mikil áhættuatvinnugrein. Aðgerðirnar hafi snúist um það að kanna hvort duldar rekstartekjur væri að finna á stöðunum og hvort starfsmenn fengju dulin laun, en oft fari þetta saman í þessum bransa. Skattrannsóknarstjóri segir of snemmt að segja til um árangur aðgerðanna. Hann segir aðspurður ekki hægt að segja til um um hversu mikla fjármuni sé að ræða á þessu stigi málsins og reyndar sé óvíst hvort embættið muni gefa það upp. Nú verði farið yfir þau gögn sem hald hafi verið lagt á og unnið úr þeim en það muni taka nokkra mánuði. Aðspurður hvort svikin nemi tugum eða hundruðum milljóna króna segist Skúli ekkert geta sagt til um það. Fíkniefnalögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Spurður hvort staðfestur grunur sé á því að vændi og fíkniefnasala sé stunduð á einhverjum staðanna segir Skúli að hann vilji ekki tjá sig um það en hann segir þó að ef eitthvað slíkt komi í ljós verði því beint til hlutaðeigandi yfirvalda. Hann segir lögreglumennina sem tóku þátt í aðgerðunum hafa fyrst og fremst verið starfsmönnum skattrannsóknarstjóra til halds og trausts og til að tryggja að allt færi eðlilega fram. Þegar hann var inntur eftir því hvort starfsmönnunum hefði verið ógnað sagði Skúli að það hefði verið lítið um það, allt hefði gengið greiðlega fyrir sig og samkvæmt þeim áætlunum sem embættið hefði haft.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira