Sérfræðingar til varnar hundi 28. febrúar 2005 00:01 Lögfræðingur Taraks, tíu ára collie-hundar, fer með mál hans gegn Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Hundurinn hefur farið í skapgerðarmat hjá dýralækni og fengið heilbrigðisvottorð frá öðrum dýralækni. Málinu hefur verið skotið til umhverfis- og heilbrigðisnefndar. Hann á líf sitt undir úrskurði nefndarinnar. Málið hófst í ágúst í fyrra þegar Tarak glefsaði í stúlku sem var gestkomandi á heimili hans. Stúlkan fékk áverka á kinn og þurfti að fara á slysadeild. Í málskjölum kemur fram að hundurinn hafi áður veitt ungri stúlku rispu á kinn en það var árið 2001. Faðir stúlkunnar sem þurfti að fara á slysadeild kærði málið til lögreglu. Í kjölfarið úrskurðaði Umhverfis- og heilbrigðisstofa að Tarak skyldi aflífaður. Ataðist í hundinum Jón Egilsson sem er lögmaður hundsins sendi umhverfis- og heilbrigðisnefnd yfirlýsingu frá stúlkunni sem Tarak veitti áverka árið 2001. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: "Ég var búin að vera að atast mikið í hundinum þennan dag þegar ég fór yfir mörkin með þeim hætti að ég tók fast um háls hans með þeirri meiningu að faðma hann, en hundurinn náði ekki almennilega andanum og gaf frá sér einhver hljóð sem svipaði til hósta." Stúlkan vottaði að hún hefði umgengist Tarak næstum daglega eftir atburðinn og hefur hann aldrei sýnt annað en gott viðmót. Síðara atvikið var hins vegar kært til lögreglu. Í gögnum málsins eru yfirlýsingar, meðal annars frá konu sem var gestkomandi á heimilinu þegar síðara atvikið átti sér stað, lögregluskýrsla og vitnisburður heimilisvinar um góða hegðun hundsins. Loks eru staðfestar umsagnir dýralækna. Í greinargerð lögmannsins til nefndarinnar segir að um sé að ræða tvö lítil óhöpp í lífi hundsins sem eigi sér stað með margra ára millibili. Í seinna tilfellinu sem "hér um ræðir er stúlkan (...) að atast í hundinum á sama tíma og verið er að gefa honum matarbita. Hundinum ofbýður áreitið og glefsar til stúlkunnar með áðurgreindum afleiðingum, það er að setja þurfti plástur á kinn hennar". Hann segir einnig að börnin "hafi ekki kunnað vegna óvitaskapar síns að umgangast dýr af þeirri virðingu sem þeim ber". Ekki hættulegur "Hundurinn Tarak er ekki hættulegur hundur og er það álit allra viðstaddra að áður greindur atburður hafi verið slys. Einnig er það álit þeirra sérfræðinga sem skoðað hafa hundinn að hann sé hraustur bæði á sál og líkama," segir lögmaður hundsins. Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir annaðist skapgerðarmat hundsins og segir að Tarak hafi ekki sýnt annað en gleði og forvitni þegar hún kom inn á heimilið. Hún reyndi að fá hann til að leggjast á hliðina en það gekk ekki fyrr en hann fékk að fara upp í sófa. Hanna komst að þeirri niðurstöðu að Tarak sé "greinilega með sterka drottnunarhegðun, sem hann sýnir þó ekki við allar aðstæður heldur einkum þegar þvingun fer fram." Jafnframt segir hún líklegt að hundurinn sé kominn með gigt í mjaðmaliði og að sársauki geti haft mikið að segja um geðslag hunda hverju sinni. Máli frestað Katrín Harðardóttir dýralæknir mat líkamlegt ástand Taraks, meðal annars með röntgenmyndatökum. Heilbrigðisvottorðið endar á eftirfarandi: "Það bendir ekkert til að hundurinn sé með gigt." Umhverfis- og heilbrigðisnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum í síðustu viku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Lögfræðingur Taraks, tíu ára collie-hundar, fer með mál hans gegn Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Hundurinn hefur farið í skapgerðarmat hjá dýralækni og fengið heilbrigðisvottorð frá öðrum dýralækni. Málinu hefur verið skotið til umhverfis- og heilbrigðisnefndar. Hann á líf sitt undir úrskurði nefndarinnar. Málið hófst í ágúst í fyrra þegar Tarak glefsaði í stúlku sem var gestkomandi á heimili hans. Stúlkan fékk áverka á kinn og þurfti að fara á slysadeild. Í málskjölum kemur fram að hundurinn hafi áður veitt ungri stúlku rispu á kinn en það var árið 2001. Faðir stúlkunnar sem þurfti að fara á slysadeild kærði málið til lögreglu. Í kjölfarið úrskurðaði Umhverfis- og heilbrigðisstofa að Tarak skyldi aflífaður. Ataðist í hundinum Jón Egilsson sem er lögmaður hundsins sendi umhverfis- og heilbrigðisnefnd yfirlýsingu frá stúlkunni sem Tarak veitti áverka árið 2001. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: "Ég var búin að vera að atast mikið í hundinum þennan dag þegar ég fór yfir mörkin með þeim hætti að ég tók fast um háls hans með þeirri meiningu að faðma hann, en hundurinn náði ekki almennilega andanum og gaf frá sér einhver hljóð sem svipaði til hósta." Stúlkan vottaði að hún hefði umgengist Tarak næstum daglega eftir atburðinn og hefur hann aldrei sýnt annað en gott viðmót. Síðara atvikið var hins vegar kært til lögreglu. Í gögnum málsins eru yfirlýsingar, meðal annars frá konu sem var gestkomandi á heimilinu þegar síðara atvikið átti sér stað, lögregluskýrsla og vitnisburður heimilisvinar um góða hegðun hundsins. Loks eru staðfestar umsagnir dýralækna. Í greinargerð lögmannsins til nefndarinnar segir að um sé að ræða tvö lítil óhöpp í lífi hundsins sem eigi sér stað með margra ára millibili. Í seinna tilfellinu sem "hér um ræðir er stúlkan (...) að atast í hundinum á sama tíma og verið er að gefa honum matarbita. Hundinum ofbýður áreitið og glefsar til stúlkunnar með áðurgreindum afleiðingum, það er að setja þurfti plástur á kinn hennar". Hann segir einnig að börnin "hafi ekki kunnað vegna óvitaskapar síns að umgangast dýr af þeirri virðingu sem þeim ber". Ekki hættulegur "Hundurinn Tarak er ekki hættulegur hundur og er það álit allra viðstaddra að áður greindur atburður hafi verið slys. Einnig er það álit þeirra sérfræðinga sem skoðað hafa hundinn að hann sé hraustur bæði á sál og líkama," segir lögmaður hundsins. Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir annaðist skapgerðarmat hundsins og segir að Tarak hafi ekki sýnt annað en gleði og forvitni þegar hún kom inn á heimilið. Hún reyndi að fá hann til að leggjast á hliðina en það gekk ekki fyrr en hann fékk að fara upp í sófa. Hanna komst að þeirri niðurstöðu að Tarak sé "greinilega með sterka drottnunarhegðun, sem hann sýnir þó ekki við allar aðstæður heldur einkum þegar þvingun fer fram." Jafnframt segir hún líklegt að hundurinn sé kominn með gigt í mjaðmaliði og að sársauki geti haft mikið að segja um geðslag hunda hverju sinni. Máli frestað Katrín Harðardóttir dýralæknir mat líkamlegt ástand Taraks, meðal annars með röntgenmyndatökum. Heilbrigðisvottorðið endar á eftirfarandi: "Það bendir ekkert til að hundurinn sé með gigt." Umhverfis- og heilbrigðisnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum í síðustu viku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“