Átakamikið flokksþing 27. febrúar 2005 00:01 Framsóknarmenn tókust á í afstöðu sinni til Evrópumála á flokksþingi í gær. Samþykkt var verulega breytt útgáfa frá upprunalegum drögum að ályktun. Í endanlegri ályktun var samþykkt að á vettvangi Framsóknarflokksins skuli haldið áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöður þeirrar vinnu skuli kynna á næsta flokksþingi. Í upphaflegum drögum var gert ráð fyrir að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili en í útgáfu sem lögð var fyrir þingið í gærmorgun eftir umfjöllun í nefnd hafði ákvæðinu verið breytt í þá veru að á næsta flokksþingi skyldu fara fram kosningar um það hvort sækja ætti um aðild eða ekki. "Það stóð aldrei til á þessu flokksþingi að taka endanlega afstöðu til þess hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var hins vegar samþykkt að opna með beinum hætti fyrir aðild að Evrópusambandinu þannig að við höfum umboð flokksmanna til þess að vinna á þeim grundvelli. Það finnst mér mjög góð niðurstaða," segir Halldór Ásgrímsson, sem kjörinn var formaður Framsóknarflokksins í sjötta sinn í gær. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins, mótmælti ákvæðinu um að kjósa um málið á næsta flokksþingi harðlega í gærmorgun. "Ef þetta verður samþykkt þýðir það að við séum að undirbúa aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ég er því algjörlega mótfallinn. Ég veit ekki hvað menn eru að álpast út í," sagði hann. Steingrímur benti á að það væri flokknum í óhag að takast á við svo stórt mál rétt fyrir næstu alþingiskosningar. Kristinn H. Gunnarsson tók undir orð Steingríms. "Það væri óðs manns æði að stefna okkur í þessa stöðu skömmu fyrir alþingiskosningar vitandi um mikla andstöðu í flokknum við aðild sem ekki mun hverfa við atkvæðagreiðslu verði hún samþykkt," sagði hann. Guðni Ágústsson varaformaður sagði að Evrópumálin hefðu verið langþyngsta deiluefnið en náðst hefði viðunandi lausn og mikil samstaða. "Við sýndum þá jafnvægislist sem við erum þekktir fyrir, að ná sameiginlegri niðurstöðu í mjög erfiðu máli," sagði hann. "Þetta þýðir einfaldlega það að Framsóknarflokknum, eins og stjórnvöldum í landinu, ber að halda vöku sinni og vinna í því að skoða stöðu Íslands í Evrópu, ég tala nú ekki um ef eitthvað gerist varðandi EES-samninginn," sagði Guðni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Framsóknarmenn tókust á í afstöðu sinni til Evrópumála á flokksþingi í gær. Samþykkt var verulega breytt útgáfa frá upprunalegum drögum að ályktun. Í endanlegri ályktun var samþykkt að á vettvangi Framsóknarflokksins skuli haldið áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöður þeirrar vinnu skuli kynna á næsta flokksþingi. Í upphaflegum drögum var gert ráð fyrir að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili en í útgáfu sem lögð var fyrir þingið í gærmorgun eftir umfjöllun í nefnd hafði ákvæðinu verið breytt í þá veru að á næsta flokksþingi skyldu fara fram kosningar um það hvort sækja ætti um aðild eða ekki. "Það stóð aldrei til á þessu flokksþingi að taka endanlega afstöðu til þess hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var hins vegar samþykkt að opna með beinum hætti fyrir aðild að Evrópusambandinu þannig að við höfum umboð flokksmanna til þess að vinna á þeim grundvelli. Það finnst mér mjög góð niðurstaða," segir Halldór Ásgrímsson, sem kjörinn var formaður Framsóknarflokksins í sjötta sinn í gær. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður flokksins, mótmælti ákvæðinu um að kjósa um málið á næsta flokksþingi harðlega í gærmorgun. "Ef þetta verður samþykkt þýðir það að við séum að undirbúa aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ég er því algjörlega mótfallinn. Ég veit ekki hvað menn eru að álpast út í," sagði hann. Steingrímur benti á að það væri flokknum í óhag að takast á við svo stórt mál rétt fyrir næstu alþingiskosningar. Kristinn H. Gunnarsson tók undir orð Steingríms. "Það væri óðs manns æði að stefna okkur í þessa stöðu skömmu fyrir alþingiskosningar vitandi um mikla andstöðu í flokknum við aðild sem ekki mun hverfa við atkvæðagreiðslu verði hún samþykkt," sagði hann. Guðni Ágústsson varaformaður sagði að Evrópumálin hefðu verið langþyngsta deiluefnið en náðst hefði viðunandi lausn og mikil samstaða. "Við sýndum þá jafnvægislist sem við erum þekktir fyrir, að ná sameiginlegri niðurstöðu í mjög erfiðu máli," sagði hann. "Þetta þýðir einfaldlega það að Framsóknarflokknum, eins og stjórnvöldum í landinu, ber að halda vöku sinni og vinna í því að skoða stöðu Íslands í Evrópu, ég tala nú ekki um ef eitthvað gerist varðandi EES-samninginn," sagði Guðni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira