Hörð átök um Evrópustefnuna 26. febrúar 2005 00:01 Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það kom ekki á óvart að tillaga um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á skyldi hafa verið þurrkuð út úr ályktunardrögum þegar þingfulltrúar hófu umræður í dag. Í staðinn var komin setning þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Aðildarviðræður gætu hugsanlega hafist strax á næsta kjörtímabili og á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna. Varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, lýsti sig ósáttan við ályktunina og sagði að það yrði að orða hana með öðrum hætti til að kljúfa ekki flokkinn. Það væri engin leið að fullyrða um það á þessu stigi að Ísland sé betur komið innan ESB Formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, varði hins vegar þetta orðalag og sagði á margan hátt stigið varlega til jarðar í tillögunni - þar væru allir fyrirvarar. Hins vegar verði menn að átta sig á því í hvað stefni og athuga hvað aðild geti gefið Íslendingum. Halldór bauð svo að hún yrði tekin til frekari skoðunar í nefnd fyrir morgundaginn. Halldór kvaðst gera sér grein fyrir því að málið sé mjög viðkvæmt, og ekki eingöngu inn á við heldur líka gagnvart öðrum þjóðum innan EES. Í því sambandi upplýsti Halldór að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Guðni Ágústsson segir þá sterka innan Framsóknarflokksins sem vilji skoða aðild að ESB en þeir sem vilji fara mjög varlega í þeim efnum séu einnig mjög fjölmennir. Niðurstöðu flokksþingsins um afstöðu til Reykjavíkurflugvallar er einnig beðið með eftirvæntingu en framtíð hans var í fyrirspurn Hjalta Björnssonar þingfulltrúa til ráðherra tengd uppbyggingu Landspítalans. Spurt var hvort eitt af aðalatriðum í staðarvali fyrir spítalann hafi ekki verið að flugvöllurinn yrði þar sem hann er. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði það vissulega hafa verið verið svo. Nálægðin við flugvöllinn sé mjög stór kostur þó það sé ekki algert skilyrði. En Halldór slapp ekki við gagnrýni. Hjalti Björnsson sagði það skilyrði hafa verið sett þegar Ísland gekk í NATO árið 1949 að þjóðin þyrfti og myndi aldrei, með beinum eða óbeinum hætti, taka þátt í stríðsrekstri eða hernaðarlegum ákvörðunum. í framhldinu spurði hann hverjir hefðu breytt þessu og hvenær. Halldór sagði Íslendinga ekki hafa sent fólk til að taka þátt í beinum átökum, aðeins „ ... til að hjálpa til við að halda friðinn. Og ég tel að við Íslendingar eigum að vera stoltir af því,“ sagði Halldór. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Sjá meira
Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það kom ekki á óvart að tillaga um að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á skyldi hafa verið þurrkuð út úr ályktunardrögum þegar þingfulltrúar hófu umræður í dag. Í staðinn var komin setning þar sem sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Aðildarviðræður gætu hugsanlega hafist strax á næsta kjörtímabili og á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna. Varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, lýsti sig ósáttan við ályktunina og sagði að það yrði að orða hana með öðrum hætti til að kljúfa ekki flokkinn. Það væri engin leið að fullyrða um það á þessu stigi að Ísland sé betur komið innan ESB Formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, varði hins vegar þetta orðalag og sagði á margan hátt stigið varlega til jarðar í tillögunni - þar væru allir fyrirvarar. Hins vegar verði menn að átta sig á því í hvað stefni og athuga hvað aðild geti gefið Íslendingum. Halldór bauð svo að hún yrði tekin til frekari skoðunar í nefnd fyrir morgundaginn. Halldór kvaðst gera sér grein fyrir því að málið sé mjög viðkvæmt, og ekki eingöngu inn á við heldur líka gagnvart öðrum þjóðum innan EES. Í því sambandi upplýsti Halldór að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Guðni Ágústsson segir þá sterka innan Framsóknarflokksins sem vilji skoða aðild að ESB en þeir sem vilji fara mjög varlega í þeim efnum séu einnig mjög fjölmennir. Niðurstöðu flokksþingsins um afstöðu til Reykjavíkurflugvallar er einnig beðið með eftirvæntingu en framtíð hans var í fyrirspurn Hjalta Björnssonar þingfulltrúa til ráðherra tengd uppbyggingu Landspítalans. Spurt var hvort eitt af aðalatriðum í staðarvali fyrir spítalann hafi ekki verið að flugvöllurinn yrði þar sem hann er. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði það vissulega hafa verið verið svo. Nálægðin við flugvöllinn sé mjög stór kostur þó það sé ekki algert skilyrði. En Halldór slapp ekki við gagnrýni. Hjalti Björnsson sagði það skilyrði hafa verið sett þegar Ísland gekk í NATO árið 1949 að þjóðin þyrfti og myndi aldrei, með beinum eða óbeinum hætti, taka þátt í stríðsrekstri eða hernaðarlegum ákvörðunum. í framhldinu spurði hann hverjir hefðu breytt þessu og hvenær. Halldór sagði Íslendinga ekki hafa sent fólk til að taka þátt í beinum átökum, aðeins „ ... til að hjálpa til við að halda friðinn. Og ég tel að við Íslendingar eigum að vera stoltir af því,“ sagði Halldór.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Sjá meira