Formannskjör ekki útilokað 25. febrúar 2005 00:01 p>Kristinn H. Gunnarsson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til eins af forystuembættum Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hefst í dag. "Ég útiloka ekkert í þeim efnum og ligg ekkert á þeim áformum mínum að vinna að auknum áhrifum mínum innan flokksins," sagði Kristinn. Búist er við átökum um nokkur stór málefni á þinginu, þar á meðal Evrópumál, og hafa drög að ályktunum flokksþingsins þegar valdið titringi innan flokksins. Í þeim kom fram að stefna ætti að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á kjörtímabilinu. Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sögðu í samtali við Fréttablaðið í gær að þetta atriði hefði komið þeim á óvart. "Framsóknarflokkurinn hefur farið mjög rækilega í gegnum Evrópumálin og sett fram stefnu sína með skýrum hætti. Við teljum að áfram eigi að byggja á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og ég tel ekki tímabært að stíga nein þau skref sem þarna er lýst, enda er það ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," sagði Árni. "Þetta hefur vissulega valdið titringi. Verði þetta samþykkt á þinginu yrði það breyting á stefnu flokksins," sagði Guðni. Auk Evrópumálanna er búist við því að tekist verði á um ýmis önnur mál, svo sem hvort selja eigi grunnnetið með Símanum, hugsanlega einkavæðingu Landsvirkjunar og þær hækkanir sem orðið hafa á orkuverði. Kristinn sagðist auk þessa eiga von á því að rætt verði um stjórnarsamstarfið, slæma stöðu Framsóknarflokksins, hægri sveiflu flokksins og starfshætti. "Teknar hafa verið ákvarðanir í mikilvægum málum án þess að fram fari nauðsynleg umræða innan flokksins og stundum þingflokksins og get ég nefnt fjölmiðlamálið, Íraksmálið og Landsvirkjun sem dæmi um það," sagði hann. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málefni flokksþingsins í gær. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Sjá meira
p>Kristinn H. Gunnarsson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til eins af forystuembættum Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hefst í dag. "Ég útiloka ekkert í þeim efnum og ligg ekkert á þeim áformum mínum að vinna að auknum áhrifum mínum innan flokksins," sagði Kristinn. Búist er við átökum um nokkur stór málefni á þinginu, þar á meðal Evrópumál, og hafa drög að ályktunum flokksþingsins þegar valdið titringi innan flokksins. Í þeim kom fram að stefna ætti að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á kjörtímabilinu. Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sögðu í samtali við Fréttablaðið í gær að þetta atriði hefði komið þeim á óvart. "Framsóknarflokkurinn hefur farið mjög rækilega í gegnum Evrópumálin og sett fram stefnu sína með skýrum hætti. Við teljum að áfram eigi að byggja á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og ég tel ekki tímabært að stíga nein þau skref sem þarna er lýst, enda er það ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," sagði Árni. "Þetta hefur vissulega valdið titringi. Verði þetta samþykkt á þinginu yrði það breyting á stefnu flokksins," sagði Guðni. Auk Evrópumálanna er búist við því að tekist verði á um ýmis önnur mál, svo sem hvort selja eigi grunnnetið með Símanum, hugsanlega einkavæðingu Landsvirkjunar og þær hækkanir sem orðið hafa á orkuverði. Kristinn sagðist auk þessa eiga von á því að rætt verði um stjórnarsamstarfið, slæma stöðu Framsóknarflokksins, hægri sveiflu flokksins og starfshætti. "Teknar hafa verið ákvarðanir í mikilvægum málum án þess að fram fari nauðsynleg umræða innan flokksins og stundum þingflokksins og get ég nefnt fjölmiðlamálið, Íraksmálið og Landsvirkjun sem dæmi um það," sagði hann. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málefni flokksþingsins í gær.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Sjá meira