Ölvun ógildir ekki bótarétt 24. febrúar 2005 00:01 Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum. Fyrir tveimur árum lést kona á Kanaríeyjum þegar henni var ýtt fram af svölum. Sambýlismaður hennar var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða dánarbætur með þeim rökum að konan hafi verið drukkin. Aðstandendar gáfust ekki upp, unnu málið í héraðsdómi og í dag í Hæstarétti þar sem staðfest var að Tryggingamiðstöðin ætti að greiða aðstandendum konunnar sjö milljónir króna í bætur. Ólafur Elísson, lögmaður aðstandenda, segir að með þessum dómi sé því slegið föstu að þegar ölvað fólk verði fyrir slysum leiði það ekki eitt og sér til þess að ekki sé bótaréttur fyrir hendi á meðan það sé önnur frumorsök fyrir slysinu, þ.e. slysið verði vegna annars atviks en ölvunarinnar sem slíkrar. Það sé mjög mikilvægt að fá skýrt fordæmi fyrir þessu frá Hæstarétti. Ólafur tekur sem dæmi að ef ölvaður ökumaður stöðvar bifreið sína á rauðu ljósi þar sem keyrt er aftan á hann og hann slasast verður tryggingafélagið nú að greiða honum bætur þar sem ölvunin er ekki frumorsök slyssins. Það þarf þó vart að taka það fram að viðkomandi myndi að sjálfsögðu missa ökuleyfið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum. Fyrir tveimur árum lést kona á Kanaríeyjum þegar henni var ýtt fram af svölum. Sambýlismaður hennar var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða dánarbætur með þeim rökum að konan hafi verið drukkin. Aðstandendar gáfust ekki upp, unnu málið í héraðsdómi og í dag í Hæstarétti þar sem staðfest var að Tryggingamiðstöðin ætti að greiða aðstandendum konunnar sjö milljónir króna í bætur. Ólafur Elísson, lögmaður aðstandenda, segir að með þessum dómi sé því slegið föstu að þegar ölvað fólk verði fyrir slysum leiði það ekki eitt og sér til þess að ekki sé bótaréttur fyrir hendi á meðan það sé önnur frumorsök fyrir slysinu, þ.e. slysið verði vegna annars atviks en ölvunarinnar sem slíkrar. Það sé mjög mikilvægt að fá skýrt fordæmi fyrir þessu frá Hæstarétti. Ólafur tekur sem dæmi að ef ölvaður ökumaður stöðvar bifreið sína á rauðu ljósi þar sem keyrt er aftan á hann og hann slasast verður tryggingafélagið nú að greiða honum bætur þar sem ölvunin er ekki frumorsök slyssins. Það þarf þó vart að taka það fram að viðkomandi myndi að sjálfsögðu missa ökuleyfið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira