Eiður hefur litlar áhyggjur 22. febrúar 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen, framherji Chelsea, gefur lítið fyrir þær kenningar að tímabilið hjá Chelsea sé á hraðri leið til glötunar. Möguleikar Chelsea á því að vinna fjórfalt þetta tímabilið fóru fyrir lítið þegar liðið tapaði fyrir Newcastle í enska bikarnum um helgina. Leikurinn var liðinu einnig dýrkeyptur að því leytinu að William Gallas og Damien Duff urðu fyrir smávægilegum meiðslum sem geta komið í veg fyrir að þeir verði með í dag gegn Barcelona auk þess sem Wayne Bridge verður væntanlega frá það sem eftir lifir tímabils vegan fótbrots. Eiður Smári sagði í viðtali við enska blaðið Daily Star að hann hefði fulla trú á því að hann og félagar hans myndu rísa upp eftir vonbrigðin um helgina. "Heimurinn hrynur ekki við eitt tap. Við megum ekki eyða of miklum tíma í að hugsa um það sem gerðist gegn Newcastle. Það er mikilvæg vika framundan og við verðum að halda áfram. Það er nóg eftir af tímabilinu og ég get staðfest að það hvílir ekkert myrkur yfir búningsklefanum hjá okkur," sagði Eiður Smári. Hann varði einnig þá ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að skipta inn á þremur leikmönnum, Frank Lampard, Eiði sjálfum og Damien Duff, í hálfleik gegn Newcastle en meiðsli Wayne Bridge urðu til þess að liðið varð að spila einum manni færra nánast allan síðari hálfleikinn. "Stjórinn tók áhættu í hálfleik og það gera menn í fótbolta. Stundum borgar það sig og stundum ekki. Þetta var bara eitt tap og núna horfum við fram á veginn til stærri verkefna. Við höfum aldrei talað um það sem hópur að vinna alla fjóra titlana en við vildum sjá hversu langt við gátum komist. Núna eru þrír titlar eftir og auðvitað viljum við vinna þá alla." Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, framherji Chelsea, gefur lítið fyrir þær kenningar að tímabilið hjá Chelsea sé á hraðri leið til glötunar. Möguleikar Chelsea á því að vinna fjórfalt þetta tímabilið fóru fyrir lítið þegar liðið tapaði fyrir Newcastle í enska bikarnum um helgina. Leikurinn var liðinu einnig dýrkeyptur að því leytinu að William Gallas og Damien Duff urðu fyrir smávægilegum meiðslum sem geta komið í veg fyrir að þeir verði með í dag gegn Barcelona auk þess sem Wayne Bridge verður væntanlega frá það sem eftir lifir tímabils vegan fótbrots. Eiður Smári sagði í viðtali við enska blaðið Daily Star að hann hefði fulla trú á því að hann og félagar hans myndu rísa upp eftir vonbrigðin um helgina. "Heimurinn hrynur ekki við eitt tap. Við megum ekki eyða of miklum tíma í að hugsa um það sem gerðist gegn Newcastle. Það er mikilvæg vika framundan og við verðum að halda áfram. Það er nóg eftir af tímabilinu og ég get staðfest að það hvílir ekkert myrkur yfir búningsklefanum hjá okkur," sagði Eiður Smári. Hann varði einnig þá ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að skipta inn á þremur leikmönnum, Frank Lampard, Eiði sjálfum og Damien Duff, í hálfleik gegn Newcastle en meiðsli Wayne Bridge urðu til þess að liðið varð að spila einum manni færra nánast allan síðari hálfleikinn. "Stjórinn tók áhættu í hálfleik og það gera menn í fótbolta. Stundum borgar það sig og stundum ekki. Þetta var bara eitt tap og núna horfum við fram á veginn til stærri verkefna. Við höfum aldrei talað um það sem hópur að vinna alla fjóra titlana en við vildum sjá hversu langt við gátum komist. Núna eru þrír titlar eftir og auðvitað viljum við vinna þá alla."
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Sjá meira