Verður Surtsey ferðamannastaður? Guðmundur Magnússon skrifar 20. febrúar 2005 00:01 Hún lætur ekki mikið yfir sér fyrirspurnin sem Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins beindi til Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra á Alþingi fyrir viku síðan. Spurt var: "Stendur til að heimila ferðamönnum að stíga á land í Surtsey? " Ekki liggur fyrir hvenær spurningunni verður svarað, en það gæti orðið á þingfundi síðdegis í dag. Í Morgunblaðinu í gær, sunnudag, kemur fram hvað vakir fyrir þingmanninum. Í baksíðufrétt með fyrirsögninni "Opnun Surtseyjar myndi efla ferðamennskuna" segir Hjálmar Árnason að það myndi hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku í Vestmannaeyjum að leyfa fólki að fara út í eyna sem er friðuð. Hann tekur fram að ferðamenn eigi þó ekki að fá að valsa um eyna eftirlitslaust. Markhópur þessarar ferðaþjónustu er greinilega ekki Jón og Gunna heldur efnafólk í útlöndum. Orðrétt segir þinmaðurinn í fréttinni: "Það er vitað að sterkefnaðir einstaklingar ferðast um allan heim til að komast í snertingu við einstök svæði sem Surtsey tvímælalaust er". Hvort hún er! Surtsey, eins og hún var síðar nefnd, myndaðist í miklu eldsgosi sem menn urðu fyrst varir við 14. nóvember árið 1963. Gosið stóð yfir með löngum hléum í næstum fjögur ár; lauk ekki fyrr en sumarið 1967. Þá var eyjan, sem gosið myndaði, orðin 2,7 ferkílómetrar að flatarmáli. Mönnum varð fljótt ljóst að Surtsey gaf tækifæri til einstæðra vísindarannsókna. Var ákveðið að friða hana 1965 en friðunin hefur meðal annars í för með sér að óheimilt er að fara í eyna nema með leyfi Surtseyjarfélagsins sem stofnað var til að annast rannsóknir á eynni og starfar nú í umboði Umhverfisstofnunar. Friðlýsingarreglur kveða einnig á um að bannað sé að raska nokkru í eynni og leyfi þarf til að reisa þar mannvirki. Bannað er að flytja í eyna lifandi dýr, plöntur, fræ eða plöntuhluta. Þá er bannað að skilja eftur hvers konar úrgang í eynni eða við hana. Íslendingar hafa verið stoltir af þeim vísindarannsóknum sem stundaðar hafa verið í Surtsey og þær hafa vakið alþjóðaathygli. Vísindamönnum og áhugafólki um náttúru um allan heim þykir fróðlegt að fylgjast með því hvernig líf hefur smám saman myndast og þróast til aukinnar fullkomnunnar á þessari litlu eyju. Það ferli er að sumu leyti jarðsagan í hnotskurn. Verði Surtsey ferðamannastaður er líklegt að eðlisbreyting verði á þessari náttúruperlu. Hún hefur að vísu ekki verið algjörlega einangruð en ferðir þangað hafa verið mjög takmarkaðar. Það er fyrst og fremst vegna þessarar einangrunar sem þróun lífsins í Surtsey hefur vakið athygli náttúrufræðinga. Kaflaskil verða í sögu Surtseyjar ef hún verður áfangastaður ferðamanna, jafnvel þótt undir ströngu eftirliti verði. Ekki er að efa að það er góð meining á bak við hugmynd þingmannsins. Hann vill gefa fólki tækifæri til að sjá þessa merkilegu eyju og rifjar upp að sjálfur fékk hann tækifæri til að stíga þar á land fyrir mörgum árum. Ekki þykir honum verra ef einhverjir geta hagnast á uppátækinu. En góð meining er eitt, skynsemi er annað. Og þessi hugmynd er satt að segja ekki skynsamleg því verði henni hrint í framkvæmd er hætt við að dagar Surtseyjar sem náttúruundurs séu taldir. Ferðamennskan mun kannski fara hægt og hljótt af stað en á endanum munu henni engin bönd halda. Það tjón sem þannig er unnið er óafturkræft. Vonandi bregst umhverfisráðherra ekki í varðstöðu sinni fyrir náttúru Íslands í þessu máli.Guðmundur Magnússon-gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Hún lætur ekki mikið yfir sér fyrirspurnin sem Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins beindi til Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra á Alþingi fyrir viku síðan. Spurt var: "Stendur til að heimila ferðamönnum að stíga á land í Surtsey? " Ekki liggur fyrir hvenær spurningunni verður svarað, en það gæti orðið á þingfundi síðdegis í dag. Í Morgunblaðinu í gær, sunnudag, kemur fram hvað vakir fyrir þingmanninum. Í baksíðufrétt með fyrirsögninni "Opnun Surtseyjar myndi efla ferðamennskuna" segir Hjálmar Árnason að það myndi hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku í Vestmannaeyjum að leyfa fólki að fara út í eyna sem er friðuð. Hann tekur fram að ferðamenn eigi þó ekki að fá að valsa um eyna eftirlitslaust. Markhópur þessarar ferðaþjónustu er greinilega ekki Jón og Gunna heldur efnafólk í útlöndum. Orðrétt segir þinmaðurinn í fréttinni: "Það er vitað að sterkefnaðir einstaklingar ferðast um allan heim til að komast í snertingu við einstök svæði sem Surtsey tvímælalaust er". Hvort hún er! Surtsey, eins og hún var síðar nefnd, myndaðist í miklu eldsgosi sem menn urðu fyrst varir við 14. nóvember árið 1963. Gosið stóð yfir með löngum hléum í næstum fjögur ár; lauk ekki fyrr en sumarið 1967. Þá var eyjan, sem gosið myndaði, orðin 2,7 ferkílómetrar að flatarmáli. Mönnum varð fljótt ljóst að Surtsey gaf tækifæri til einstæðra vísindarannsókna. Var ákveðið að friða hana 1965 en friðunin hefur meðal annars í för með sér að óheimilt er að fara í eyna nema með leyfi Surtseyjarfélagsins sem stofnað var til að annast rannsóknir á eynni og starfar nú í umboði Umhverfisstofnunar. Friðlýsingarreglur kveða einnig á um að bannað sé að raska nokkru í eynni og leyfi þarf til að reisa þar mannvirki. Bannað er að flytja í eyna lifandi dýr, plöntur, fræ eða plöntuhluta. Þá er bannað að skilja eftur hvers konar úrgang í eynni eða við hana. Íslendingar hafa verið stoltir af þeim vísindarannsóknum sem stundaðar hafa verið í Surtsey og þær hafa vakið alþjóðaathygli. Vísindamönnum og áhugafólki um náttúru um allan heim þykir fróðlegt að fylgjast með því hvernig líf hefur smám saman myndast og þróast til aukinnar fullkomnunnar á þessari litlu eyju. Það ferli er að sumu leyti jarðsagan í hnotskurn. Verði Surtsey ferðamannastaður er líklegt að eðlisbreyting verði á þessari náttúruperlu. Hún hefur að vísu ekki verið algjörlega einangruð en ferðir þangað hafa verið mjög takmarkaðar. Það er fyrst og fremst vegna þessarar einangrunar sem þróun lífsins í Surtsey hefur vakið athygli náttúrufræðinga. Kaflaskil verða í sögu Surtseyjar ef hún verður áfangastaður ferðamanna, jafnvel þótt undir ströngu eftirliti verði. Ekki er að efa að það er góð meining á bak við hugmynd þingmannsins. Hann vill gefa fólki tækifæri til að sjá þessa merkilegu eyju og rifjar upp að sjálfur fékk hann tækifæri til að stíga þar á land fyrir mörgum árum. Ekki þykir honum verra ef einhverjir geta hagnast á uppátækinu. En góð meining er eitt, skynsemi er annað. Og þessi hugmynd er satt að segja ekki skynsamleg því verði henni hrint í framkvæmd er hætt við að dagar Surtseyjar sem náttúruundurs séu taldir. Ferðamennskan mun kannski fara hægt og hljótt af stað en á endanum munu henni engin bönd halda. Það tjón sem þannig er unnið er óafturkræft. Vonandi bregst umhverfisráðherra ekki í varðstöðu sinni fyrir náttúru Íslands í þessu máli.Guðmundur Magnússon-gm@frettabladid.is
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun