Stórt skref stigið á Alþingi 16. febrúar 2005 00:01 Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Félagsmálaráðherra boðaði miklar breytingar á högum foreldra langveikra barna þegar hann svaraði fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag um rétt foreldra langveikra barna. Þessi hópur fólks hefur hingað til einungis átt rétt á 7 til 10 fjarvistardögum á ári frá vinnu en ráðherrann kynnti nýjar tillögur sem hann kynnti í ríkisstjórn í gær. Lagt verður til við Alþingi að foreldrarnir eigi rétt á greiðslu í allt að þrjá mánuði þegar börn veikjast alvarlega eða greinast með alvarlega fötlun. Gengið er út frá að greiðslurnar nemi um 90 þúsund krónum á mánuði. Ráðherra sagði að gert væri ráð fyrir að kerfið tæki gildi í áföngum á þremur árum. Ráðherra sagði tölur sýna að um 40 börn veiktust mjög alvarlega eða greindust með mjög alvarlega fötlun á hverju ári. Gagnvart foreldrum þessara barna á að ganga enn lengra og mun félagsmálaráðherra leggja til við Alþingi að þeir eigi rétt á fyrrnefndum greiðslum í allt að níu mánuði. Ráðherra sagði að áhersla yrði lögð á að ríkissjóður myndi jafnframt þessu greiða launatengd gjöld ofan á greiðslur foreldra þannig að foreldrar haldi áfram uppsöfnun lífeyrisréttinda og annarra réttinda. Hann sagðist ekki útiloka að réttarstaða foreldra langveikra barna yrði efld enn frekar á næstu árum. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni að hann stefndi að því að leggja frumvarp þessa efnis fyrir þegar á vorþingi og fá það samþykkt fyrir sumarfrí. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Meðal þeirra sem stigu í pontu og þökkuðu fyrir frumvarpið og lýstu yfir tímamótum í málinu voru Margrét Frímannsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir frá Samfylkingunni og Hjálmar Árnason hjá Framsóknarflokknum. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Félagsmálaráðherra boðaði miklar breytingar á högum foreldra langveikra barna þegar hann svaraði fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag um rétt foreldra langveikra barna. Þessi hópur fólks hefur hingað til einungis átt rétt á 7 til 10 fjarvistardögum á ári frá vinnu en ráðherrann kynnti nýjar tillögur sem hann kynnti í ríkisstjórn í gær. Lagt verður til við Alþingi að foreldrarnir eigi rétt á greiðslu í allt að þrjá mánuði þegar börn veikjast alvarlega eða greinast með alvarlega fötlun. Gengið er út frá að greiðslurnar nemi um 90 þúsund krónum á mánuði. Ráðherra sagði að gert væri ráð fyrir að kerfið tæki gildi í áföngum á þremur árum. Ráðherra sagði tölur sýna að um 40 börn veiktust mjög alvarlega eða greindust með mjög alvarlega fötlun á hverju ári. Gagnvart foreldrum þessara barna á að ganga enn lengra og mun félagsmálaráðherra leggja til við Alþingi að þeir eigi rétt á fyrrnefndum greiðslum í allt að níu mánuði. Ráðherra sagði að áhersla yrði lögð á að ríkissjóður myndi jafnframt þessu greiða launatengd gjöld ofan á greiðslur foreldra þannig að foreldrar haldi áfram uppsöfnun lífeyrisréttinda og annarra réttinda. Hann sagðist ekki útiloka að réttarstaða foreldra langveikra barna yrði efld enn frekar á næstu árum. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni að hann stefndi að því að leggja frumvarp þessa efnis fyrir þegar á vorþingi og fá það samþykkt fyrir sumarfrí. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Meðal þeirra sem stigu í pontu og þökkuðu fyrir frumvarpið og lýstu yfir tímamótum í málinu voru Margrét Frímannsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir frá Samfylkingunni og Hjálmar Árnason hjá Framsóknarflokknum.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira