Björguðu lífi vinar síns 14. febrúar 2005 00:01 Tveir ellefu ára drengir, Alexander Theódórsson og Arnar Þór Stefánsson, unnu þrekvirki þegar þeir björguðu lífi Róberts Heiðars Halldórssonar, tíu ára gamals vinar síns, á laugardaginn. Drengirnir voru í Kringlunni síðdegis þegar Róbert fann fyrir verk í brjóstinu. "Ég var nýbúinn að kaupa ís handa mér og vini mínum þegar ég fann fyrir sársauka," segir Róbert. "Ég sagði við strákana að ég þyrfti að fara heim. Við fórum þá upp í strætóskýli en þegar strætó kom vildi bílstjórinn ekki hleypa okkur inn af því að við vorum með lítinn peking hund með okkur. Ég vildi ekki segja strax að ég finndi fyrir sársauka því ég vildi ekki að strákarnir myndu "panika." Drengirnir fóru þá aftur niður í Kringlu því móðir Alexanders vinnur þar. Hún var hins vegar farinn heim þegar þeir komu og því héldu þeir aftur af stað upp í strætóskýli. Drengirnir keyrðu Róbert í búðarkerru og héldu síðan á honum. Þegar hér var komið við sögu segir Róbert að það hafi verið orðið erfitt að anda. "Mér var orðið mjög illt. Ég lagðist í jörðina og byrjaði að tárast." Alexander og Arnar Þór segjast fyrst hafa haldið að Róbert hafi verið að grínast en síðan hafi þeir séð að hann var mjög veikur. "Mér brá alveg geðveikt," segir Alexander. "Þegar ég sá hann liggja hélt ég fyrst að þetta væri hjartað eða lungun." Strætó kom fljótlega og í þetta skiptið var þeim hleypt inn. Strætó stoppar beint fyrir framan heimili Róberts í Bústaðahverfinu og héldu drengirnir á honum þangað. Farið var með hann beint á sjúkrahús. Þar kom í ljós að Róbert hafði fengið gat á lungað. Að sögn læknis geta verstu tilfellin leitt til þess að lunga falli saman og það er lífshættulegt. "Ég er kominn heim núna og mér líður alveg ágætlega," segir Róbert. "Strákarnir voru mjög duglegir. Þeir hjálpuðu mér mikið." Sigríður E. Gunnarsdóttir, móðir Róberts, segir engan vafa leika á því í hennar huga að Alexander og Arnar Þór hafi bjargað lífi Róberts. Líf hans hafi nánast verið að fjara út þegar hann kom heim. "Þeir eru ofurhetjur í mínum huga. Það var alveg frábært að sjá hvernig þeir brugðust við og komu vini sínum heim." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Tveir ellefu ára drengir, Alexander Theódórsson og Arnar Þór Stefánsson, unnu þrekvirki þegar þeir björguðu lífi Róberts Heiðars Halldórssonar, tíu ára gamals vinar síns, á laugardaginn. Drengirnir voru í Kringlunni síðdegis þegar Róbert fann fyrir verk í brjóstinu. "Ég var nýbúinn að kaupa ís handa mér og vini mínum þegar ég fann fyrir sársauka," segir Róbert. "Ég sagði við strákana að ég þyrfti að fara heim. Við fórum þá upp í strætóskýli en þegar strætó kom vildi bílstjórinn ekki hleypa okkur inn af því að við vorum með lítinn peking hund með okkur. Ég vildi ekki segja strax að ég finndi fyrir sársauka því ég vildi ekki að strákarnir myndu "panika." Drengirnir fóru þá aftur niður í Kringlu því móðir Alexanders vinnur þar. Hún var hins vegar farinn heim þegar þeir komu og því héldu þeir aftur af stað upp í strætóskýli. Drengirnir keyrðu Róbert í búðarkerru og héldu síðan á honum. Þegar hér var komið við sögu segir Róbert að það hafi verið orðið erfitt að anda. "Mér var orðið mjög illt. Ég lagðist í jörðina og byrjaði að tárast." Alexander og Arnar Þór segjast fyrst hafa haldið að Róbert hafi verið að grínast en síðan hafi þeir séð að hann var mjög veikur. "Mér brá alveg geðveikt," segir Alexander. "Þegar ég sá hann liggja hélt ég fyrst að þetta væri hjartað eða lungun." Strætó kom fljótlega og í þetta skiptið var þeim hleypt inn. Strætó stoppar beint fyrir framan heimili Róberts í Bústaðahverfinu og héldu drengirnir á honum þangað. Farið var með hann beint á sjúkrahús. Þar kom í ljós að Róbert hafði fengið gat á lungað. Að sögn læknis geta verstu tilfellin leitt til þess að lunga falli saman og það er lífshættulegt. "Ég er kominn heim núna og mér líður alveg ágætlega," segir Róbert. "Strákarnir voru mjög duglegir. Þeir hjálpuðu mér mikið." Sigríður E. Gunnarsdóttir, móðir Róberts, segir engan vafa leika á því í hennar huga að Alexander og Arnar Þór hafi bjargað lífi Róberts. Líf hans hafi nánast verið að fjara út þegar hann kom heim. "Þeir eru ofurhetjur í mínum huga. Það var alveg frábært að sjá hvernig þeir brugðust við og komu vini sínum heim."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira