Gagnagrunnur um líffæragjafa 3. febrúar 2005 00:01 Gagnagrunnur um viljuga líffæragjafa er einn af þeim möguleikum sem Landlæknisembættið er að athuga, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. "Þetta er ein þeirra leiða sem við höfum rætt til að halda betur utan um líffæragjafir og fjölga þeim sem eru tilbúnir til að gefa," sagði Sigurður. "Það eru miklu, miklu fleiri úti í hinum vestræna heimi, að minnsta kosti, sem bíða eftir fleiri líffærum heldur en þeir geta nokkurn tíma fengið. Þá er þörfin vaxandi því við getum nú meðhöndlað líffæraþega betur heldur en áður með ónæmisbælandi aðferð. Aukaverkanir eru orðnar minni, auk þess sem við getum flutt fleiri líffæri heldur en áður, svo sem smáþarma." Landlæknir lagði áherslu á til þyrfti að koma aukin fræðsla, svo og opin og jákvæð umræða um líffæragjafir og það sem að þeim lyti. Líffæragjafakort væru fyrir hendi, en þau væru lítið notuð. Auk hugmyndar um gagnagrunn yfir viljuga lífæragjafa, væri unnið að gerð líknarskrár, þar sem fólk gæti kveðið upp úr með það hvort það vildi gefa líffæri úr sér eða ekki. Þá útnefndi það fulltrúa, ættingja eða vin, sem það treysti til að fara með sín mál á grundvelli undirritaðrar viljayfirlýsingar, gæti það sjálft ekki tekið ákvörðun. Sigurbergur Kárason sérfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss gerði ásamt fleirum athugun á afstöðu aðstandenda til líffæragjafa eftir að einstaklingur hafði verið úrskurðaður heiladáinn. Athugunin náði frá árinu 1992 - 2002. Um 40 prósent af þeim höfnuðu lífæragjöf, en um 60 prósent gáfu leyfi sitt. Hátt hlutfall nýrnaígræðslna er frá lifandi líffæragjöfum. Varðandi útvegun lífæra hér á landi sagði Sigurbergur að Íslendingar væru í samvinnu við norræn líffæraígræðslusamtök, Skandia Transplant. Sú samvinna hefði hafist 1972 og Íslendingar hefðu verið þiggjendur fram til 1992, þegar samningur var gerður um líffæratökur hér á landi. Þá hefði verið gerður samningur við sjúkrahús á Norðurlöndum um samstarf. Eftir það hefðu Íslendingar verið gefendur líka. Á þessum tíma hefðu reikningar nokkuð jafnast hvað varðaði líffæraígræðslur og líffæragjafir einnig. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Gagnagrunnur um viljuga líffæragjafa er einn af þeim möguleikum sem Landlæknisembættið er að athuga, að sögn Sigurðar Guðmundssonar landlæknis. "Þetta er ein þeirra leiða sem við höfum rætt til að halda betur utan um líffæragjafir og fjölga þeim sem eru tilbúnir til að gefa," sagði Sigurður. "Það eru miklu, miklu fleiri úti í hinum vestræna heimi, að minnsta kosti, sem bíða eftir fleiri líffærum heldur en þeir geta nokkurn tíma fengið. Þá er þörfin vaxandi því við getum nú meðhöndlað líffæraþega betur heldur en áður með ónæmisbælandi aðferð. Aukaverkanir eru orðnar minni, auk þess sem við getum flutt fleiri líffæri heldur en áður, svo sem smáþarma." Landlæknir lagði áherslu á til þyrfti að koma aukin fræðsla, svo og opin og jákvæð umræða um líffæragjafir og það sem að þeim lyti. Líffæragjafakort væru fyrir hendi, en þau væru lítið notuð. Auk hugmyndar um gagnagrunn yfir viljuga lífæragjafa, væri unnið að gerð líknarskrár, þar sem fólk gæti kveðið upp úr með það hvort það vildi gefa líffæri úr sér eða ekki. Þá útnefndi það fulltrúa, ættingja eða vin, sem það treysti til að fara með sín mál á grundvelli undirritaðrar viljayfirlýsingar, gæti það sjálft ekki tekið ákvörðun. Sigurbergur Kárason sérfræðingur á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss gerði ásamt fleirum athugun á afstöðu aðstandenda til líffæragjafa eftir að einstaklingur hafði verið úrskurðaður heiladáinn. Athugunin náði frá árinu 1992 - 2002. Um 40 prósent af þeim höfnuðu lífæragjöf, en um 60 prósent gáfu leyfi sitt. Hátt hlutfall nýrnaígræðslna er frá lifandi líffæragjöfum. Varðandi útvegun lífæra hér á landi sagði Sigurbergur að Íslendingar væru í samvinnu við norræn líffæraígræðslusamtök, Skandia Transplant. Sú samvinna hefði hafist 1972 og Íslendingar hefðu verið þiggjendur fram til 1992, þegar samningur var gerður um líffæratökur hér á landi. Þá hefði verið gerður samningur við sjúkrahús á Norðurlöndum um samstarf. Eftir það hefðu Íslendingar verið gefendur líka. Á þessum tíma hefðu reikningar nokkuð jafnast hvað varðaði líffæraígræðslur og líffæragjafir einnig.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira