Tvöfalt hærra verð á Ikea-vörum 24. janúar 2005 00:01 Íslendingar þurfa að borga 60% meira fyrir KLIPPAN-sófa frá IKEA en Bandaríkjamenn. Dæmi eru um að sama varan í IKEA kosti tvöfalt meira hér en í öðrum löndum. Það er auðvelt að bera saman IKEA-vörur - þær eru alls staðar eins og verð eru gefin upp á vefsíðum verslana í hverju landi fyrir sig. Við skoðun á nokkrum vörum af handahófi kom í ljós sláandi munur. KLIPPAN-leðursófi kostar tæplega 50 þúsund á Íslandi en aðeins rúmlega 31 þúsund í Bandaríkjunum. Munurinn er 60%. Borðplata með vaski kostar tæpar 18 þúsund krónur hér á landi en tæpar níu þúsund krónur í Bandaríkjunum. Varan er 105% dýrari hér. SKYAR-gólflampi er á 3.490 krónur hér en kostar rétt undir 1900 krónum vestanhafs. Verðið er 86% hærra á Íslandi. GUSTAV-skrifborð kostar 35 þúsund krónur á Íslandi, aðeins tæpar 19 þúsund krónur í Bandaríkjunum og 23 þúsund í Þýskalandi. Skrifborðið er því 86% dýrara á Íslandi. Spurður hvort IKEA á Íslandi leggi meira á vörurnar en gert er í öðrum löndum segir Jóhannes R. Jóhannesson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins hér á landi, að álagningin hér sé svipuð og annars staðar. Skýringarnar á þessum verðmun hafa íslenskir neytendur heyrt áður: Smæð markaðarins gerir möguleikana á magninnkaupum mun minni en í hinum stærri löndum. Að sögn Jóhannesar gerir lega landsins það líka að verkum að dýrt er að flytja vörurnar til Íslands. Og síðast en ekki síst togar hinn frægi virðisaukaskattur verðið svona upp. Neytendur Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Íslendingar þurfa að borga 60% meira fyrir KLIPPAN-sófa frá IKEA en Bandaríkjamenn. Dæmi eru um að sama varan í IKEA kosti tvöfalt meira hér en í öðrum löndum. Það er auðvelt að bera saman IKEA-vörur - þær eru alls staðar eins og verð eru gefin upp á vefsíðum verslana í hverju landi fyrir sig. Við skoðun á nokkrum vörum af handahófi kom í ljós sláandi munur. KLIPPAN-leðursófi kostar tæplega 50 þúsund á Íslandi en aðeins rúmlega 31 þúsund í Bandaríkjunum. Munurinn er 60%. Borðplata með vaski kostar tæpar 18 þúsund krónur hér á landi en tæpar níu þúsund krónur í Bandaríkjunum. Varan er 105% dýrari hér. SKYAR-gólflampi er á 3.490 krónur hér en kostar rétt undir 1900 krónum vestanhafs. Verðið er 86% hærra á Íslandi. GUSTAV-skrifborð kostar 35 þúsund krónur á Íslandi, aðeins tæpar 19 þúsund krónur í Bandaríkjunum og 23 þúsund í Þýskalandi. Skrifborðið er því 86% dýrara á Íslandi. Spurður hvort IKEA á Íslandi leggi meira á vörurnar en gert er í öðrum löndum segir Jóhannes R. Jóhannesson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins hér á landi, að álagningin hér sé svipuð og annars staðar. Skýringarnar á þessum verðmun hafa íslenskir neytendur heyrt áður: Smæð markaðarins gerir möguleikana á magninnkaupum mun minni en í hinum stærri löndum. Að sögn Jóhannesar gerir lega landsins það líka að verkum að dýrt er að flytja vörurnar til Íslands. Og síðast en ekki síst togar hinn frægi virðisaukaskattur verðið svona upp.
Neytendur Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira