120 millur, bravó! 16. janúar 2005 00:01 Sæll Egill Ég stóð reiður og hneykslaður upp frá sjónvarpinu. Harmur, volæði og hörmungar meðbræðra okkar við Indlandshaf urðu okkur tilefni til “skemmtikvölds” fyrir fjölskylduna. Aldrei hafa ljósvakamiðlarnir boðið okkur upp á aðra eins laugardagsskemmtun. Þarna voru öll helstu fjöðmiðlafífl þjóðarinnar sameinuð í ósmekklegri uppákomu sem þau bjuggu til sjálfum sér til upphefðar og fengu til liðs þá sem af hégóma eða hagsmunaástæðum töldu sig þurfa að auglýsa manngæsku sína. Hversvegna getur Baugur ekki stutt þá sem þjást, án þess að Jóhannes í Bónus skipti á 10 millum og röndóttum jakkafötum við Björgólf? Hvaða mannúð felst í því að bjóða upp Evrovisjónfrakka Pálma Gunnarssonar? Hvað meinar minn gamli kunningi Villi naglbítur, gáfaður og vel gerður piltur, með því að gera sig að einu fíflalegasa skoffíni ljósvakamiðlanna um þessar mundir? Hann getur ekki einusinni sýnt áhorfendum náttúruna án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði og það sem hann ætlar að sýna að aukatriði. Fátt er dapurlegra en fórnarlömb skyndifrægðar. Verst er þó þegar gamalreyndir sjónvarpsjaxlar geta ekki hamið sjálfsdýrkun sína, eins og glöggt kom fram í fallegasta og heiðarlegasta atriði þessarar makalausu samkomu, þegar fram komu tvö börn sem höfðu eytt dögum til að ganga í hús í Hlíðunum og safna fé handa nauðstöddum; afraksturinn, rúmar tvö þúsund krónur, dugir að minnstakosti tveim fjölskyldum á hamfarasvæðunum fyrir segldúksskýli og eldunaráhöldum. Þessi fallegu og einlægu börn voru meðhöndluð eins og aukaatriði sem á ekki heima meðal alvöru fólks. Hljóðneminn var rekinn upp að nefinu á þeim í flýti og asnaleg spurning borin fram. Börn kunna ekki að svara asnalegum spurningum og þá skipti engum togum, þau voru gefin upp á bátinn og Logi Bergmann og Svanhildur (heitir hún ekki Svanhildur?) tróðu sér framfyrir börnin og tóku að gorta af því hvað tekist hafði að hala inn fyrir hálsbindið hans Loga. Dapurlegasta atriði þessarar ósmekklegu montsamkomu var þó kapphlaup Sivjar, Þorgerðar og Steinunnar Valdísar ásamt meðreiðarsveinunum Sveppa, Pétri og Audda. Er þessu sjálfhverfa fólki ómögulegt að neita sér um fíflalæti, ef það telur sig geta með því vakið athygli? Hefði það ekki vakið meiri athygli, og jákvæðari, ef þessir sexmenningar hefðu sameinast í einlægni og samúðarfullri alvöru, án fíflaláta, og reynt að varpa ljósi á þær óendanlega þungu raunir sem lagðar eru á fólk á hamfarasvæðunum? Hvernig hefðu fórnarlömb hamfaranna á Flateyri og í Súðavík brugðist við ef þjóðin hefði efnt til ærslafullrar sjónvarpsskemmtunar með Stuðmönnum, Bubba og Bjögga af því að henni gafst með því kærkomið tækifæri til að auglýsa gæsku (hræsni) sína? Er mælikvarði manngæskunnar fólginn í því hve magnaða kvöldskemmtun við getum gert úr því þegar tugir eða hundruð þúsunda meðbræðra okkar tapa öllu, jafnvel lífinu? Af hverju voru ekki Karl biskup, Halldór forsætisráðherra og Ólafur forseti látnir keppa í hamborgaraáti, með Davíð sem tímavörð og Vigdísi sem dómara? Það hefði áreiðanlega hrært streng í brjóstum Íslendinga og orðið mörgum tilefni til gjafmildi. Það vakti athygli mína að Dorrit tók ekki þátt í þessum fíflalátum. Gott hjá henni. Sigurður Heiðar Jónsson ps. Undirritaður gaf ekki svo mikið sem krónu í kvöld, en hafði áður látið fáeinar krónur af hendi rakna, til Rauða krossins, minnugur þess sem móðir Teresa sagði - “þú skalt gefa svo mikið að þig muni um það” Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Egill Ég stóð reiður og hneykslaður upp frá sjónvarpinu. Harmur, volæði og hörmungar meðbræðra okkar við Indlandshaf urðu okkur tilefni til “skemmtikvölds” fyrir fjölskylduna. Aldrei hafa ljósvakamiðlarnir boðið okkur upp á aðra eins laugardagsskemmtun. Þarna voru öll helstu fjöðmiðlafífl þjóðarinnar sameinuð í ósmekklegri uppákomu sem þau bjuggu til sjálfum sér til upphefðar og fengu til liðs þá sem af hégóma eða hagsmunaástæðum töldu sig þurfa að auglýsa manngæsku sína. Hversvegna getur Baugur ekki stutt þá sem þjást, án þess að Jóhannes í Bónus skipti á 10 millum og röndóttum jakkafötum við Björgólf? Hvaða mannúð felst í því að bjóða upp Evrovisjónfrakka Pálma Gunnarssonar? Hvað meinar minn gamli kunningi Villi naglbítur, gáfaður og vel gerður piltur, með því að gera sig að einu fíflalegasa skoffíni ljósvakamiðlanna um þessar mundir? Hann getur ekki einusinni sýnt áhorfendum náttúruna án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði og það sem hann ætlar að sýna að aukatriði. Fátt er dapurlegra en fórnarlömb skyndifrægðar. Verst er þó þegar gamalreyndir sjónvarpsjaxlar geta ekki hamið sjálfsdýrkun sína, eins og glöggt kom fram í fallegasta og heiðarlegasta atriði þessarar makalausu samkomu, þegar fram komu tvö börn sem höfðu eytt dögum til að ganga í hús í Hlíðunum og safna fé handa nauðstöddum; afraksturinn, rúmar tvö þúsund krónur, dugir að minnstakosti tveim fjölskyldum á hamfarasvæðunum fyrir segldúksskýli og eldunaráhöldum. Þessi fallegu og einlægu börn voru meðhöndluð eins og aukaatriði sem á ekki heima meðal alvöru fólks. Hljóðneminn var rekinn upp að nefinu á þeim í flýti og asnaleg spurning borin fram. Börn kunna ekki að svara asnalegum spurningum og þá skipti engum togum, þau voru gefin upp á bátinn og Logi Bergmann og Svanhildur (heitir hún ekki Svanhildur?) tróðu sér framfyrir börnin og tóku að gorta af því hvað tekist hafði að hala inn fyrir hálsbindið hans Loga. Dapurlegasta atriði þessarar ósmekklegu montsamkomu var þó kapphlaup Sivjar, Þorgerðar og Steinunnar Valdísar ásamt meðreiðarsveinunum Sveppa, Pétri og Audda. Er þessu sjálfhverfa fólki ómögulegt að neita sér um fíflalæti, ef það telur sig geta með því vakið athygli? Hefði það ekki vakið meiri athygli, og jákvæðari, ef þessir sexmenningar hefðu sameinast í einlægni og samúðarfullri alvöru, án fíflaláta, og reynt að varpa ljósi á þær óendanlega þungu raunir sem lagðar eru á fólk á hamfarasvæðunum? Hvernig hefðu fórnarlömb hamfaranna á Flateyri og í Súðavík brugðist við ef þjóðin hefði efnt til ærslafullrar sjónvarpsskemmtunar með Stuðmönnum, Bubba og Bjögga af því að henni gafst með því kærkomið tækifæri til að auglýsa gæsku (hræsni) sína? Er mælikvarði manngæskunnar fólginn í því hve magnaða kvöldskemmtun við getum gert úr því þegar tugir eða hundruð þúsunda meðbræðra okkar tapa öllu, jafnvel lífinu? Af hverju voru ekki Karl biskup, Halldór forsætisráðherra og Ólafur forseti látnir keppa í hamborgaraáti, með Davíð sem tímavörð og Vigdísi sem dómara? Það hefði áreiðanlega hrært streng í brjóstum Íslendinga og orðið mörgum tilefni til gjafmildi. Það vakti athygli mína að Dorrit tók ekki þátt í þessum fíflalátum. Gott hjá henni. Sigurður Heiðar Jónsson ps. Undirritaður gaf ekki svo mikið sem krónu í kvöld, en hafði áður látið fáeinar krónur af hendi rakna, til Rauða krossins, minnugur þess sem móðir Teresa sagði - “þú skalt gefa svo mikið að þig muni um það”
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun