Snjóflóðahætta enn í Bolungarvík 5. janúar 2005 00:01 Snjóflóðahættuástand er enn í Bolungarvík en á Ísafirði og í Hnífsdal er fólki heimilt að snúa til síns heima. Snjóflóð féll á bæinn Hraun í Hnífsdal í gær. Gamla íbúðarhúsið eyðilagðist en búið var að rýma nýja íbúðarhúsið sem flóðið féll líka á. Mikið tjón varð hjá ábúendunum. Þá féll flóð á rað- og fjölbýlishús í Hnífsdal. Fjöldi húsa var rýmdur í Bolungarvík. 92 einstaklingar þurftu að yfirgefa heimili sín og nú síðdegis var framhaldið ákveðið. Einar Pétursson bæjarstjóri segir stöðuna óbreytta; 26 hús hafi verið rýmd og þau verða látin satnda á meðan beðið sé frekari upplýsinga um snjóalög og veðurspá. Smáflóð hafa fallið í Bolungarvík en að sögn Einars hefur ekkert tjón hlotist af. Hann segir að þrátt fyrir að svona margir hafi þurft að yfirgefa heimili sín hafi gengið furðuvel að koma öllum þeim fjölda fyrir annars staðar. Búið var að rýma svæði í norðanverðum Hnífsdal en flóð féllu á nokkur hús þar. Tjón varð þegar snjóflóð féll á bæinn Hraun. Bóndinn á bænum, Hjálmar Sigurðsson, segir hann ónýtan og telur að allar sínar vélar og tæki séu það sömuleiðis. Hann segist ekki vita til þess að svona stórt flóð hafi fallið þarna áður og reyndar séu ekki til sagnir um slíkt undanfarnar þrjár aldir. Nýja íbúðarhúsið stendur aðeins frá gamla húsinu og var byggt undir hrygg í fjallinu, að yfirlögðu ráði, enda hafa komið snjóflóð sem hafa klofnað á hryggnum sem hefur varið nýja íbúðarhúsið. Þá féllu flóð á raðhús og fjölbýlishús sem stendur í norðanverðum Hnífsdal og hlutust skemmdir af. Reyndar er búið að ákveða að kaupa húsin á þessu svæði upp þannig að ekki verður búið þar í framtíðinni. Almannavarnarnefnd Ísafjarðar ákvað nú undir kvöld að aflétta hættuástandi og fara yfir á svokallað viðbúnaðarstig. Það þýðir að þeir íbúar sem vilja mega snúa aftur til síns heima en nokkur fjöldi, eða rúmlega 40 manns, þurfti að fara að heiman vegna hættu á snjóflóðum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir vel hafa gengið að koma því fólki fyrir. Rafmagn er þó ekki komið á í þeim húsum sem flóð féllu á í Hnífsdal. Halldór varar fólk við að vera á ferli undir hlíðum, þótt ekki sé talin hætta á snjóflóðum á svæðinu núna. Flóð geti fallið í bröttum hlíðum þar snjór safnast upp þótt ekki sé von á snjóflóðum í byggð. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Snjóflóðahættuástand er enn í Bolungarvík en á Ísafirði og í Hnífsdal er fólki heimilt að snúa til síns heima. Snjóflóð féll á bæinn Hraun í Hnífsdal í gær. Gamla íbúðarhúsið eyðilagðist en búið var að rýma nýja íbúðarhúsið sem flóðið féll líka á. Mikið tjón varð hjá ábúendunum. Þá féll flóð á rað- og fjölbýlishús í Hnífsdal. Fjöldi húsa var rýmdur í Bolungarvík. 92 einstaklingar þurftu að yfirgefa heimili sín og nú síðdegis var framhaldið ákveðið. Einar Pétursson bæjarstjóri segir stöðuna óbreytta; 26 hús hafi verið rýmd og þau verða látin satnda á meðan beðið sé frekari upplýsinga um snjóalög og veðurspá. Smáflóð hafa fallið í Bolungarvík en að sögn Einars hefur ekkert tjón hlotist af. Hann segir að þrátt fyrir að svona margir hafi þurft að yfirgefa heimili sín hafi gengið furðuvel að koma öllum þeim fjölda fyrir annars staðar. Búið var að rýma svæði í norðanverðum Hnífsdal en flóð féllu á nokkur hús þar. Tjón varð þegar snjóflóð féll á bæinn Hraun. Bóndinn á bænum, Hjálmar Sigurðsson, segir hann ónýtan og telur að allar sínar vélar og tæki séu það sömuleiðis. Hann segist ekki vita til þess að svona stórt flóð hafi fallið þarna áður og reyndar séu ekki til sagnir um slíkt undanfarnar þrjár aldir. Nýja íbúðarhúsið stendur aðeins frá gamla húsinu og var byggt undir hrygg í fjallinu, að yfirlögðu ráði, enda hafa komið snjóflóð sem hafa klofnað á hryggnum sem hefur varið nýja íbúðarhúsið. Þá féllu flóð á raðhús og fjölbýlishús sem stendur í norðanverðum Hnífsdal og hlutust skemmdir af. Reyndar er búið að ákveða að kaupa húsin á þessu svæði upp þannig að ekki verður búið þar í framtíðinni. Almannavarnarnefnd Ísafjarðar ákvað nú undir kvöld að aflétta hættuástandi og fara yfir á svokallað viðbúnaðarstig. Það þýðir að þeir íbúar sem vilja mega snúa aftur til síns heima en nokkur fjöldi, eða rúmlega 40 manns, þurfti að fara að heiman vegna hættu á snjóflóðum. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, segir vel hafa gengið að koma því fólki fyrir. Rafmagn er þó ekki komið á í þeim húsum sem flóð féllu á í Hnífsdal. Halldór varar fólk við að vera á ferli undir hlíðum, þótt ekki sé talin hætta á snjóflóðum á svæðinu núna. Flóð geti fallið í bröttum hlíðum þar snjór safnast upp þótt ekki sé von á snjóflóðum í byggð.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira