Úrslitaleikur Hauka og Keflavíkur í Digranesi 10. desember 2005 12:00 Úrslitaleikurinn í Powerade-bikarkeppni kvenna fer fram klukkan tvö í dag á óvenjulegum stað en leikurinn fer fram í Digranesi þar sem fáir stórleikir í körfubolta hafa farið fram. Það eru Keflavík og Haukar sem mætast en það kemur ekki á óvart þar sem þetta eru sterkustu lið landsins ásamt Grindavík. Haukar mæta til leiks án þjálfarans síns Ágústs Björgvinssonar, sem er í leikbanni, en Keflavík verður án gömlu kempunnar Önnu Maríu Sveinsdóttur sem þurfti að leggjast undir hnífinn vegna hnémeiðsla og leikur því ekki meir á árinu. "Ég má vera í stúkunni og mun reyna að láta lítið fyrir mér fara," sagði Ágúst Björgvinsson en hann mun treysta aðstoðarþjálfara sínum, Ingva Gunnarssyni, fullkomlega fyrir verkefninu. "Það verður erfitt að sitja á sér en ég verð að vera stilltur að þessu sinni," sagði Ágúst, sem er nokkuð sáttur við íþróttahúsið þó hann hefði frekar viljað leika á parketti en dúki. Liðin mættust í Keflavík í vikunni og þá gerðu Haukastúlkur sér lítið fyrir og sigruðu, 60-75. "Það er skarð fyrir skildi að Anna María geti ekki verið með. Annars eru allar hinar stelpurnar í fínu standi," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur. "Við eigum harma að hefna síðan þær komu hingað og sigruðu okkur. Þá spiluðum við illa en við lofum að gera betur núna og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur." Dominos-deild kvenna Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira
Úrslitaleikurinn í Powerade-bikarkeppni kvenna fer fram klukkan tvö í dag á óvenjulegum stað en leikurinn fer fram í Digranesi þar sem fáir stórleikir í körfubolta hafa farið fram. Það eru Keflavík og Haukar sem mætast en það kemur ekki á óvart þar sem þetta eru sterkustu lið landsins ásamt Grindavík. Haukar mæta til leiks án þjálfarans síns Ágústs Björgvinssonar, sem er í leikbanni, en Keflavík verður án gömlu kempunnar Önnu Maríu Sveinsdóttur sem þurfti að leggjast undir hnífinn vegna hnémeiðsla og leikur því ekki meir á árinu. "Ég má vera í stúkunni og mun reyna að láta lítið fyrir mér fara," sagði Ágúst Björgvinsson en hann mun treysta aðstoðarþjálfara sínum, Ingva Gunnarssyni, fullkomlega fyrir verkefninu. "Það verður erfitt að sitja á sér en ég verð að vera stilltur að þessu sinni," sagði Ágúst, sem er nokkuð sáttur við íþróttahúsið þó hann hefði frekar viljað leika á parketti en dúki. Liðin mættust í Keflavík í vikunni og þá gerðu Haukastúlkur sér lítið fyrir og sigruðu, 60-75. "Það er skarð fyrir skildi að Anna María geti ekki verið með. Annars eru allar hinar stelpurnar í fínu standi," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur. "Við eigum harma að hefna síðan þær komu hingað og sigruðu okkur. Þá spiluðum við illa en við lofum að gera betur núna og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur."
Dominos-deild kvenna Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sjá meira