Síminn sækir 35 milljarða 9. desember 2005 03:30 Á hluthafafundi Símans 20. desember verður samþykkt heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins um að minnsta kosti 35 milljarða króna að markaðsvirði. Jafnframt verður samþykktum Símans breytt þannig að fyrirtækinu verður heimilt að veita aðra þjónustu en snýr eingöngu að fjarskipta- og upplýsingatækni. Til samanburðar var Síminn seldur á tæpa 67 milljarða í lok síðasta sumars. "Við gefum ekki upp að hvaða verkefnum við vinnum," sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, um hvaða verkefni væru fram undan sem nota ætti milljarðana í. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist hafa heyrt af því að Síminn sé að skoða möguleika á að selja raforku í smásölu. Eftir áramót taka ný lög gildi sem heimila fyrirtækjum, sem hafa leyfi stjórnvalda, að selja raforku beint til fyrirtækja og einstaklinga. Spurður um þetta ítrekaði Brynjólfur að ekki væri gefið upp að hvaða verkefnum væri unnið innan fyrirtækisins. Síminn væri þjónustufyrirtæki sem hygðist vinna á fleiri mörkuðum en þeim sem sneru eingöngu að fjarskiptum, upplýsingatækni og afþreyingu. Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður Skipta, sem á tæp 99 prósent hlutafjár Símans, vildi heldur ekki gefa upp áform fyrirtækisins. "Við erum að sækja nýtt hlutafé til að stjórnin hafi rými til athafna," sagði Erlendur. Báðir sögðu ýmis verkefni í skoðun, bæði hérlendis og erlendis. "Við munum setja mark okkar á fyrirtækið í framhaldinu og því má búast við breytingum," sagði Lýður Guðmundsson eftir að hann var kjörinn nýr stjórnarformaður Símans í september. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri segir aðeins Hitaveitu Suðurnesja hafa fengið formlegt leyfi til að selja raforku utan dreifisvæðis síns. Dreifiveitur hafi frest til áramóta til að sækja um formlegt leyfi. Aðrir aðilar séu einnig að skoða slíka möguleika. Hún segist ekki vita hvort Síminn sé einn þeirra. Sömu sögu hefur Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orkumála í iðnaðarráðueytinu, að segja. Þeir sem hyggjast selja raforku í smásölu án þess að framleiða hana sjálfir verða að gera orkukaupasamning við raforkuframleiðendur. Landsvirkjun er með markaðsráðandi stöðu og á raforku aflögu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki vita til þess að búið sé að ganga frá neinum slíkum samningum. Innlent Viðskipti Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Á hluthafafundi Símans 20. desember verður samþykkt heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins um að minnsta kosti 35 milljarða króna að markaðsvirði. Jafnframt verður samþykktum Símans breytt þannig að fyrirtækinu verður heimilt að veita aðra þjónustu en snýr eingöngu að fjarskipta- og upplýsingatækni. Til samanburðar var Síminn seldur á tæpa 67 milljarða í lok síðasta sumars. "Við gefum ekki upp að hvaða verkefnum við vinnum," sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, um hvaða verkefni væru fram undan sem nota ætti milljarðana í. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist hafa heyrt af því að Síminn sé að skoða möguleika á að selja raforku í smásölu. Eftir áramót taka ný lög gildi sem heimila fyrirtækjum, sem hafa leyfi stjórnvalda, að selja raforku beint til fyrirtækja og einstaklinga. Spurður um þetta ítrekaði Brynjólfur að ekki væri gefið upp að hvaða verkefnum væri unnið innan fyrirtækisins. Síminn væri þjónustufyrirtæki sem hygðist vinna á fleiri mörkuðum en þeim sem sneru eingöngu að fjarskiptum, upplýsingatækni og afþreyingu. Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður Skipta, sem á tæp 99 prósent hlutafjár Símans, vildi heldur ekki gefa upp áform fyrirtækisins. "Við erum að sækja nýtt hlutafé til að stjórnin hafi rými til athafna," sagði Erlendur. Báðir sögðu ýmis verkefni í skoðun, bæði hérlendis og erlendis. "Við munum setja mark okkar á fyrirtækið í framhaldinu og því má búast við breytingum," sagði Lýður Guðmundsson eftir að hann var kjörinn nýr stjórnarformaður Símans í september. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri segir aðeins Hitaveitu Suðurnesja hafa fengið formlegt leyfi til að selja raforku utan dreifisvæðis síns. Dreifiveitur hafi frest til áramóta til að sækja um formlegt leyfi. Aðrir aðilar séu einnig að skoða slíka möguleika. Hún segist ekki vita hvort Síminn sé einn þeirra. Sömu sögu hefur Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orkumála í iðnaðarráðueytinu, að segja. Þeir sem hyggjast selja raforku í smásölu án þess að framleiða hana sjálfir verða að gera orkukaupasamning við raforkuframleiðendur. Landsvirkjun er með markaðsráðandi stöðu og á raforku aflögu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segist ekki vita til þess að búið sé að ganga frá neinum slíkum samningum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira