Fordæmum pyndingar Bush- stjórnarinnar 17. nóvember 2005 04:00 Sífellt fleiri óhæfuverk Bandaríkjahers hafa komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum. Svo virðist sem bandarískir fjölmiðlar séu loksins að taka við sér og opna augun eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í að sannfæra bandarískan almenning og fréttastofur Vesturlanda um réttmæti stríðsaðgerða síðustu ára eftir forskrift spunameistara Bush stjórnarinnar. Uppljóstranir The Washington Post um leynileg fangelsi sem notuðu eru í þeim tilgagni að fela handtekna menn fyrir þeim sem eiga að fylgjast með að þeir hljóti mannsæmandi meðferð eru ekkert annað en skelfileg staðfesting á því sem marga hefur grunað í nokkurn tíma. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar eru athygliverð. Neita tilvist slíkra fangelsa en fyrirskipa jafnframt rannsókn á því hver lak upplýsingunum um þau til blaðamanna The Washington Post. Í kjölfarið bárust fréttir í fréttaritinu Time af handtöku Manadel al-Jamadi, uppreisnarmanns sem talinn var tengjast sprengingum í Bagdad. Eftir að hafa verið yfirheyrður í 90 mínútur, í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi, var hann úrskurðaður látinn vegna köfnunar og af áverkum af völdum bareflis samkvæmt krufningarskýrslum sem blaðið hefur undir höndum. Síðar birtust myndir á netinu af hermönnum brosandi yfir líkinu. Leyniþjónustumaðurinn Mark Swanner sem yfirheyrði manninn kannast ekki við neitt og starfar enn fyrir CIA. Við fréttir sem þessar, sem virðast byggðar á nokkuð áreiðanlegum heimildum, er ekki nema von að tvær grímur renni á þá sem stutt hafa einarðlega allar aðgerðir sem varða stríð gegn hryðjuverkum. Enda er svo komið að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum eru loksins að vakna upp af þyrnirósarsvefni sínum gagnvart framgöngu hersins í Írak og víðar. Öldungardeildarþingmaðurinn John MCain, sem sjálfur var pyntaður í Víetnamstríðinu, lýsti því til dæmis yfir fyrir skömmu að pyntingar ættu ekki að líðast af hálfu Bandríkjahers. Stjórnmálin eru komin heldur lengra í Bretlandi þar sem senn hyllir undir endalok ferils Tony Blair eftir að þingið hafnaði tillögu stjórnarinnar um að ganga á borgaraleg réttindi til varnar hryðjuverkum. Til marks um hversu úr takti við raunveruleikann forsætisráðherrann breski virðist orðinn lét hann hafa eftir sér að það væri í góðu lagi að tapa atkvæðagreiðslu ef maður hefði góðan málstað. Málstaður sá að heimila fangelsun fólks án sérstakrar ástæðu í allt að þrjá mánuði. Út af standa viðbrögð Íslendinga við göslaralegri framgöngu haukanna í Washington. Við getum ekki látið það óátalið að hluti af hernaðaraðgerðum sem ríkisstjórnin styður felist í að kæfa handtekna menn með plastpoka og birta myndir af stirðnuðum búk þess handtekna með glottandi böðlunum. Er ekki kominn tími til þess að Íslendingar mótmæli með formlegum hætti við bandarísk stjórnvöld framgöngu þeirra í hryðjuverkastríðinu? Þögnin er ekkert annað en aumlegt samþykki við því að fótum séu troðin grunngildi vestrænna þjóða. Gildi sem hryðjuverkastríðið snérist upphaflega um að vernda fyrir óðum öfgamönnum. Höfundur er laganemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Samúel Karl Ólason,Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri óhæfuverk Bandaríkjahers hafa komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum. Svo virðist sem bandarískir fjölmiðlar séu loksins að taka við sér og opna augun eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í að sannfæra bandarískan almenning og fréttastofur Vesturlanda um réttmæti stríðsaðgerða síðustu ára eftir forskrift spunameistara Bush stjórnarinnar. Uppljóstranir The Washington Post um leynileg fangelsi sem notuðu eru í þeim tilgagni að fela handtekna menn fyrir þeim sem eiga að fylgjast með að þeir hljóti mannsæmandi meðferð eru ekkert annað en skelfileg staðfesting á því sem marga hefur grunað í nokkurn tíma. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar eru athygliverð. Neita tilvist slíkra fangelsa en fyrirskipa jafnframt rannsókn á því hver lak upplýsingunum um þau til blaðamanna The Washington Post. Í kjölfarið bárust fréttir í fréttaritinu Time af handtöku Manadel al-Jamadi, uppreisnarmanns sem talinn var tengjast sprengingum í Bagdad. Eftir að hafa verið yfirheyrður í 90 mínútur, í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi, var hann úrskurðaður látinn vegna köfnunar og af áverkum af völdum bareflis samkvæmt krufningarskýrslum sem blaðið hefur undir höndum. Síðar birtust myndir á netinu af hermönnum brosandi yfir líkinu. Leyniþjónustumaðurinn Mark Swanner sem yfirheyrði manninn kannast ekki við neitt og starfar enn fyrir CIA. Við fréttir sem þessar, sem virðast byggðar á nokkuð áreiðanlegum heimildum, er ekki nema von að tvær grímur renni á þá sem stutt hafa einarðlega allar aðgerðir sem varða stríð gegn hryðjuverkum. Enda er svo komið að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum eru loksins að vakna upp af þyrnirósarsvefni sínum gagnvart framgöngu hersins í Írak og víðar. Öldungardeildarþingmaðurinn John MCain, sem sjálfur var pyntaður í Víetnamstríðinu, lýsti því til dæmis yfir fyrir skömmu að pyntingar ættu ekki að líðast af hálfu Bandríkjahers. Stjórnmálin eru komin heldur lengra í Bretlandi þar sem senn hyllir undir endalok ferils Tony Blair eftir að þingið hafnaði tillögu stjórnarinnar um að ganga á borgaraleg réttindi til varnar hryðjuverkum. Til marks um hversu úr takti við raunveruleikann forsætisráðherrann breski virðist orðinn lét hann hafa eftir sér að það væri í góðu lagi að tapa atkvæðagreiðslu ef maður hefði góðan málstað. Málstaður sá að heimila fangelsun fólks án sérstakrar ástæðu í allt að þrjá mánuði. Út af standa viðbrögð Íslendinga við göslaralegri framgöngu haukanna í Washington. Við getum ekki látið það óátalið að hluti af hernaðaraðgerðum sem ríkisstjórnin styður felist í að kæfa handtekna menn með plastpoka og birta myndir af stirðnuðum búk þess handtekna með glottandi böðlunum. Er ekki kominn tími til þess að Íslendingar mótmæli með formlegum hætti við bandarísk stjórnvöld framgöngu þeirra í hryðjuverkastríðinu? Þögnin er ekkert annað en aumlegt samþykki við því að fótum séu troðin grunngildi vestrænna þjóða. Gildi sem hryðjuverkastríðið snérist upphaflega um að vernda fyrir óðum öfgamönnum. Höfundur er laganemi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun