Mikið af falsaðri merkjavöru 28. desember 2004 00:01 Aukið eftirlit hefur skilað sér í því að hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru voru haldlögð á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Brot á lögum um vörumerki geta varðað fangelsi allt að þrjá mánuði. Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum. "Þeir sem flytja inn og selja falsaða merkjavöru geta átt von á opinberri málsókn frá ákæruvaldi og refsingu," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttalögmaður. Tollgæslan Keflavíkurflugvelli hefur á þessu ári lagt hald á hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru, aðallega fatnað og blekhylki. "Eftirlit hefur verið að aukast og í kjölfarið erum við að finna miklu fleiri sendingar af falsaðri merkjavöru," segir Guðbjörn Guðbjörnsson, deildarstjóri fraktdeildar Tollgæslunnar Keflavíkurflugvelli. "Þessi mál eru einnig mjög í brennidepli í nágrannalöndum okkar þannig að oft fáum við vísbendingar um slíkan innflutning erlendis frá." Rannsókn málanna stendur yfir en að sögn Guðbjörns eru brotin litin alvarlegum augum. "Sá sem af ásetningi brýtur gegn lögum um vörumerki þarf að sæta sektum og refsing getur eftir atvikum varðað fangelsi allt að þrjá mánuði," segir Hróbjartur. "Þá getur fyrirtæki sem stendur í fölsun sjálft fengið á sig fjársekt til viðbótar sekt einstaklingsins sem í hlut á." Innflutningur falsaðra merkjavara kemur alltaf upp annað slagið hér á landi að sögn Hróbjarts þrátt fyrir að slík mál endi ekki öll með ákæru. "Til þess að hægt sé að refsa þarf ásetningur um brot að liggja að baki," segir Hróbjartur. "Vara getur komið hingað til lands án þess að menn hafi ásetning til að brjóta af sér, það er hægt að kaupa vöru án þess að vera viss um að hún sé fölsuð. Hægt að stöðva dreifingu á slíkum vörum án þess að viðkomandi aðilum sé refsað persónulega." Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum, sérstaklega í Asíu og Austur-Evrópu að sögn Hróbjarts. "Þar fer víða fram skipulögð framleiðsla á fölsuðum varningi í þeim tilgangi að hagnast á þekktum vörumerkjum," segir Hróbjartur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Aukið eftirlit hefur skilað sér í því að hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru voru haldlögð á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Brot á lögum um vörumerki geta varðað fangelsi allt að þrjá mánuði. Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum. "Þeir sem flytja inn og selja falsaða merkjavöru geta átt von á opinberri málsókn frá ákæruvaldi og refsingu," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttalögmaður. Tollgæslan Keflavíkurflugvelli hefur á þessu ári lagt hald á hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru, aðallega fatnað og blekhylki. "Eftirlit hefur verið að aukast og í kjölfarið erum við að finna miklu fleiri sendingar af falsaðri merkjavöru," segir Guðbjörn Guðbjörnsson, deildarstjóri fraktdeildar Tollgæslunnar Keflavíkurflugvelli. "Þessi mál eru einnig mjög í brennidepli í nágrannalöndum okkar þannig að oft fáum við vísbendingar um slíkan innflutning erlendis frá." Rannsókn málanna stendur yfir en að sögn Guðbjörns eru brotin litin alvarlegum augum. "Sá sem af ásetningi brýtur gegn lögum um vörumerki þarf að sæta sektum og refsing getur eftir atvikum varðað fangelsi allt að þrjá mánuði," segir Hróbjartur. "Þá getur fyrirtæki sem stendur í fölsun sjálft fengið á sig fjársekt til viðbótar sekt einstaklingsins sem í hlut á." Innflutningur falsaðra merkjavara kemur alltaf upp annað slagið hér á landi að sögn Hróbjarts þrátt fyrir að slík mál endi ekki öll með ákæru. "Til þess að hægt sé að refsa þarf ásetningur um brot að liggja að baki," segir Hróbjartur. "Vara getur komið hingað til lands án þess að menn hafi ásetning til að brjóta af sér, það er hægt að kaupa vöru án þess að vera viss um að hún sé fölsuð. Hægt að stöðva dreifingu á slíkum vörum án þess að viðkomandi aðilum sé refsað persónulega." Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum, sérstaklega í Asíu og Austur-Evrópu að sögn Hróbjarts. "Þar fer víða fram skipulögð framleiðsla á fölsuðum varningi í þeim tilgangi að hagnast á þekktum vörumerkjum," segir Hróbjartur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira