Ólætin í Grindavík rædd á morgun 27. desember 2004 00:01 Bæjarráð Grindavíkur hittist á morgun til að ræða ólæti sem brutust út á jóladagskvöld fimmtu jólin í röð. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að í samráði við bæjarbúa verði leitað allra leiða til koma í veg fyrir að þetta ástand verði viðvarandi. Slík skrílslæti hafa þekkst á gamlárskvöld og þrettándanum á fleiri stöðum á landinu í gegnum tíðina. "Það var auðséð að við réðum ekkert við ástandið. Þarna voru á ferð nokkrir ólátabelgir sem höfðu safnað áhorfendum sem hvöttu þá til dáða," segir Hlöðver Magnússon, aðstoðarvarðstjóri á Selfossi, en þar var ástandið slæmt á þrettándanum um nokkurt skeið. Hlöðver meiddist á auga og á höfði í látum árið 1980 þegar hann fékk tvö klakastykki í hausinn sem kastað var að lögreglumönnunum. Næstu tvö ár á eftir var fengin hjálp frá lögreglunni úr Reykjavík til að vinna bug á ástandinu. Guðjón Axelsson, hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ástandið hafi verið orðið gott um árið 1985. Fram að þeim tíma hafi óeirðaseggirnir hent drasli og dóti út á götur, hvolft úr ruslafötum og brotið rúður í húsum. Hann segir að upphaflega hafi slík læti verið bundin við gamlárskvöld þegar ekkert sjónvarp var. En ólætin hafi færst yfir á þrettándann þegar föst dagskrá var í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Ófremdarástand var í Hafnarfirði í tuttugu til þrjátíu ár á þrettándanum þar til fyrir um tíu árum síðan. Þar safnaðist fjöldi ungmenna saman í miðbænum. Rúður voru brotnar, bílum velt og bátar dregnir eftir götum. Ólafur Emilsson, hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að með samstilltu átaki margra hafi tekist að vinna bug á ólátunum og er Hafnarfjörður nú friðsæll og til fyrirmyndar á þrettándanum. Stríðsástand var á Sauðárkróki á gamlárskvöld í fjölda ára. Bæjaryfirvöldum, sýslumanni og lögreglu tókst hins vegar að stöðva þróunina og hefur ástandið verið mjög gott síðustu 23 ár að sögn Guðmundar Óla Pálssonar, varðstjóra á Sauðárkróki. Guðmundur segir að ólætin hafi byrjað um kvöldmatarleytið á gamlárskvöld og þau hafi staðið í þrjá til fjóra klukkutíma. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Bæjarráð Grindavíkur hittist á morgun til að ræða ólæti sem brutust út á jóladagskvöld fimmtu jólin í röð. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að í samráði við bæjarbúa verði leitað allra leiða til koma í veg fyrir að þetta ástand verði viðvarandi. Slík skrílslæti hafa þekkst á gamlárskvöld og þrettándanum á fleiri stöðum á landinu í gegnum tíðina. "Það var auðséð að við réðum ekkert við ástandið. Þarna voru á ferð nokkrir ólátabelgir sem höfðu safnað áhorfendum sem hvöttu þá til dáða," segir Hlöðver Magnússon, aðstoðarvarðstjóri á Selfossi, en þar var ástandið slæmt á þrettándanum um nokkurt skeið. Hlöðver meiddist á auga og á höfði í látum árið 1980 þegar hann fékk tvö klakastykki í hausinn sem kastað var að lögreglumönnunum. Næstu tvö ár á eftir var fengin hjálp frá lögreglunni úr Reykjavík til að vinna bug á ástandinu. Guðjón Axelsson, hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ástandið hafi verið orðið gott um árið 1985. Fram að þeim tíma hafi óeirðaseggirnir hent drasli og dóti út á götur, hvolft úr ruslafötum og brotið rúður í húsum. Hann segir að upphaflega hafi slík læti verið bundin við gamlárskvöld þegar ekkert sjónvarp var. En ólætin hafi færst yfir á þrettándann þegar föst dagskrá var í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Ófremdarástand var í Hafnarfirði í tuttugu til þrjátíu ár á þrettándanum þar til fyrir um tíu árum síðan. Þar safnaðist fjöldi ungmenna saman í miðbænum. Rúður voru brotnar, bílum velt og bátar dregnir eftir götum. Ólafur Emilsson, hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að með samstilltu átaki margra hafi tekist að vinna bug á ólátunum og er Hafnarfjörður nú friðsæll og til fyrirmyndar á þrettándanum. Stríðsástand var á Sauðárkróki á gamlárskvöld í fjölda ára. Bæjaryfirvöldum, sýslumanni og lögreglu tókst hins vegar að stöðva þróunina og hefur ástandið verið mjög gott síðustu 23 ár að sögn Guðmundar Óla Pálssonar, varðstjóra á Sauðárkróki. Guðmundur segir að ólætin hafi byrjað um kvöldmatarleytið á gamlárskvöld og þau hafi staðið í þrjá til fjóra klukkutíma.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira