Árangur eða óvissa áfram? Guðmundur Magnússon skrifar 18. nóvember 2004 00:01 Þeir sem vonuðust til þess að línur um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli skýrðust á fundi Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra Íslands og Colins Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington á þriðjudaginn hafa réttmæta ástæðu til að vera vonsviknir. Óljóst er hvaða þýðingu fundurinn hefur og hvað raunverulega fór á milli ráðherranna. Enn er ekki hægt að svara því með neinum afdráttarlausum hætti hvaða varnarviðbúnað Bandaríkjamenn geta fallist á að að hafa hér á landi til lengri tíma litið. Fáir hafa orðið til þess að leggja orð í belg um fundinn. Alþingismenn virðast flestir kjósa að hinkra við og heyra nánari skýringar og útlistanir frá Davíð Oddssyni en hann mun væntanlegur til landsins um helgina. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem jafnan er í nánu sambandi við utanríkisráðherra, sagði í leiðara blaðsins á miðvikudaginn að fundurinn virtist “á flesta lund hafa verið jákvæður”. Ekki kom fram að hvaða leyti fundurinn væri það ekki. Veit ritstjórinn ef til vill eitthvað sem ekki hefur komið fram opinberlega? Athyglisvert að Colin Powell vildi ekki segja orð við fjölmiðla eftir fundinn. Engar fregnir um viðræðurnar er að hafa í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Engin sameiginleg tilkynning var gefin út eins og gert var þegar Davíð, þá forsætisráðherra, hitti George Bush forseta í Hvíta húsinu 6. júlí í sumar. Af þessum sökum er Davíð Oddsson sá eini sem er til frásagnar um fundinn opinberlega. Með honum voru nokkrir starfsmenn utanríkisráðuneytisins en þeir eru bundnir þagnarskyldu. Frásögn Davíðs af fundinum með Powell vekur satt að segja fleiri spurningar en hún svarar. Ástæða er til að vekja athygli á varfærnislegu orðalagi Davíðs í viðtölum við fjölmiðla. Tökum til dæmis viðtalið í Morgunblaðinu á miðvikudaginn: ”Mér finnst að málið sé núna komið í öruggari farveg, þó að hann sé ekki orðinn endanlegur”. ”[Davíð] sagðist vona og treysta því að menn mundu finna niðurstöðu sem væri ásættanleg”. ”Ég tel að núna horfi málið þannig við, að sé orðið viðurkennt sjónarmið að það eigi að vera tilteknar varanlegar loftvarnir á Íslandi.... ” ”Þetta finnst mér vera undirliggjandi...” Ýmsir urðu fyrir vonbrigðum með fund Davíðs Oddssonar og George Bush í sumar. Það stafaði af því að hinir sömu héldu að einhver niðurstaða um framtíð varnarliðsins fengist á fundinum eða einhver skýr fyrirheit yrðu gefin. Svo var ekki. Öllum dyrum var haldið opnum með vinsamlegu orðalagi. Bush lofaði að skoða málið með opnum huga. Málið sem hann ætlaði að skoða voru eindregin tilmæli ríkisstjórnar Íslands að hér á landi yrði áfram haldið uppi loftvörnum með lágmarksfjölda F-15 orrustuþotna. Slíkum þotum fylgir þyrlubjörgunarsveit og margs konar önnur umsvif. Ríkisstjórnin segir að Íslendingar geti ekki einir þjóða verið án trúverðugra loftvarna. Það eru hin hernaðarlegu rök í málinu. Engum dylst hitt að varnarliðsmálið snýr einnig að efnahags- og atvinnumálum. Staðsetning bandarískra orrustuþotna í Keflavík felur sem alkunna er í sér umtalsverð atvinnuleg og efnahagsleg umsvif Bandaríkjamanna hér á landi. Davíð Oddsson greindi frá fyrirhuguðum fundi með Powell á Alþingi 2. nóvember og sagði síðan í blaðaviðtali: "Ég bind vonir við að það meginviðhorf sem mér fannst ríkjandi á fundi mínum með Bush verði ráðandi fyrir þessar viðræður og að við getum að minnsta kosti komist verulega áleiðis við að draga úr þeirri óvissu sem hér hefur verið í Keflavík." Hér er enn ástæða til horfa á orðalag Davíðs. "Mér fannst..." og svo væntingarnar um fundinn sem var á þriðjudaginn: að komast verulega áleiðis. Miðað við þær upplýsingar sem Davíð hefur veitt opinberlega er tæpast hægt að tala um að hann hafi komist verulega áleiðis með erindi sitt. Enn er verið að tala almennum orðum um sömu hlutina og á fundinum með Bush í sumar, þ.e. aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga í rekstri Keflavíkurflugvallar. Engar beinar tillögur í því efni virðast hins vegar hafa verið ræddar né vera á borðinu. Allt er í óvissu um F-15 þoturnar og fylgifiska þeirra. Málin á að ræða í framhaldsviðræðum við embættismenn í utantíkisráðuneytinu og varnarmálaráðuneytinu í janúar á næsta ári. Þetta vekur upp þá spurningu hvort fundurinn með Powell hafi jafnvel verið tilgangslaus. Hvort óvænt ákvörðun um afsögn hans hafi spilað inn í tíðindaleysi fundarins? Um það skal ekkert fullyrt. Vel má vera að hér sem oftar holi dropinn steininn. Að minnsta kosti er tæpast hægt að segja að afturkippur hafi komið í málið eins og það snýr að íslenskum stjórnvöldum. En allt gengur þetta afar hægt fyrir sig sem getur ekki merkt annað en að bandarísk stjórnvöld séu - þrátt fyrir alla vinsemdina og "opinn huga" forsetans - treg til að fallast á meginkröfur ríkisstjórnar Íslands. Niðurstaða þessara hugleiðinga er að sama óvissan um framtíð varnarliðsins sé enn til staðar eftir fund Davíðs og Powell og var fyrir hann. Það verður þá varla fyrr en í fyrsta lagi á vordögum á næsta ári, þegar embættismannaviðræðurnar verða komnar á rekspöl, sem mál fara að skýrast.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem vonuðust til þess að línur um framtíð bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli skýrðust á fundi Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra Íslands og Colins Powell utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington á þriðjudaginn hafa réttmæta ástæðu til að vera vonsviknir. Óljóst er hvaða þýðingu fundurinn hefur og hvað raunverulega fór á milli ráðherranna. Enn er ekki hægt að svara því með neinum afdráttarlausum hætti hvaða varnarviðbúnað Bandaríkjamenn geta fallist á að að hafa hér á landi til lengri tíma litið. Fáir hafa orðið til þess að leggja orð í belg um fundinn. Alþingismenn virðast flestir kjósa að hinkra við og heyra nánari skýringar og útlistanir frá Davíð Oddssyni en hann mun væntanlegur til landsins um helgina. Ritstjóri Morgunblaðsins, sem jafnan er í nánu sambandi við utanríkisráðherra, sagði í leiðara blaðsins á miðvikudaginn að fundurinn virtist “á flesta lund hafa verið jákvæður”. Ekki kom fram að hvaða leyti fundurinn væri það ekki. Veit ritstjórinn ef til vill eitthvað sem ekki hefur komið fram opinberlega? Athyglisvert að Colin Powell vildi ekki segja orð við fjölmiðla eftir fundinn. Engar fregnir um viðræðurnar er að hafa í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Engin sameiginleg tilkynning var gefin út eins og gert var þegar Davíð, þá forsætisráðherra, hitti George Bush forseta í Hvíta húsinu 6. júlí í sumar. Af þessum sökum er Davíð Oddsson sá eini sem er til frásagnar um fundinn opinberlega. Með honum voru nokkrir starfsmenn utanríkisráðuneytisins en þeir eru bundnir þagnarskyldu. Frásögn Davíðs af fundinum með Powell vekur satt að segja fleiri spurningar en hún svarar. Ástæða er til að vekja athygli á varfærnislegu orðalagi Davíðs í viðtölum við fjölmiðla. Tökum til dæmis viðtalið í Morgunblaðinu á miðvikudaginn: ”Mér finnst að málið sé núna komið í öruggari farveg, þó að hann sé ekki orðinn endanlegur”. ”[Davíð] sagðist vona og treysta því að menn mundu finna niðurstöðu sem væri ásættanleg”. ”Ég tel að núna horfi málið þannig við, að sé orðið viðurkennt sjónarmið að það eigi að vera tilteknar varanlegar loftvarnir á Íslandi.... ” ”Þetta finnst mér vera undirliggjandi...” Ýmsir urðu fyrir vonbrigðum með fund Davíðs Oddssonar og George Bush í sumar. Það stafaði af því að hinir sömu héldu að einhver niðurstaða um framtíð varnarliðsins fengist á fundinum eða einhver skýr fyrirheit yrðu gefin. Svo var ekki. Öllum dyrum var haldið opnum með vinsamlegu orðalagi. Bush lofaði að skoða málið með opnum huga. Málið sem hann ætlaði að skoða voru eindregin tilmæli ríkisstjórnar Íslands að hér á landi yrði áfram haldið uppi loftvörnum með lágmarksfjölda F-15 orrustuþotna. Slíkum þotum fylgir þyrlubjörgunarsveit og margs konar önnur umsvif. Ríkisstjórnin segir að Íslendingar geti ekki einir þjóða verið án trúverðugra loftvarna. Það eru hin hernaðarlegu rök í málinu. Engum dylst hitt að varnarliðsmálið snýr einnig að efnahags- og atvinnumálum. Staðsetning bandarískra orrustuþotna í Keflavík felur sem alkunna er í sér umtalsverð atvinnuleg og efnahagsleg umsvif Bandaríkjamanna hér á landi. Davíð Oddsson greindi frá fyrirhuguðum fundi með Powell á Alþingi 2. nóvember og sagði síðan í blaðaviðtali: "Ég bind vonir við að það meginviðhorf sem mér fannst ríkjandi á fundi mínum með Bush verði ráðandi fyrir þessar viðræður og að við getum að minnsta kosti komist verulega áleiðis við að draga úr þeirri óvissu sem hér hefur verið í Keflavík." Hér er enn ástæða til horfa á orðalag Davíðs. "Mér fannst..." og svo væntingarnar um fundinn sem var á þriðjudaginn: að komast verulega áleiðis. Miðað við þær upplýsingar sem Davíð hefur veitt opinberlega er tæpast hægt að tala um að hann hafi komist verulega áleiðis með erindi sitt. Enn er verið að tala almennum orðum um sömu hlutina og á fundinum með Bush í sumar, þ.e. aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga í rekstri Keflavíkurflugvallar. Engar beinar tillögur í því efni virðast hins vegar hafa verið ræddar né vera á borðinu. Allt er í óvissu um F-15 þoturnar og fylgifiska þeirra. Málin á að ræða í framhaldsviðræðum við embættismenn í utantíkisráðuneytinu og varnarmálaráðuneytinu í janúar á næsta ári. Þetta vekur upp þá spurningu hvort fundurinn með Powell hafi jafnvel verið tilgangslaus. Hvort óvænt ákvörðun um afsögn hans hafi spilað inn í tíðindaleysi fundarins? Um það skal ekkert fullyrt. Vel má vera að hér sem oftar holi dropinn steininn. Að minnsta kosti er tæpast hægt að segja að afturkippur hafi komið í málið eins og það snýr að íslenskum stjórnvöldum. En allt gengur þetta afar hægt fyrir sig sem getur ekki merkt annað en að bandarísk stjórnvöld séu - þrátt fyrir alla vinsemdina og "opinn huga" forsetans - treg til að fallast á meginkröfur ríkisstjórnar Íslands. Niðurstaða þessara hugleiðinga er að sama óvissan um framtíð varnarliðsins sé enn til staðar eftir fund Davíðs og Powell og var fyrir hann. Það verður þá varla fyrr en í fyrsta lagi á vordögum á næsta ári, þegar embættismannaviðræðurnar verða komnar á rekspöl, sem mál fara að skýrast.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar