Kennaradeilan í gerðardóm 11. nóvember 2004 00:01 Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Eftir að lögin hafa verið samþykkt verður skipaður gerðardómur sem ákvarðar laun og lengd samnings kennara sveitarfélaganna. Allt bendir til að lög um kjaradóm verði samþykkt eigi síðar en á laugardag. Við það verður bundinn endi á verkfall grunnskólakennara sem hófst 20. september með vikuhléi á meðan kennarar greiddu atkvæði um miðlunartillögu og felldu. Skólastarf hefst að nýju á mánudag. Ríkisstjórnin velur þá leið að setja málið í gerðardóm frekar en að Alþingi ákvarði laun kennara. Með því er haldið ákveðinni fjarlægð milli Alþingis og deilenda. Stjórnvöld vilja ekki setja fordæmi um laun vegna þeirra kjaraviðræðna sem á eftir koma. Stjórnarandstaðan er í þröngri stöðu. Hún er á móti lagasetningu í þessari deilu en telur sig ekki geta annað en að samþykkja frumvarpið þar sem umræður um málið geri lítið annað en fresta gildistöku laganna í nokkra daga. Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna gengu í gær á fund Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann leitaði eftir staðfestingu á mati sáttasemjara ríkisins á stöðu viðræðnanna, sem voru komnar í hnút. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir viðræðurnar við sveitarfélögin nú þær erfiðustu sem hann hafi tekið þátt í: "Ég hef aldrei mætt eins miklu skilningsleysi hinum megin. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að það sé þekkingarleysi, algert þekkingarleysi á innra starfi grunnskólans, sem ræður ríkjum hinum megin borðsins." Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Eftir að lögin hafa verið samþykkt verður skipaður gerðardómur sem ákvarðar laun og lengd samnings kennara sveitarfélaganna. Allt bendir til að lög um kjaradóm verði samþykkt eigi síðar en á laugardag. Við það verður bundinn endi á verkfall grunnskólakennara sem hófst 20. september með vikuhléi á meðan kennarar greiddu atkvæði um miðlunartillögu og felldu. Skólastarf hefst að nýju á mánudag. Ríkisstjórnin velur þá leið að setja málið í gerðardóm frekar en að Alþingi ákvarði laun kennara. Með því er haldið ákveðinni fjarlægð milli Alþingis og deilenda. Stjórnvöld vilja ekki setja fordæmi um laun vegna þeirra kjaraviðræðna sem á eftir koma. Stjórnarandstaðan er í þröngri stöðu. Hún er á móti lagasetningu í þessari deilu en telur sig ekki geta annað en að samþykkja frumvarpið þar sem umræður um málið geri lítið annað en fresta gildistöku laganna í nokkra daga. Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna gengu í gær á fund Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann leitaði eftir staðfestingu á mati sáttasemjara ríkisins á stöðu viðræðnanna, sem voru komnar í hnút. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir viðræðurnar við sveitarfélögin nú þær erfiðustu sem hann hafi tekið þátt í: "Ég hef aldrei mætt eins miklu skilningsleysi hinum megin. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að það sé þekkingarleysi, algert þekkingarleysi á innra starfi grunnskólans, sem ræður ríkjum hinum megin borðsins."
Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira