Dagur verði borgarstjóri 4. nóvember 2004 00:01 Tillaga liggur fyrir innan Reykjavíkurlistans um að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi taki við starfi borgarstjóra og Þórólfur Árnason segi af sér vegna þátttöku í samráði olíufélaganna. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans komu saman til fundar í gærkvöldi þar sem rætt var um framtíð listans. Engin niðurstaða fékkst á fundinum, en vitað er að tillaga um Dag sem borgarstjóra liggur fyrir. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fundahöldum í dag. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna á Reykjavíkurlistanum, er staddur í Þýskalandi og talið er að það hafi tafið fyrir um úrlausn málsins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna og grasrótin í flokknum hafa ekki getað sætt sig við áframhaldandi setu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra og voru miklar annir hjá fulltrúum Reykjavíkurlistans vegna málsins í gær. Fyrst komu þeir saman um morguninn þar sem fulltrúar Vinstri grænna voru gagnrýndir harðlega fyrir að neita að lýsa yfir stuðningi við borgarstjóra. Formenn félaga stjórnmálaflokkanna sem að Reykjavíkurlistanum standa komu svo saman í hádeginu og sammæltust um að grasrótin í flokkunum fengi að taka þátt í ákvörðunum um framtíð listans, í stað þess að borgarfulltrúar stæðu einir í ákvarðanatökunni. Fulltrúar flokkanna funduðu svo síðdegis hver í sínu lagi með stjórnum flokksfélaganna og þingmönnum borgarinnar. Að þeim fundum loknum hittust borgarfulltrúarnir á skrifstofum borgarfulltrúa við Tjarnargötu, gegnt ráðhúsinu, á meðan Þórólfur Árnason borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, komu til fundar í ráðhúsinu. Skömmu síðar gengu borgarfulltrúarnir allir á fund með borgarstjóra þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bættist í hópinn. Spurð hvort Þórólfur nyti enn hennar stuðnings sagði hún: "Vandamálið snýst um að Þórólfur er búinn að starfa sem borgarstjóri, heill í sínu starfi og heiðvirður. Fyrir alla sem standa að Reykjavíkurlistanum snýst málið um hvort þeir geti staðið vörð um borgarstjórann sinn án þess að standa vörð um þetta samráð olíufélaganna sem allir fordæma að sjálfsögðu." Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Tillaga liggur fyrir innan Reykjavíkurlistans um að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi taki við starfi borgarstjóra og Þórólfur Árnason segi af sér vegna þátttöku í samráði olíufélaganna. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans komu saman til fundar í gærkvöldi þar sem rætt var um framtíð listans. Engin niðurstaða fékkst á fundinum, en vitað er að tillaga um Dag sem borgarstjóra liggur fyrir. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fundahöldum í dag. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna á Reykjavíkurlistanum, er staddur í Þýskalandi og talið er að það hafi tafið fyrir um úrlausn málsins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna og grasrótin í flokknum hafa ekki getað sætt sig við áframhaldandi setu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra og voru miklar annir hjá fulltrúum Reykjavíkurlistans vegna málsins í gær. Fyrst komu þeir saman um morguninn þar sem fulltrúar Vinstri grænna voru gagnrýndir harðlega fyrir að neita að lýsa yfir stuðningi við borgarstjóra. Formenn félaga stjórnmálaflokkanna sem að Reykjavíkurlistanum standa komu svo saman í hádeginu og sammæltust um að grasrótin í flokkunum fengi að taka þátt í ákvörðunum um framtíð listans, í stað þess að borgarfulltrúar stæðu einir í ákvarðanatökunni. Fulltrúar flokkanna funduðu svo síðdegis hver í sínu lagi með stjórnum flokksfélaganna og þingmönnum borgarinnar. Að þeim fundum loknum hittust borgarfulltrúarnir á skrifstofum borgarfulltrúa við Tjarnargötu, gegnt ráðhúsinu, á meðan Þórólfur Árnason borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, komu til fundar í ráðhúsinu. Skömmu síðar gengu borgarfulltrúarnir allir á fund með borgarstjóra þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bættist í hópinn. Spurð hvort Þórólfur nyti enn hennar stuðnings sagði hún: "Vandamálið snýst um að Þórólfur er búinn að starfa sem borgarstjóri, heill í sínu starfi og heiðvirður. Fyrir alla sem standa að Reykjavíkurlistanum snýst málið um hvort þeir geti staðið vörð um borgarstjórann sinn án þess að standa vörð um þetta samráð olíufélaganna sem allir fordæma að sjálfsögðu."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira