Dagur verði borgarstjóri 4. nóvember 2004 00:01 Tillaga liggur fyrir innan Reykjavíkurlistans um að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi taki við starfi borgarstjóra og Þórólfur Árnason segi af sér vegna þátttöku í samráði olíufélaganna. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans komu saman til fundar í gærkvöldi þar sem rætt var um framtíð listans. Engin niðurstaða fékkst á fundinum, en vitað er að tillaga um Dag sem borgarstjóra liggur fyrir. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fundahöldum í dag. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna á Reykjavíkurlistanum, er staddur í Þýskalandi og talið er að það hafi tafið fyrir um úrlausn málsins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna og grasrótin í flokknum hafa ekki getað sætt sig við áframhaldandi setu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra og voru miklar annir hjá fulltrúum Reykjavíkurlistans vegna málsins í gær. Fyrst komu þeir saman um morguninn þar sem fulltrúar Vinstri grænna voru gagnrýndir harðlega fyrir að neita að lýsa yfir stuðningi við borgarstjóra. Formenn félaga stjórnmálaflokkanna sem að Reykjavíkurlistanum standa komu svo saman í hádeginu og sammæltust um að grasrótin í flokkunum fengi að taka þátt í ákvörðunum um framtíð listans, í stað þess að borgarfulltrúar stæðu einir í ákvarðanatökunni. Fulltrúar flokkanna funduðu svo síðdegis hver í sínu lagi með stjórnum flokksfélaganna og þingmönnum borgarinnar. Að þeim fundum loknum hittust borgarfulltrúarnir á skrifstofum borgarfulltrúa við Tjarnargötu, gegnt ráðhúsinu, á meðan Þórólfur Árnason borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, komu til fundar í ráðhúsinu. Skömmu síðar gengu borgarfulltrúarnir allir á fund með borgarstjóra þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bættist í hópinn. Spurð hvort Þórólfur nyti enn hennar stuðnings sagði hún: "Vandamálið snýst um að Þórólfur er búinn að starfa sem borgarstjóri, heill í sínu starfi og heiðvirður. Fyrir alla sem standa að Reykjavíkurlistanum snýst málið um hvort þeir geti staðið vörð um borgarstjórann sinn án þess að standa vörð um þetta samráð olíufélaganna sem allir fordæma að sjálfsögðu." Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Tillaga liggur fyrir innan Reykjavíkurlistans um að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi taki við starfi borgarstjóra og Þórólfur Árnason segi af sér vegna þátttöku í samráði olíufélaganna. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans komu saman til fundar í gærkvöldi þar sem rætt var um framtíð listans. Engin niðurstaða fékkst á fundinum, en vitað er að tillaga um Dag sem borgarstjóra liggur fyrir. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fundahöldum í dag. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna á Reykjavíkurlistanum, er staddur í Þýskalandi og talið er að það hafi tafið fyrir um úrlausn málsins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna og grasrótin í flokknum hafa ekki getað sætt sig við áframhaldandi setu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra og voru miklar annir hjá fulltrúum Reykjavíkurlistans vegna málsins í gær. Fyrst komu þeir saman um morguninn þar sem fulltrúar Vinstri grænna voru gagnrýndir harðlega fyrir að neita að lýsa yfir stuðningi við borgarstjóra. Formenn félaga stjórnmálaflokkanna sem að Reykjavíkurlistanum standa komu svo saman í hádeginu og sammæltust um að grasrótin í flokkunum fengi að taka þátt í ákvörðunum um framtíð listans, í stað þess að borgarfulltrúar stæðu einir í ákvarðanatökunni. Fulltrúar flokkanna funduðu svo síðdegis hver í sínu lagi með stjórnum flokksfélaganna og þingmönnum borgarinnar. Að þeim fundum loknum hittust borgarfulltrúarnir á skrifstofum borgarfulltrúa við Tjarnargötu, gegnt ráðhúsinu, á meðan Þórólfur Árnason borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, komu til fundar í ráðhúsinu. Skömmu síðar gengu borgarfulltrúarnir allir á fund með borgarstjóra þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bættist í hópinn. Spurð hvort Þórólfur nyti enn hennar stuðnings sagði hún: "Vandamálið snýst um að Þórólfur er búinn að starfa sem borgarstjóri, heill í sínu starfi og heiðvirður. Fyrir alla sem standa að Reykjavíkurlistanum snýst málið um hvort þeir geti staðið vörð um borgarstjórann sinn án þess að standa vörð um þetta samráð olíufélaganna sem allir fordæma að sjálfsögðu."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira