Mikilvægustu kosningar sögunnar 2. nóvember 2004 00:01 Mikilvægustu kosningar í bandarískri stjórnmálasögu eru hafnar. Búist er við að metfjöldi kjósenda nýti sér kosningarétt sinn í dag til að segja skoðun sína á því hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Fyrstu kjörstaðir voru reyndar opnaðir á miðnætti í nótt í New Hampshire þar sem hefð er fyrir því ad kjósa strax og kjördagur gengur í garð. Í sex ríkjum var opnað fyrir rúmri klukkstund en víðast hvar annars staðar hér á austurströndinni opna kjörstaðir eftir tæpa klukkustund. Í sex stórum könnunum undanfarna sólarhringa hefur Bush forseti að meðaltali um 48 prósentu fylgi á móti 46 prósentum að meðaltali hjá Kerry. Þessi munur er innan skekkjumarka. Í fjórtán ríkjum er nánast vonlaust ad sjá hvor frambjóðandinn hefur meira fylgi en athygli manna beinist einkum að þremur ríkjum: Ohio, Flórída og Pennsylvaníu. Saman hafa þau 68 kjörmenn. Þeir Bush og Kerry bítast um atkvæði kjósenda þar og voru í gær báðir á ferð í þessum ríkjum. Að auki hefur stórfé verið eytt í sjónvarpsauglýsingar þar undanfarna sólarhringa. Mikil harka er í kosningastjórnum beggja stóru flokkanna og hafa þær farið fyrir dómstóla undanfarinn sólarhring til að krefjast þess að hafa eigin kosningaeftirlitsmenn á kjörstöðum. Þeim er ætlað ad spyrja kjósendur út í skráningu og ganga úr skugga um að allir kjósendur séu rétt skráðir. Þetta hefur aldrei áður verið gert enda er kannað í kjördeildum hvernig skráningu kjósenda er háttað. Talið er að allt að fjórðungur skráðra kjósenda hafi þegar greitt atkvæði í utankjörstaðakosningu en alls er búist við að minnsta kosti 110 milljónum kjósenda, fimm milljónum fleiri en í síðustu kosningum. Bjartsýnustu spár segja meira að segja líkur á 125 milljónum kjósenda en 3/4 hlutar aðspurðra telja þessar kosningar þær mikilvægustu á ævi sinni. Niðurstaðnanna gæti verið langt að bíða og koma þar nokkur atriði til. Í kjölfar klúðursins á Flórída fyrir fjórum árum vilja fjölmiðlar vera afar varkárir með útgönguspár sínar og að lýsa einhvern sigurvegara út frá þeim. Að auki hefur fjöldi utankjörfundaatkvæða áhrif en þau, og óregluleg atkvæði, eru talin síðast og gætu breytt myndinni. Loks stefnir allt í að munurinn verði svo lítill að nánast þurfi að telja síðasta atkvæðisseðilinn með áður en hægt verður að skera úr um hvor frambjóðandinn hefur borið sigur úr bítum. Ingólfur Bjarni mun fylgjast með öllu ferlinu í dag og flytja fréttir af því sem gerist í beinni útsendingu frá Washington í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, í kosningasjónvarpinu klukkan 23 og svo strax í fyrramálið í morgunfréttum Stöðvar 2. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Mikilvægustu kosningar í bandarískri stjórnmálasögu eru hafnar. Búist er við að metfjöldi kjósenda nýti sér kosningarétt sinn í dag til að segja skoðun sína á því hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Fyrstu kjörstaðir voru reyndar opnaðir á miðnætti í nótt í New Hampshire þar sem hefð er fyrir því ad kjósa strax og kjördagur gengur í garð. Í sex ríkjum var opnað fyrir rúmri klukkstund en víðast hvar annars staðar hér á austurströndinni opna kjörstaðir eftir tæpa klukkustund. Í sex stórum könnunum undanfarna sólarhringa hefur Bush forseti að meðaltali um 48 prósentu fylgi á móti 46 prósentum að meðaltali hjá Kerry. Þessi munur er innan skekkjumarka. Í fjórtán ríkjum er nánast vonlaust ad sjá hvor frambjóðandinn hefur meira fylgi en athygli manna beinist einkum að þremur ríkjum: Ohio, Flórída og Pennsylvaníu. Saman hafa þau 68 kjörmenn. Þeir Bush og Kerry bítast um atkvæði kjósenda þar og voru í gær báðir á ferð í þessum ríkjum. Að auki hefur stórfé verið eytt í sjónvarpsauglýsingar þar undanfarna sólarhringa. Mikil harka er í kosningastjórnum beggja stóru flokkanna og hafa þær farið fyrir dómstóla undanfarinn sólarhring til að krefjast þess að hafa eigin kosningaeftirlitsmenn á kjörstöðum. Þeim er ætlað ad spyrja kjósendur út í skráningu og ganga úr skugga um að allir kjósendur séu rétt skráðir. Þetta hefur aldrei áður verið gert enda er kannað í kjördeildum hvernig skráningu kjósenda er háttað. Talið er að allt að fjórðungur skráðra kjósenda hafi þegar greitt atkvæði í utankjörstaðakosningu en alls er búist við að minnsta kosti 110 milljónum kjósenda, fimm milljónum fleiri en í síðustu kosningum. Bjartsýnustu spár segja meira að segja líkur á 125 milljónum kjósenda en 3/4 hlutar aðspurðra telja þessar kosningar þær mikilvægustu á ævi sinni. Niðurstaðnanna gæti verið langt að bíða og koma þar nokkur atriði til. Í kjölfar klúðursins á Flórída fyrir fjórum árum vilja fjölmiðlar vera afar varkárir með útgönguspár sínar og að lýsa einhvern sigurvegara út frá þeim. Að auki hefur fjöldi utankjörfundaatkvæða áhrif en þau, og óregluleg atkvæði, eru talin síðast og gætu breytt myndinni. Loks stefnir allt í að munurinn verði svo lítill að nánast þurfi að telja síðasta atkvæðisseðilinn með áður en hægt verður að skera úr um hvor frambjóðandinn hefur borið sigur úr bítum. Ingólfur Bjarni mun fylgjast með öllu ferlinu í dag og flytja fréttir af því sem gerist í beinni útsendingu frá Washington í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, í kosningasjónvarpinu klukkan 23 og svo strax í fyrramálið í morgunfréttum Stöðvar 2.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira