Heimsendakosningar blasa við 1. nóvember 2004 00:01 Heimsendakosningar blasa við í Bandaríkjunum að mati Johns Zogbys, sérfræðings í skoðanakönnunum. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi aldrei verið eins klofnir í afstöðu sinni og nú. Óvissan í þessari kosningabarátttu er meiri en elstu menn muna eftir. Skoðanakannanafrömuðurinn John Zogby segir ákaflega erfitt að spá í spilin. Annar frambjóðandinn hafi meðbyr í tvo daga en þegar Zogby búist við þriðja deginum af meðbyr, til að hann fái skýra mynd af því sem sé að gerast, hverfi meðbyrinn og fer til andstæðingsins. Zogby segir að ólíkt fyrri árum virðist þetta vera miðaldra kjósendur. „Ólíkt því sem almennt er talið, og því sem ég hef talið, hafa þessir óákveðnu kjósendur sagt okkur að áður fyrr hafi þeir verið ákveðnir. Þeir sögðust líka fylgjast vel með og gátu sagt til um afstöðu hvors frambjóðanda í ýmsum málum,“ segir Zogby. Óákveðnum kjósendum líkar vel við Bush og segja hann traustan leiðtoga. Þeir eru á því að hann hafi sterka siðferðiskennd og sterk fjölskyldugildi. En óákveðnir eru andsnúnir stríðinu í Írak og hvernig Bandaríkin blönduðust inn í það. Óákveðnum líkar einnig vel við Kerry og telja hann nægilega traustan og hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Þeir eru sammála honum í lykilmálaflokkum en eru hins vegar ekki vissir um hvort hægt sé að treysta honum og eru á því að hann hagi seglum um of eftir vindi. Að sögn Zogbys er aðeins einn af hverjumn fimm óákveðnum á því að forsetinn eigi skilið að vera endurkosinn. 30-40% segja að það sé kominn tími til að fá einhvern nýjan en helmingur er ekki viss. „Forsetinn hefur forystu í einu lykilmáli - stríðinu gegn hryðjuverkum. Þar hefur hann mikið forskot á Kerry. Í öðrum fjórum málum hefir Kerry forystu sem nemur tugum prósenta,“ segir Zogby. Sé litið til sögunnar og stöðunnar í dag má draga þá ályktun að Bush forseti sé í vanda. Zogby segir að ef sitjandi forseti fái undir 50% í skoðanakönnunum og hafi minna en 10% forskot tapi hann í sjö af hverjum tíu skiptum. Hann segist kalla þessar kosningar heimsendakosningar því báðar fylkingarnar segi að ef hin fylkingin vinni þýði það endalok heimsins eins og við þekkjum hann. Að sögn Zogby hefur munurinn staðið tæpt áður en sjaldan eða aldrei hafi þjóðin verið svona klofin, reið og ófús til að sætta sig við sigurvegara sem vinnur nauman sigur, þ.e. ef það er andstæðingurinn. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Heimsendakosningar blasa við í Bandaríkjunum að mati Johns Zogbys, sérfræðings í skoðanakönnunum. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi aldrei verið eins klofnir í afstöðu sinni og nú. Óvissan í þessari kosningabarátttu er meiri en elstu menn muna eftir. Skoðanakannanafrömuðurinn John Zogby segir ákaflega erfitt að spá í spilin. Annar frambjóðandinn hafi meðbyr í tvo daga en þegar Zogby búist við þriðja deginum af meðbyr, til að hann fái skýra mynd af því sem sé að gerast, hverfi meðbyrinn og fer til andstæðingsins. Zogby segir að ólíkt fyrri árum virðist þetta vera miðaldra kjósendur. „Ólíkt því sem almennt er talið, og því sem ég hef talið, hafa þessir óákveðnu kjósendur sagt okkur að áður fyrr hafi þeir verið ákveðnir. Þeir sögðust líka fylgjast vel með og gátu sagt til um afstöðu hvors frambjóðanda í ýmsum málum,“ segir Zogby. Óákveðnum kjósendum líkar vel við Bush og segja hann traustan leiðtoga. Þeir eru á því að hann hafi sterka siðferðiskennd og sterk fjölskyldugildi. En óákveðnir eru andsnúnir stríðinu í Írak og hvernig Bandaríkin blönduðust inn í það. Óákveðnum líkar einnig vel við Kerry og telja hann nægilega traustan og hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Þeir eru sammála honum í lykilmálaflokkum en eru hins vegar ekki vissir um hvort hægt sé að treysta honum og eru á því að hann hagi seglum um of eftir vindi. Að sögn Zogbys er aðeins einn af hverjumn fimm óákveðnum á því að forsetinn eigi skilið að vera endurkosinn. 30-40% segja að það sé kominn tími til að fá einhvern nýjan en helmingur er ekki viss. „Forsetinn hefur forystu í einu lykilmáli - stríðinu gegn hryðjuverkum. Þar hefur hann mikið forskot á Kerry. Í öðrum fjórum málum hefir Kerry forystu sem nemur tugum prósenta,“ segir Zogby. Sé litið til sögunnar og stöðunnar í dag má draga þá ályktun að Bush forseti sé í vanda. Zogby segir að ef sitjandi forseti fái undir 50% í skoðanakönnunum og hafi minna en 10% forskot tapi hann í sjö af hverjum tíu skiptum. Hann segist kalla þessar kosningar heimsendakosningar því báðar fylkingarnar segi að ef hin fylkingin vinni þýði það endalok heimsins eins og við þekkjum hann. Að sögn Zogby hefur munurinn staðið tæpt áður en sjaldan eða aldrei hafi þjóðin verið svona klofin, reið og ófús til að sætta sig við sigurvegara sem vinnur nauman sigur, þ.e. ef það er andstæðingurinn.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira