Hafa hótanir áhrif á kjósendur? 31. október 2004 00:01 Þegar hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden birtist á sjónvarpsskjánum um heim allan í lok síðustu viku og hafði uppi hótanir um frekari árásir á Bandaríkin veltu margir því fyrir sér hvað raunverulega vekti fyrir honum. Margir spurðu hvort hann væri að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs sem fram fara á morgun. Var hann ef til vill að reyna að hræða kjósendur frá því að styðja Bush og fá þá til að kjósa John Kerry? Í því sambandi rifjaðist upp atvikið á Spáni í sumar þegar Al kaída vann mannskætt hryðjuverk í Madríd þegar gengið var til þingkosninga þar í landi. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um svör við þessum spurningum. En ljóst er að sé það ætlunin að hræða kjósendur frá stuðningi við Bush er bin Laden á villigötum. Það er einmitt á sviði hryðjuverkanna sem Bush nýtur mun meira trausts kjósenda en Kerry. Menn treysta honum betur en Kerry til að verja Bandaríkin fyrir Al kaída. Hótanirnar gætu því haft þveröfug áhrif. Og einhverjar skoðanakannanir munu einmitt hafa sýnt fylgissveiflu yfir til Bush eftir að myndbandið með ávarpi bin Ladens var birt. Getur þá verið að hryðjuverkaforinginn vilji að Bush sigri eða er hann bara svona mikill kjáni? Eða er myndbandið jafnvel samsæri Bush-manna? Þetta síðast nefnda hljómar fjarstæðukennt en samt lét hinn kunni fréttaskýrandi og fyrrum aðalfréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, Walter Cronkite, þau orð falla á CNN um helgina að líklega væri Karl Rove, helsti hugmyndafræðingur Bush forseta, heilinn á bak við birtingu myndbandsins. Engir aðrir hafa þó orðið til þess að taka undir þau ummæli. Þau sýna kannski helst hitann og taugaveiklunina á lokaspretti kosningabaráttunnar. Líklega stendur bin Laden á sama um það hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Hann er áreiðanlega jafn lítið hrifinn af báðum forsetaframbjóðendunum, Bush og Kerry. Og hann er enginn kjáni. Sennilega vakir það fyrst og fremst fyrir honum með myndbandinu að nota tækifærið, það besta sem hann gat fengið, til að hafa í frammi hinn hefðbundna hatursáróður sinn gegn vestrænni menningu og þjóðskipulagi. Bin Laden hugsar í senn sögulega og til framtíðar og þess vegna er ólíklegt að hann eyði miklu púðri í skammtímamál eins og þau hver er forseti Bandaríkjanna þetta árið eða hitt. Hann vill hins vegar vekja ugg og óhugnað, efa og óvissu á Vesturlöndum. Hann vill eyða vestrænu þjóðfélagskerfi enda hefur hann sagt gildismati þess stríð á hendur. Markmið hans er að koma á íslömsku miðaldaþjóðfélagi og í því skyni eru öll meðul leyfileg að hans mati. Sumum finnst að fjölmiðlar eigi ekki að birta myndband eins og það sem Osama bin Laden sendi frá sér. Með því séu Vesturlandabúar að grafa sína eigin gröf. Bent er á að hryðjuverkasamtök séu ekki eins og hver og önnur lýðræðisleg stjórnmálasamtök sem rétt eigi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum. En í rauninni er ómögulegt að fylgja slíkri stefnu eftir í lýðræðisþjóðfélagi. Ekki er um neina miðstýringu fjölmiðla að ræða. Fjölmiðlar skipta þúsundum og dreifileiðir efnis eru óteljandi. Hætt er við að tilraun til ritskoðunar efnis af þessu tagi mundi leiða til þess að alls konar hviksögur færu á kreik. Það gæti aftur leitt af sér ótta og ólgu. Lýðræðisþjóðfélagið stendur að ýmsu leyti berskjaldað gagnvart þeim sem vilja notfæra sér leikreglur þess til að koma því á kné. Hryðjuverkamenn af skóla íslamskrar miðaldastefnu eru ekki fyrstir til að reyna það. Nasistar og kommúnistar hafa reynt hið sama, stundum með árangri. Baráttan gegn slíkum öflum verður því ávallt mikilvægur þáttur í stjórnmálum lýðræðisríkjanna.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar hryðjuverkaforinginn Osama bin Laden birtist á sjónvarpsskjánum um heim allan í lok síðustu viku og hafði uppi hótanir um frekari árásir á Bandaríkin veltu margir því fyrir sér hvað raunverulega vekti fyrir honum. Margir spurðu hvort hann væri að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs sem fram fara á morgun. Var hann ef til vill að reyna að hræða kjósendur frá því að styðja Bush og fá þá til að kjósa John Kerry? Í því sambandi rifjaðist upp atvikið á Spáni í sumar þegar Al kaída vann mannskætt hryðjuverk í Madríd þegar gengið var til þingkosninga þar í landi. Fréttaskýrendur eru ekki á einu máli um svör við þessum spurningum. En ljóst er að sé það ætlunin að hræða kjósendur frá stuðningi við Bush er bin Laden á villigötum. Það er einmitt á sviði hryðjuverkanna sem Bush nýtur mun meira trausts kjósenda en Kerry. Menn treysta honum betur en Kerry til að verja Bandaríkin fyrir Al kaída. Hótanirnar gætu því haft þveröfug áhrif. Og einhverjar skoðanakannanir munu einmitt hafa sýnt fylgissveiflu yfir til Bush eftir að myndbandið með ávarpi bin Ladens var birt. Getur þá verið að hryðjuverkaforinginn vilji að Bush sigri eða er hann bara svona mikill kjáni? Eða er myndbandið jafnvel samsæri Bush-manna? Þetta síðast nefnda hljómar fjarstæðukennt en samt lét hinn kunni fréttaskýrandi og fyrrum aðalfréttaþulur CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, Walter Cronkite, þau orð falla á CNN um helgina að líklega væri Karl Rove, helsti hugmyndafræðingur Bush forseta, heilinn á bak við birtingu myndbandsins. Engir aðrir hafa þó orðið til þess að taka undir þau ummæli. Þau sýna kannski helst hitann og taugaveiklunina á lokaspretti kosningabaráttunnar. Líklega stendur bin Laden á sama um það hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Hann er áreiðanlega jafn lítið hrifinn af báðum forsetaframbjóðendunum, Bush og Kerry. Og hann er enginn kjáni. Sennilega vakir það fyrst og fremst fyrir honum með myndbandinu að nota tækifærið, það besta sem hann gat fengið, til að hafa í frammi hinn hefðbundna hatursáróður sinn gegn vestrænni menningu og þjóðskipulagi. Bin Laden hugsar í senn sögulega og til framtíðar og þess vegna er ólíklegt að hann eyði miklu púðri í skammtímamál eins og þau hver er forseti Bandaríkjanna þetta árið eða hitt. Hann vill hins vegar vekja ugg og óhugnað, efa og óvissu á Vesturlöndum. Hann vill eyða vestrænu þjóðfélagskerfi enda hefur hann sagt gildismati þess stríð á hendur. Markmið hans er að koma á íslömsku miðaldaþjóðfélagi og í því skyni eru öll meðul leyfileg að hans mati. Sumum finnst að fjölmiðlar eigi ekki að birta myndband eins og það sem Osama bin Laden sendi frá sér. Með því séu Vesturlandabúar að grafa sína eigin gröf. Bent er á að hryðjuverkasamtök séu ekki eins og hver og önnur lýðræðisleg stjórnmálasamtök sem rétt eigi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum. En í rauninni er ómögulegt að fylgja slíkri stefnu eftir í lýðræðisþjóðfélagi. Ekki er um neina miðstýringu fjölmiðla að ræða. Fjölmiðlar skipta þúsundum og dreifileiðir efnis eru óteljandi. Hætt er við að tilraun til ritskoðunar efnis af þessu tagi mundi leiða til þess að alls konar hviksögur færu á kreik. Það gæti aftur leitt af sér ótta og ólgu. Lýðræðisþjóðfélagið stendur að ýmsu leyti berskjaldað gagnvart þeim sem vilja notfæra sér leikreglur þess til að koma því á kné. Hryðjuverkamenn af skóla íslamskrar miðaldastefnu eru ekki fyrstir til að reyna það. Nasistar og kommúnistar hafa reynt hið sama, stundum með árangri. Baráttan gegn slíkum öflum verður því ávallt mikilvægur þáttur í stjórnmálum lýðræðisríkjanna.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun