Dekkin borin saman 29. október 2004 00:01 Tíminn er kominn hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við erum farin að vakna aðeins fyrr á morgnana til að skafa af gluggunum á bílnum og miðstöðin er endalaust lengi að verma kalda kroppana. Fyrr en varir ágerist frostið og göturnar verða ísi lagðar. "Undanfarið hafa nagladekkin verið vinsælust hjá okkur. Þau hafa að minnsta kosti selst meira í ár en undanfarin haust," segir Guðni Gunnarsson hjá hjólbarðaverkstæðinu Bílkó í Kópavogi. "Það er aragrúi af dekkjum á markaðinum, mörg léleg og mörg mjög góð. Öryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Það hefur verið mikið í umræðunni um að nagladekkin fari illa með malbik og því ætti fólk ekki að keyra á þeim. Við hvetjum fólk til að velja þau dekk sem það vill og hafa öryggið í fyrirrúmi." Guðni vill brýna fyrir fólki að heilsársdekk eru ekki endilega þau sem þau sýnast. "Til eru ónegld vetrardekk sem margir á Íslandi kalla heilsársdekk. Þau eru lögleg allt árið en eru ekki mjög góð á sumrin þar sem gúmmíið í þeim þarf kælingu til að endast sem best. Síðan eru til heilsársdekk sem eru úr gúmmíblöndu sem endist líka á sumrin," segir Guðni. Guðni segir ekkert hægt að fullyrða um endingu dekkja. Hún sé afskaplega mismunandi. "Endingin á dekki fer eftir bílum, akstri og tegund dekks. Hágæðavara getur skemmst á nokkrum dögum og svo getur hún enst í nokkur ár," segir Guðni. Nagladekk Kostir Naglarnir grípa vel í hálku og eru besta vörnin í ísingu. Gallar Mikið heyrist í nagladekkjum. Kornadekk Kostir Hljóðlát Gallar Þau eru sóluð sem sumum finnst galli. Ekki eins mikið grip og nagladekk. Ónegld vetrardekk Kostir Hljóðlát Gallar Ekki eins mikið grip og nagladekk. Ekki heilsársdekk -- þarf að umfelga og taka undan á sumrin. Heilsársdekk Kostir Gúmmíblanda endist á sumrin. Oft ódýrari. Þarf ekki að skipta út á sumrin. Gallar Grípa ekki eins vel og ónegldu vetrardekkin.Bílkó selur dekk frá stórum dekkjaframleiðendum sem eru með háan gæðastaðal.Mynd/E.ÓlNú er um að gera að fara að velja sér dekk og verjast hálkunni sem leggst á vegina.Mynd/E.Ól Bílar Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Tíminn er kominn hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við erum farin að vakna aðeins fyrr á morgnana til að skafa af gluggunum á bílnum og miðstöðin er endalaust lengi að verma kalda kroppana. Fyrr en varir ágerist frostið og göturnar verða ísi lagðar. "Undanfarið hafa nagladekkin verið vinsælust hjá okkur. Þau hafa að minnsta kosti selst meira í ár en undanfarin haust," segir Guðni Gunnarsson hjá hjólbarðaverkstæðinu Bílkó í Kópavogi. "Það er aragrúi af dekkjum á markaðinum, mörg léleg og mörg mjög góð. Öryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Það hefur verið mikið í umræðunni um að nagladekkin fari illa með malbik og því ætti fólk ekki að keyra á þeim. Við hvetjum fólk til að velja þau dekk sem það vill og hafa öryggið í fyrirrúmi." Guðni vill brýna fyrir fólki að heilsársdekk eru ekki endilega þau sem þau sýnast. "Til eru ónegld vetrardekk sem margir á Íslandi kalla heilsársdekk. Þau eru lögleg allt árið en eru ekki mjög góð á sumrin þar sem gúmmíið í þeim þarf kælingu til að endast sem best. Síðan eru til heilsársdekk sem eru úr gúmmíblöndu sem endist líka á sumrin," segir Guðni. Guðni segir ekkert hægt að fullyrða um endingu dekkja. Hún sé afskaplega mismunandi. "Endingin á dekki fer eftir bílum, akstri og tegund dekks. Hágæðavara getur skemmst á nokkrum dögum og svo getur hún enst í nokkur ár," segir Guðni. Nagladekk Kostir Naglarnir grípa vel í hálku og eru besta vörnin í ísingu. Gallar Mikið heyrist í nagladekkjum. Kornadekk Kostir Hljóðlát Gallar Þau eru sóluð sem sumum finnst galli. Ekki eins mikið grip og nagladekk. Ónegld vetrardekk Kostir Hljóðlát Gallar Ekki eins mikið grip og nagladekk. Ekki heilsársdekk -- þarf að umfelga og taka undan á sumrin. Heilsársdekk Kostir Gúmmíblanda endist á sumrin. Oft ódýrari. Þarf ekki að skipta út á sumrin. Gallar Grípa ekki eins vel og ónegldu vetrardekkin.Bílkó selur dekk frá stórum dekkjaframleiðendum sem eru með háan gæðastaðal.Mynd/E.ÓlNú er um að gera að fara að velja sér dekk og verjast hálkunni sem leggst á vegina.Mynd/E.Ól
Bílar Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira