Segist ekki mega spyrja um Skjá 1 20. október 2004 00:01 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra neitaði í gær á Alþingi að svara spurningu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar um kostnað Símans á helmingshlut í Skjá 1. Sagðist fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins i Símanum ekki hafa rétt til þess umfram aðra eigendur að afla slíkra upplýsinga. Össur Skarphéðinsson veittist harkalega að fjármálaráðherra og sagði ríkisstjórnina stunda hjálparstarf til að bjarga gæðingum úr skuldasúpu. Sagði hann engin viðskiptaleg rök fyrir kaupunum á Skjá einum. Vakti hann athygli á að þeir þrír sem helst hefðu komið að ákvörðun Símans væru allir málsmetandi Sjálfstæðismenn, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri, Orri Hauksson, þróunarstjóri og fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og Friðrik Friðriksson, breiðbandsstjóri og fyrrverandi kosningastjóri hans. Helsti seljandi hefði verið Gunnar J. Birgisson fyrrverandi borgarfulltrúi D-listans í Reykjavík. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna sagði að svo virtist sem Síminn væri hvorki ríkisfyrirtæki né hlutafélag. Fjármálaráðherra neitaði nú upplýsingum því fyrirtækið væri hlutafélag en áður hefði honum sjálfum sem hluthafa verið neitað um hluthafafund þrátt fyrir ákvæði hlutafélagalaga. "Verður fjölmiðlahlutinn svo skilinn frá Símanum rétt fyrir einkavæðingu eins og VÍS frá Landsbankanum, rétt fyrir helmingaskiptin?" Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði Geir H. Haarde um að misnota almannafé í "pólitískri herferð gegn Norðurljósum." Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki benti á að Síminn hefði rekið fjölvarp á breiðbandinu um langt skeið og ekki hefði þá verið amast við því að hann "nýtti fjárfestinguna". Benti hún á að fólk víða um land gæti ekki stundað fjarnám eða atvinnurekstur vegna skorts á ADSL tengingum. Nú væri útlit fyrir að þarna yrði gert átak. Sagði hún kaldhæðnislegt ef opnað yrði á þetta "þökk sé enska boltanum". Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra neitaði í gær á Alþingi að svara spurningu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar um kostnað Símans á helmingshlut í Skjá 1. Sagðist fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins i Símanum ekki hafa rétt til þess umfram aðra eigendur að afla slíkra upplýsinga. Össur Skarphéðinsson veittist harkalega að fjármálaráðherra og sagði ríkisstjórnina stunda hjálparstarf til að bjarga gæðingum úr skuldasúpu. Sagði hann engin viðskiptaleg rök fyrir kaupunum á Skjá einum. Vakti hann athygli á að þeir þrír sem helst hefðu komið að ákvörðun Símans væru allir málsmetandi Sjálfstæðismenn, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri, Orri Hauksson, þróunarstjóri og fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og Friðrik Friðriksson, breiðbandsstjóri og fyrrverandi kosningastjóri hans. Helsti seljandi hefði verið Gunnar J. Birgisson fyrrverandi borgarfulltrúi D-listans í Reykjavík. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna sagði að svo virtist sem Síminn væri hvorki ríkisfyrirtæki né hlutafélag. Fjármálaráðherra neitaði nú upplýsingum því fyrirtækið væri hlutafélag en áður hefði honum sjálfum sem hluthafa verið neitað um hluthafafund þrátt fyrir ákvæði hlutafélagalaga. "Verður fjölmiðlahlutinn svo skilinn frá Símanum rétt fyrir einkavæðingu eins og VÍS frá Landsbankanum, rétt fyrir helmingaskiptin?" Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði Geir H. Haarde um að misnota almannafé í "pólitískri herferð gegn Norðurljósum." Dagný Jónsdóttir, Framsóknarflokki benti á að Síminn hefði rekið fjölvarp á breiðbandinu um langt skeið og ekki hefði þá verið amast við því að hann "nýtti fjárfestinguna". Benti hún á að fólk víða um land gæti ekki stundað fjarnám eða atvinnurekstur vegna skorts á ADSL tengingum. Nú væri útlit fyrir að þarna yrði gert átak. Sagði hún kaldhæðnislegt ef opnað yrði á þetta "þökk sé enska boltanum".
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira