Stórtíðindi fyrir læknavísindin 19. október 2004 00:01 Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr tilraunum með nýtt lyf sem draga á úr líkunum á því að fólk fái hjartaáfall. Kári Stefánsson forstjóri segir þetta stórtíðindi fyrir fyrirtækið jafnt sem læknavísindin. Hann segir nú fara í hönd umfangsmiklar tilraunir sem vonandi leiði til markaðssetningar lyfsins eftir um þrjú ár. Þróun lyfsins hófst í reynd fyrir átta árum þegar Íslensk erfðagreining var stofnuð. Þá hófust rannsóknar á þeim erfðaþáttum sem valda hjartaáföllum og vann hópur, undir stjórn Önnu Helgadóttur, að því. Meingenið fannst og þá hófst vinna við að þróa lyf. Lyfjaþróunardeild ÍE tók þá við kyndlinum ef svo mætti segja. Í dag var svo greint frá jákvæðum niðurstöðum prófana á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans - háskólasjúkrahúss. Þessar prófanir sýna, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að lyfið hefur marktæk áhrif á áhættuþætti hjartaáfalls og veldur ekki aukaverkunum. Næsta skref er að semja rannsóknaráætlun sem felur í sér að gera þarf tilraunir á 1500 til 2000 sjúklingum í Bandaríkjunum, á Íslandi og öðrum löndum Evrópu. Gangi allt að óskum gera forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sér vonir um að lyfið verði sett á markað eftir þrjú til fimm ár. Þá yrði fjárhagsleg framtíð fyrirtækisins styrkt til muna en lyf sem þetta er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sme forvörn,“ segir Kári. Kári segir þetta stórtíðindi í læknavísindum og einnig fyrir Íslenska erfðagreining því nú sé sýnt fram á að grundvallarforsendurnar fyrir stofnun fyrirtækisins gangi upp. Það að hægt sé að finna erfðafræðilega þætti sjúkdóma og þróa lyf út frá þeim rannsóknum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fengið jákvæðar niðurstöður úr tilraunum með nýtt lyf sem draga á úr líkunum á því að fólk fái hjartaáfall. Kári Stefánsson forstjóri segir þetta stórtíðindi fyrir fyrirtækið jafnt sem læknavísindin. Hann segir nú fara í hönd umfangsmiklar tilraunir sem vonandi leiði til markaðssetningar lyfsins eftir um þrjú ár. Þróun lyfsins hófst í reynd fyrir átta árum þegar Íslensk erfðagreining var stofnuð. Þá hófust rannsóknar á þeim erfðaþáttum sem valda hjartaáföllum og vann hópur, undir stjórn Önnu Helgadóttur, að því. Meingenið fannst og þá hófst vinna við að þróa lyf. Lyfjaþróunardeild ÍE tók þá við kyndlinum ef svo mætti segja. Í dag var svo greint frá jákvæðum niðurstöðum prófana á 176 sjúklingum hjartadeildar Landspítalans - háskólasjúkrahúss. Þessar prófanir sýna, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að lyfið hefur marktæk áhrif á áhættuþætti hjartaáfalls og veldur ekki aukaverkunum. Næsta skref er að semja rannsóknaráætlun sem felur í sér að gera þarf tilraunir á 1500 til 2000 sjúklingum í Bandaríkjunum, á Íslandi og öðrum löndum Evrópu. Gangi allt að óskum gera forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sér vonir um að lyfið verði sett á markað eftir þrjú til fimm ár. Þá yrði fjárhagsleg framtíð fyrirtækisins styrkt til muna en lyf sem þetta er hugsað fyrir stóran hóp fólks, eða alla þá sem hafa einhverja áhættuþætti fyrir hjartaáföllum. Upphaflega geri Kári þó ráð fyrir að lyfið verði notað af þeim sem hafi sérstaka arfgenga áhættu. „Þeir munu nota þetta lyf að staðaldri sem eins konar forvörn, nákvæmlega eins og þeir hafa notað fitulækkandi lyf sme forvörn,“ segir Kári. Kári segir þetta stórtíðindi í læknavísindum og einnig fyrir Íslenska erfðagreining því nú sé sýnt fram á að grundvallarforsendurnar fyrir stofnun fyrirtækisins gangi upp. Það að hægt sé að finna erfðafræðilega þætti sjúkdóma og þróa lyf út frá þeim rannsóknum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent