Óákveðnir og nýir ráða úrslitum 18. október 2004 00:01 Þeir kjósendur sem ennþá eru óákveðnir og þeir sem aldrei hafa kosið áður koma til með að ráða úrslitum forsetakosninganna vestan hafs. Þetta er mat Davids Rohdes sem er einhver þekktasti sérfræðingur í kosningahegðun í Bandaríkjunum. David Rohde kennir stjórnmálafræði við Michigan-háskóla og hefur um árabil fylgst með og rannsakað kosningahegðun bandarískra kjósenda. Hann segir að það séu nokkrir óvissuþættir í kapphlaupinu um Hvíta húsið þó að fáir séu óákveðnir. Hann telur sig vita á hverju líklegt sé að úrslitin velti og þess vegna viti hann ekki hver niðurstaðan verði. Rohde segist þess fullviss að niðurstaðan velti kosningaþátttöku. „Oft er það ekki þannig en ég tel að sú sé raunin núna,“ segir Rohde. Þetta getur komið báðum frambjóðendum til góða. Árið 2000 kusu til að mynda óvenjufáir kristnir íhaldsmenn sem eru sterkur hópur meðal repúblikana. Daginn fyrir kosningar var Bush með allt að fimm prósentustiga forskot í könnunum en var að lokum með um hálfri milljón atkvæða færra, að hluta til vegna þessa. Rohde segir hina hliðina á þátttökujöfnunni snúast um skráningu nýrra kjósenda sem hafi verið að gerast í stórum stíl undanfarið. Það sé hins vegar staðbundið, þ.e. dreifist ekki jafnt yfir landið og ekki jafnt innan ríkjanna. „Mest hefur verið um þetta í stórborgum þar sem eru stórir minnihlutahópar,“ segir Rohde. „Ef þessir nýju kjósendur mæta á kjörstað kemur það sér vel fyrir demókrata - en við vitum það ekki. Þótt þeir séu nýskráðir kjósendur er ekki víst að þeir mæti á kjörstað.“ Það sem skipti því mestu máli í sambandi við kosningaþátttökuna er hvað íhaldssamir, kristnir kjósendur geri og hvað hinir nýskráðu geri. „Þeir geta jafnað hver annan út eða þá að annar hópurinn verður miklu stærri en hinn. Ég held að þetta muni ráða úrslitum,“ segir David Rohde. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Þeir kjósendur sem ennþá eru óákveðnir og þeir sem aldrei hafa kosið áður koma til með að ráða úrslitum forsetakosninganna vestan hafs. Þetta er mat Davids Rohdes sem er einhver þekktasti sérfræðingur í kosningahegðun í Bandaríkjunum. David Rohde kennir stjórnmálafræði við Michigan-háskóla og hefur um árabil fylgst með og rannsakað kosningahegðun bandarískra kjósenda. Hann segir að það séu nokkrir óvissuþættir í kapphlaupinu um Hvíta húsið þó að fáir séu óákveðnir. Hann telur sig vita á hverju líklegt sé að úrslitin velti og þess vegna viti hann ekki hver niðurstaðan verði. Rohde segist þess fullviss að niðurstaðan velti kosningaþátttöku. „Oft er það ekki þannig en ég tel að sú sé raunin núna,“ segir Rohde. Þetta getur komið báðum frambjóðendum til góða. Árið 2000 kusu til að mynda óvenjufáir kristnir íhaldsmenn sem eru sterkur hópur meðal repúblikana. Daginn fyrir kosningar var Bush með allt að fimm prósentustiga forskot í könnunum en var að lokum með um hálfri milljón atkvæða færra, að hluta til vegna þessa. Rohde segir hina hliðina á þátttökujöfnunni snúast um skráningu nýrra kjósenda sem hafi verið að gerast í stórum stíl undanfarið. Það sé hins vegar staðbundið, þ.e. dreifist ekki jafnt yfir landið og ekki jafnt innan ríkjanna. „Mest hefur verið um þetta í stórborgum þar sem eru stórir minnihlutahópar,“ segir Rohde. „Ef þessir nýju kjósendur mæta á kjörstað kemur það sér vel fyrir demókrata - en við vitum það ekki. Þótt þeir séu nýskráðir kjósendur er ekki víst að þeir mæti á kjörstað.“ Það sem skipti því mestu máli í sambandi við kosningaþátttökuna er hvað íhaldssamir, kristnir kjósendur geri og hvað hinir nýskráðu geri. „Þeir geta jafnað hver annan út eða þá að annar hópurinn verður miklu stærri en hinn. Ég held að þetta muni ráða úrslitum,“ segir David Rohde.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira