Kappræður Cheneys og Edwards 5. október 2004 00:01 Kappræður Dicks Cheneys og Johns Edwards í kvöld eru taldar skipta meira máli en kappræður varaforsetaefna geri alla jafna. Búist er við að metfjöldi áhorfenda fylgist með kappræðunum þar sem innrásin í Írak verður líklega efst á baugi. Skoðanakannanir benda til þess að John Kerry hafi haft mun betur en George Bush í kappræðum forsetaframbjóðendanna á fimmtudaginn. Í kvöld er röðin komin að varforsetaefnunum Dick Cheney og John Edwards að setjast á rökstóla. Frammistaða Kerrys á fimmtudaginn hefur hleypt spennu í kosningabaráttuna á nýjan leik og með tilliti til þess hve jafnt er komið á með þeim Bush og Kerry eru kappræðurnar í kvöld taldar skipta meira máli en oftast áður þegar varaforsetaefni hafa mæst. Þá vekur það einnig sérstakan áhuga fólks á kappræðunum í kvöld hve gríðarlega ólíkir þeir Edwards og Cheney eru. Edwards er 51 árs gamall, unglegur og frískur, ættaður frá Suðurríkjunum og er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður. Cheney, sem er 63 ára og kemur frá vesturhluta Bandaríkjanna, þykir hins vegar þyngri á manninn og virðist eldri en árin 63 gefa til kynna, auk þess sem hann hefur meira en þrjátíu ára reynslu af pólitík. Repúblikanar vonast til þess að sú reynslu muni nýtast honum til þess að hafa betur gegn hinum óreynda Edwards í kvöld. Demókratar binda á hinn bóginn miklar vonir við að frískleg framganga síns manns og reynsla úr réttarsölum muni vinna með honum gegn hinu þunga yfirbragði Cheneys. Kappræðurnar í kvöld eru einu kappræður þeirra Cheney og Edwards og því verða jafnt innan- sem utanríkismál á dagskránni. Þó hallast stjórnmálaskýrendur flestir að því að fátt muni komast að annað en innrásin í Írak, enda þykjast bæði Cheney og Edwards geta fundið snögga bletti hvor á öðrum í þeirri umræðu. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Kappræður Dicks Cheneys og Johns Edwards í kvöld eru taldar skipta meira máli en kappræður varaforsetaefna geri alla jafna. Búist er við að metfjöldi áhorfenda fylgist með kappræðunum þar sem innrásin í Írak verður líklega efst á baugi. Skoðanakannanir benda til þess að John Kerry hafi haft mun betur en George Bush í kappræðum forsetaframbjóðendanna á fimmtudaginn. Í kvöld er röðin komin að varforsetaefnunum Dick Cheney og John Edwards að setjast á rökstóla. Frammistaða Kerrys á fimmtudaginn hefur hleypt spennu í kosningabaráttuna á nýjan leik og með tilliti til þess hve jafnt er komið á með þeim Bush og Kerry eru kappræðurnar í kvöld taldar skipta meira máli en oftast áður þegar varaforsetaefni hafa mæst. Þá vekur það einnig sérstakan áhuga fólks á kappræðunum í kvöld hve gríðarlega ólíkir þeir Edwards og Cheney eru. Edwards er 51 árs gamall, unglegur og frískur, ættaður frá Suðurríkjunum og er á sínu fyrsta kjörtímabili sem þingmaður. Cheney, sem er 63 ára og kemur frá vesturhluta Bandaríkjanna, þykir hins vegar þyngri á manninn og virðist eldri en árin 63 gefa til kynna, auk þess sem hann hefur meira en þrjátíu ára reynslu af pólitík. Repúblikanar vonast til þess að sú reynslu muni nýtast honum til þess að hafa betur gegn hinum óreynda Edwards í kvöld. Demókratar binda á hinn bóginn miklar vonir við að frískleg framganga síns manns og reynsla úr réttarsölum muni vinna með honum gegn hinu þunga yfirbragði Cheneys. Kappræðurnar í kvöld eru einu kappræður þeirra Cheney og Edwards og því verða jafnt innan- sem utanríkismál á dagskránni. Þó hallast stjórnmálaskýrendur flestir að því að fátt muni komast að annað en innrásin í Írak, enda þykjast bæði Cheney og Edwards geta fundið snögga bletti hvor á öðrum í þeirri umræðu.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira