Samfylking vill rannsókn á Símanum 27. september 2004 00:01 Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun. Þá fer þingflokkurinn fram á að mat verði lagt á arðsemi fjárfestingarinnar í Skjá einum, hvaða áhrif kaupin hafi á verðmat Símans við einkavæðingu hans og hvort kaupin standist lög um hlutafélög og samkeppnislög. Einnig fer hann fram á svör við því hversu mikið Síminn hafi fjárfest í breiðbandinu síðastliðin fimm ár og hvaða tekjur hafi verið af rekstri þess. Ennfremur er beðið upplýsingar um fjárfestingar, hagnað og skattgreiðslur Símans undanfarin fimm ár og áætlanir um rekstrarafkomu næstu 5 ára. Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segist óska eftir því að niðurstaða Ríkisendurskoðunar liggi fyrir sem allra fyrst svo hægt verði að taka hana fljótlega til umræðu á Alþingi. ,,Áður höfum við reynt að leggja fram fyrirspurnir á þingi um málefni Símans en höfum ekki fengið viðunandi svör. Þess vegna förum við þessa leið núna." Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og sem á sæti í forsætisnefnd Alþingis, segist vænta þess að nefndin taki ekki afstöðu til beiðninnar, enda sé það ekki vaninn. Ríkisendurskoðun beri svo að taka mið af óskum sem þessum. Hún hafi hins vegar sjálfdæmi um með hvaða hætti hún geri slíkar úttektir. ,,Ég get ekki séð að neitt í þessari beiðni varði samkeppnisþætti Símans og því vænti ég þess að ríkisendurskoðun hefji þetta verk og skili því fljótt og vel." Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á það við forsætisnefnd Alþingis að ríkisendurskoðun rannsaki fjárfestingar Símans á undanförnum árum og nýleg kaup hans á hlut í Skjá einum. Þingflokkurinn vill fá skýringar á því hvers vegna Síminn ákvað að blanda sér í fjölmiðlarekstur þar sem engin eðlileg útskýring hafi verið gefin fyrir þeirri ákvörðun. Þá fer þingflokkurinn fram á að mat verði lagt á arðsemi fjárfestingarinnar í Skjá einum, hvaða áhrif kaupin hafi á verðmat Símans við einkavæðingu hans og hvort kaupin standist lög um hlutafélög og samkeppnislög. Einnig fer hann fram á svör við því hversu mikið Síminn hafi fjárfest í breiðbandinu síðastliðin fimm ár og hvaða tekjur hafi verið af rekstri þess. Ennfremur er beðið upplýsingar um fjárfestingar, hagnað og skattgreiðslur Símans undanfarin fimm ár og áætlanir um rekstrarafkomu næstu 5 ára. Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segist óska eftir því að niðurstaða Ríkisendurskoðunar liggi fyrir sem allra fyrst svo hægt verði að taka hana fljótlega til umræðu á Alþingi. ,,Áður höfum við reynt að leggja fram fyrirspurnir á þingi um málefni Símans en höfum ekki fengið viðunandi svör. Þess vegna förum við þessa leið núna." Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og sem á sæti í forsætisnefnd Alþingis, segist vænta þess að nefndin taki ekki afstöðu til beiðninnar, enda sé það ekki vaninn. Ríkisendurskoðun beri svo að taka mið af óskum sem þessum. Hún hafi hins vegar sjálfdæmi um með hvaða hætti hún geri slíkar úttektir. ,,Ég get ekki séð að neitt í þessari beiðni varði samkeppnisþætti Símans og því vænti ég þess að ríkisendurskoðun hefji þetta verk og skili því fljótt og vel."
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira