Krakar í skólann án kennara 16. september 2004 00:01 Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að grunnskólabörn ættu að geta gengið í skóla þrátt fyrir verkfall kennara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir orð Ara ætluð til að verja láglaunastefnu sem sé Samtökunum í hag. Ari segir Samtökin telja algerlega heimilt að fólk sem starfi í skólum og sé ekki í verkfalli sinni þeim áfram þrátt fyrir verkfall. "Einnig væri löglegt að lána skólahúsnæði til þeirra sem hefðu ofan af fyrir börnunum ef þeir gengu ekki inn á störf kennara. Út frá vinnurétti væri það heimilt, hvað þá að fyrirtæki skipuleggi sig í kringum þau vandamál sem skapast vegna verkfallsins." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ekki vert að svara orðum Ara. "Orð hans eru út úr öllum kortum. Ég skil ekki af hverju fyrirtæki á almennum markaði og Samtök atvinnulífisins eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að samningar náist. Nema að sá grunur sem læddist að mér í fyrradag sé réttur; að þeir óttist að láglaunastefna þeirra verði brotin á bak aftur," segir Eiríkur. "Þeir hafa markað ákveðna láglaunastefnu sem hefur leitt það af sér að kaupmáttur fólks er að falla. Það er í þeirra hag að sú láglaunastefna festist í sessi og Ari Edwald er í forystu um að verja þann hag." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að grunnskólabörn ættu að geta gengið í skóla þrátt fyrir verkfall kennara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir orð Ara ætluð til að verja láglaunastefnu sem sé Samtökunum í hag. Ari segir Samtökin telja algerlega heimilt að fólk sem starfi í skólum og sé ekki í verkfalli sinni þeim áfram þrátt fyrir verkfall. "Einnig væri löglegt að lána skólahúsnæði til þeirra sem hefðu ofan af fyrir börnunum ef þeir gengu ekki inn á störf kennara. Út frá vinnurétti væri það heimilt, hvað þá að fyrirtæki skipuleggi sig í kringum þau vandamál sem skapast vegna verkfallsins." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ekki vert að svara orðum Ara. "Orð hans eru út úr öllum kortum. Ég skil ekki af hverju fyrirtæki á almennum markaði og Samtök atvinnulífisins eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að samningar náist. Nema að sá grunur sem læddist að mér í fyrradag sé réttur; að þeir óttist að láglaunastefna þeirra verði brotin á bak aftur," segir Eiríkur. "Þeir hafa markað ákveðna láglaunastefnu sem hefur leitt það af sér að kaupmáttur fólks er að falla. Það er í þeirra hag að sú láglaunastefna festist í sessi og Ari Edwald er í forystu um að verja þann hag."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira