Ábyrgðarleysi að útiloka ESB-aðild 10. september 2004 00:01 "Sá dagur kann að koma að við sjáum hagsmunum okkar best borgið innandyra í Evrópusambandinu". Þetta sagði Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins í síðustu ræðu sinni sem utanríkisráðherra á fundi þingflokks og landstjórnar flokksins í Borgarnesi í gær. "Ég hef ekki sagt hvenær, en ég veit að við verðum að fara í þessa vinnu og við Framsóknarmenn eigum að hafa forystu í þeim efnum". Halldór sagði það ábyrgðarleysi að útiloka aðild að ESB, það væri "bara hluti af framtíðinni að ræða þetta", hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. "Það þýðir ekkert að forðast að segja óþægilega hluti þótt menn hrökkvi við og segi sig jafnvel úr flokknum". Halldór nefndi sérstaklega reynslu Norðmanna sem víti til varnaðar; þeir hefðu tvisvar samið um aðild án nægs undirbúnings og aðildarsamningar síðan verið felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Við megum ekki lenda í sömu sporum og Norðmenn. Við værum að bregðast hlutverki okkar í stjórnmálum ef við neituðum möguleikanum á að sækja um." Halldór sagði að opin og víðtæk umræða yrði að vera í þjóðfélaginu og síðan þyrfti að vega og meta á yfirvegaðan hátt kosti þess að gerast aðili. Utanríkisráðherra dró ekkert úr gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og líkti henni á ný við "nýlendustefnu". Athygli vakti að Halldór vék í veigamiklum atriðum frá skrifuðum texta í ræðu sinni í Borgarnesi og hnykkti mjög á orðum sínum um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Með orðum sínum í Borgarnesi vill utanríkisráðherra bersýnilega slá á fullyrðingar um sinnaskipti í Evrópumálunum eins og stjórnarandstaðan hefur sakað hann um eftir ræðu hans á Akureyri á miðvikudag. En hafa meintar misjafnar áherslur utanríkisráðherra í opinberum málflutningi undanfarið ekki boðið upp á ólíkar túlkanir? "Ég hef aldrei útilokað aðild að Evrópusambandinu, það er bara röng túlkun á mínum orðum" sagði Halldór Ásgrímsson í viðtali við Fréttablaðið. "Hins vegar verða menn að átta sig á að aðild að Evrópusambandinu er ekkert einfalt mál og sjálfsagt. Það blasa við mjög mörg úrlausnarefni sem skipta miklu máli fyrir hagsmuni Íslands og því verður ekki komist hjá því að tala um þau eins og þau eru." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
"Sá dagur kann að koma að við sjáum hagsmunum okkar best borgið innandyra í Evrópusambandinu". Þetta sagði Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins í síðustu ræðu sinni sem utanríkisráðherra á fundi þingflokks og landstjórnar flokksins í Borgarnesi í gær. "Ég hef ekki sagt hvenær, en ég veit að við verðum að fara í þessa vinnu og við Framsóknarmenn eigum að hafa forystu í þeim efnum". Halldór sagði það ábyrgðarleysi að útiloka aðild að ESB, það væri "bara hluti af framtíðinni að ræða þetta", hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. "Það þýðir ekkert að forðast að segja óþægilega hluti þótt menn hrökkvi við og segi sig jafnvel úr flokknum". Halldór nefndi sérstaklega reynslu Norðmanna sem víti til varnaðar; þeir hefðu tvisvar samið um aðild án nægs undirbúnings og aðildarsamningar síðan verið felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Við megum ekki lenda í sömu sporum og Norðmenn. Við værum að bregðast hlutverki okkar í stjórnmálum ef við neituðum möguleikanum á að sækja um." Halldór sagði að opin og víðtæk umræða yrði að vera í þjóðfélaginu og síðan þyrfti að vega og meta á yfirvegaðan hátt kosti þess að gerast aðili. Utanríkisráðherra dró ekkert úr gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og líkti henni á ný við "nýlendustefnu". Athygli vakti að Halldór vék í veigamiklum atriðum frá skrifuðum texta í ræðu sinni í Borgarnesi og hnykkti mjög á orðum sínum um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Með orðum sínum í Borgarnesi vill utanríkisráðherra bersýnilega slá á fullyrðingar um sinnaskipti í Evrópumálunum eins og stjórnarandstaðan hefur sakað hann um eftir ræðu hans á Akureyri á miðvikudag. En hafa meintar misjafnar áherslur utanríkisráðherra í opinberum málflutningi undanfarið ekki boðið upp á ólíkar túlkanir? "Ég hef aldrei útilokað aðild að Evrópusambandinu, það er bara röng túlkun á mínum orðum" sagði Halldór Ásgrímsson í viðtali við Fréttablaðið. "Hins vegar verða menn að átta sig á að aðild að Evrópusambandinu er ekkert einfalt mál og sjálfsagt. Það blasa við mjög mörg úrlausnarefni sem skipta miklu máli fyrir hagsmuni Íslands og því verður ekki komist hjá því að tala um þau eins og þau eru."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira