Aukin harka um forsetastólinn 7. september 2004 00:01 Aukin harka færist í keppni þeirra George Bush og Johns Kerrys um forsetastólinn í Bandaríkjunum. Hins vegar er umdeilanlegt hvort umræðan sé málefnalegri fyrir vikið. Það kvað við nokkuð hvassari tón í ræðu Johns Kerrys í Vestur-Virginíu í gær. Nýir liðsmenn í kosningaliðinu, gömul brýni úr innsta hring Bills Clintons, höfðu greinilega ákveðið að kominn væri tími á örlítið meiri hörku en Kerry hefur sýnt hingað til. Kerry spurði áheyrendur í Virginíu hvort þeir vildu fjögur ár enn þar sem störf eru flutt úr landi og í staðinn komi störf sem séu verr launuð en núverandi störf landsmanna. „Viljið þið fjögur ár enn af einstrengingslegri utanríkisstefnu sem einangrar Bandaríkin? Þetta er mjög einfalt. Ef þið voruð hrifin af síðustu fjórum árum og viljið fjögur slík í viðbót, þá skuluð þið segja fólki að kjósa George W. Bush því þetta er það sem þið fáið,“ sagði Kerry. Kerry sagði þetta kristallast í einum bókstaf, „W“, og vísaði þar til nafns forsetans, George W. Bush. Hann sagði stafinn standa fyrir „rangt“ (wrong): rangt val, rangt mat, rangan forgang og ranga stefnu fyrir Bandaríkin. Kerry vill kalla bandarískar hersveitir frá Írak á fyrsta kjörtímabili sínu og segir fullyrðingar Bush-stjórnarinnar um bandalag margra þjóða í Írak tóma þvælu. Langflestir hermennirnir séu bandarískir og mannfallið sé mest á meðal þeirra. Bandarískir skattgreiðendur borgi auk þess brúsann. Svörin létu ekki á sér standa. George Bush sagði á kosningafundi að Kerry hefði vaknað í gærmorgun með nýja kosningaráðgjafa og enn eina afstöðuna. „Allt í einu er hann aftur á móti. Það er sama hve oft Kerry skiptir um skoðun, það var rétt fyrir Bandaríkin þá og það er rétt fyrir Bandaríkin núna að Saddam Hussein skuli ekki vera lengur við völd,“ sagði Bush. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Aukin harka færist í keppni þeirra George Bush og Johns Kerrys um forsetastólinn í Bandaríkjunum. Hins vegar er umdeilanlegt hvort umræðan sé málefnalegri fyrir vikið. Það kvað við nokkuð hvassari tón í ræðu Johns Kerrys í Vestur-Virginíu í gær. Nýir liðsmenn í kosningaliðinu, gömul brýni úr innsta hring Bills Clintons, höfðu greinilega ákveðið að kominn væri tími á örlítið meiri hörku en Kerry hefur sýnt hingað til. Kerry spurði áheyrendur í Virginíu hvort þeir vildu fjögur ár enn þar sem störf eru flutt úr landi og í staðinn komi störf sem séu verr launuð en núverandi störf landsmanna. „Viljið þið fjögur ár enn af einstrengingslegri utanríkisstefnu sem einangrar Bandaríkin? Þetta er mjög einfalt. Ef þið voruð hrifin af síðustu fjórum árum og viljið fjögur slík í viðbót, þá skuluð þið segja fólki að kjósa George W. Bush því þetta er það sem þið fáið,“ sagði Kerry. Kerry sagði þetta kristallast í einum bókstaf, „W“, og vísaði þar til nafns forsetans, George W. Bush. Hann sagði stafinn standa fyrir „rangt“ (wrong): rangt val, rangt mat, rangan forgang og ranga stefnu fyrir Bandaríkin. Kerry vill kalla bandarískar hersveitir frá Írak á fyrsta kjörtímabili sínu og segir fullyrðingar Bush-stjórnarinnar um bandalag margra þjóða í Írak tóma þvælu. Langflestir hermennirnir séu bandarískir og mannfallið sé mest á meðal þeirra. Bandarískir skattgreiðendur borgi auk þess brúsann. Svörin létu ekki á sér standa. George Bush sagði á kosningafundi að Kerry hefði vaknað í gærmorgun með nýja kosningaráðgjafa og enn eina afstöðuna. „Allt í einu er hann aftur á móti. Það er sama hve oft Kerry skiptir um skoðun, það var rétt fyrir Bandaríkin þá og það er rétt fyrir Bandaríkin núna að Saddam Hussein skuli ekki vera lengur við völd,“ sagði Bush.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira