Gagnrýnin byggð á misskilningi 1. september 2004 00:01 Fulltrúar atvinnulífsins gagnrýna tillögur nefndar um hringamyndum þess efnis að samkeppnisyfirvöldum verði gert kleift að krefjast uppstokkunar á fyrirtækjum sem ekki vinna í anda samkeppnislaga. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn nefndarmanna, segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Nefndin taldi ekki æskilegt að setja sérstök lög um hringamyndun. Fyrirtækjum verði áfram heimilt að hagræða starfsemi sinni með samþjöppun en að sama skapi geti Samkeppnislög látið skipta upp fyrirtækjum sem vinni ekki í anda samkeppnislaga. Nefndin klofnaði í málinu en einn nefndarmanna, Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnendaskólans, taldi tillögurnar geta skaðað íslenskt viðskiptalíf. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fullyrðingu viðskiptaráðherra um að þetta sé það sem sé að gerast í öðrum löndum hæpna. Heimildin á Evrópuvettvangi sé á „annarri hæð“ en landsrétturinn og löndin í kringum okkur hafa ekki verið að taka upp slíka heimild. Það væri þá helst Noregur en þangað er auðvelt að sækja mjög sérkennileg lagafyrirmæli eða -ákvæði um marga hluti að sögn Ara. Atvinnurrekendur setja hins vegar spurningarmerki við banni við því að stjórnarformenn séu í fullu starfi. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn höfunda skýrslunnar, segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Það sé einfaldlega verið að tryggja að viðskiptafrelsið sé fyrir alla en ekki einungis fáa. Nefndin vilji ekki að stjórnarformenn sitji í framkvæmdastjórn fyrirtækja og eigi þannig að hafa eftirlit með sjálfum sér. Illugi segir það ekki þýða að stjórnarformenn geti ekki unnið ýmis verk fyrir stjórnir fyrirtækjanna, þegið laun fyrir það og verið í því í fullu starfi. Illugi segir að eins sé um heimild samkeppnisyfirvalda til að skipta upp fyrirtækjum. Menn verði að fara efir lögunum eins og þau eru. Að hans sögn verða til eftirlitsúrræði til að fylgjast með því hvernig menn haga sér á markaði, og úrræði sem eru nægjanleg sterk til að tryggja að menn taki það alvarlega sem samkeppnisyfirvöld gera athugasemdir við. Illugi segir það lykilatriði að ekki komi til uppskiptingar fyrirtækja ef mál ganga svo langt, nema öll önnur úrræði hafi verið tæmd og reynd og búið sé að fara fyrir dómstóla, ef fyrirtæki unir ekki úrskurði samkeppnisstofnunar. Myndin er af Illuga Gunnarssyni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Fulltrúar atvinnulífsins gagnrýna tillögur nefndar um hringamyndum þess efnis að samkeppnisyfirvöldum verði gert kleift að krefjast uppstokkunar á fyrirtækjum sem ekki vinna í anda samkeppnislaga. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn nefndarmanna, segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Nefndin taldi ekki æskilegt að setja sérstök lög um hringamyndun. Fyrirtækjum verði áfram heimilt að hagræða starfsemi sinni með samþjöppun en að sama skapi geti Samkeppnislög látið skipta upp fyrirtækjum sem vinni ekki í anda samkeppnislaga. Nefndin klofnaði í málinu en einn nefndarmanna, Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnendaskólans, taldi tillögurnar geta skaðað íslenskt viðskiptalíf. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fullyrðingu viðskiptaráðherra um að þetta sé það sem sé að gerast í öðrum löndum hæpna. Heimildin á Evrópuvettvangi sé á „annarri hæð“ en landsrétturinn og löndin í kringum okkur hafa ekki verið að taka upp slíka heimild. Það væri þá helst Noregur en þangað er auðvelt að sækja mjög sérkennileg lagafyrirmæli eða -ákvæði um marga hluti að sögn Ara. Atvinnurrekendur setja hins vegar spurningarmerki við banni við því að stjórnarformenn séu í fullu starfi. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn höfunda skýrslunnar, segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Það sé einfaldlega verið að tryggja að viðskiptafrelsið sé fyrir alla en ekki einungis fáa. Nefndin vilji ekki að stjórnarformenn sitji í framkvæmdastjórn fyrirtækja og eigi þannig að hafa eftirlit með sjálfum sér. Illugi segir það ekki þýða að stjórnarformenn geti ekki unnið ýmis verk fyrir stjórnir fyrirtækjanna, þegið laun fyrir það og verið í því í fullu starfi. Illugi segir að eins sé um heimild samkeppnisyfirvalda til að skipta upp fyrirtækjum. Menn verði að fara efir lögunum eins og þau eru. Að hans sögn verða til eftirlitsúrræði til að fylgjast með því hvernig menn haga sér á markaði, og úrræði sem eru nægjanleg sterk til að tryggja að menn taki það alvarlega sem samkeppnisyfirvöld gera athugasemdir við. Illugi segir það lykilatriði að ekki komi til uppskiptingar fyrirtækja ef mál ganga svo langt, nema öll önnur úrræði hafi verið tæmd og reynd og búið sé að fara fyrir dómstóla, ef fyrirtæki unir ekki úrskurði samkeppnisstofnunar. Myndin er af Illuga Gunnarssyni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent